AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kosning trúnaðarmanns!

AlcoaReydarf

Mynd af vef Alcoa

Kosning um trúnaðarmann framleiðslumanna er hafin.

Tvær tilnefningar bárust og er kosið á milli þeirra tveggja.

Anna Þórhildur Kristmundsdóttir kt. 100493-2849

Rafal Witkowski kt. 071188-3539

Kosningin er rafræn inn á mínar síður

Kosningu lýkur kl. 24:00 þann 30.11.2018

Þeir sem ekki komast inn á sínar síður eru beðnir um að hafa samband við næstu skrifstofu AFLs og láta skrá síma og eða netfangi í félagakerfið. 

 

Hleðslustöðvar fyrir raf-og tvinnbíla í Stakkholtið

homestation1

Mynd af vef Faradice

AFL hefur samið um uppsetningu á hleðslutöðvum fyrir rafmangsbíla í bílakjallara félagsins við Stakkholt í Reykjavík.  Settar verða upp 24 stöðvar - eitt fyrir hverja íbúð og verða þær læstar þannig að óviðkomandi komast ekki í þær. Aðgangsskirteini að íbúðunum verður notað til að virkja viðeigandi stöð hverju sinni. Notendur verða síðan rukkaðir fyrir rafmagnsnotkun.

Stöðvarnar eru innlendar - framleiddar af Örtækni - vinnustofu Öryrkjabandalagsins en hannaðar af Faradice sem er innlent fyrirtæki á þessu sviði. Stöðvunum fylgir öflugur hugbúnaður til að stjórna hleðslu og dreifa álagi á stöðvarnar eftir þörfum.

Þegar reynsla er fengin á þessar stöðvar verður skoðað hvort tilefni er til að koma upp sambærilegum búnaði á Akureyri við íbúðir félagsins í Ásatúni.

Búist er við að stöðvarnar verði komnar í notkun á nýju ári.

KÖNNUNIN - BÚIÐ AÐ DRAGA!

 

Gallup könnunin  um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags og Einingar-Iðju, er lokið. Könnunin var líka happdrættismiði því allir sem tóku þátt gátu unnið veglega vinninga. Í bréfinu sem þátttakendur fengu var lukkunúmer. Búið er að draga og voru nöfn eftirfarandi félagsmanna dregin út. 

  • Tveir vinningar að upphæð kr. 100.000: Alrún Irene A. Stephensdóttir (AFL) og Aðalsteinn M. Þorsteinsson (Eining-Iðja)
  • Tveir vinningar að upphæð kr. 50.000:Elsa Guðjónsdóttir (AFL) og Bryndís Harpa Björnsdóttir (Eining-Iðja)
  • Fjórir vinningar, vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna: , Nína Sibyl Birgisdóttir (AFL) og Rúnar Smári Fjalarr (AFL) ,Kristinn Frímann Árnason (Eining-Iðja), Þóra Dögg Ásgeirsdóttir (Eining-Iðja)

Í ár lentu einnig 20 þátttakendur strax í happdrættispotti, 10 frá hvoru félagi, voru í raun dregnir út áður en þeir svöruðu. Hinir heppnu vinningshafar fengu tilkynningu um það um leið og þeir höfðu lokið við að svara könnuninni, um er að ræða kr. 10.000 inneign á debetkorti sem þeir nálguðust á skrifstofu félagsins.

Skert þjónusta á skrifstofum AFLs 2. nóv. 2018

Vegna náms- og menningarferðar starfsfólks og stjórnar AFLs föstudaginn 2. nóv. 2018 verður þjónusta félagsins skert og má búast við að símsvörun verði hæg.

Skrifstofur á Höfn og Neskaupstað verða opnar frá kl. 9 – 16:00 og á Reyðarfirði frá kl. 9 - 10 og frá 11 – 16:00

Aðrar skrifstofur verða lokaðar

Fjarvistaruppbót landvarða

logoÞeir landverðir sem starfað hafa hjá Vatnajökulsþjóðgarði - á vinnustöðum í óbyggðum- frá árinu 2011 og ekki verið í samband við sitt stéttarfélag, landvarðafélagið eða Starfsgreinasambandið vegna greiðslu fjarvistaruppbótar eru beðnir um að gera það sem fyrst.

Eftir að greiðsla fjarvistaruppbótar var viðurkennd með dómi héraðsdóms Austurlands og staðfest hæstarétti sjá hér gerðu félögin kröfu um greiðslu uppbótarinnar til allra sinna félagsmanna sem undir dóminn féllu.

Þrátt fyrir dóminn ætlar Vatnajökulsþjóðgarður ekki að greiða uppbótina nema til þeirra landvarða sem hjá þeim hafa starfað nema þeir kalli eftir því sjálfir.

Nokkrir landverðir hafa verið í sambandi og er unnið að því með lögmanni að leysa úr þeirra málum og nú sendum við út þetta ákall í þeirri von að ná til þeirra sem ekki hafa haft samband.

Um málefni Sjómannafélags Íslands

ThorJons

Mynd Þór Jónsson

Nokkrir félagsmenn AFLs hafa haft samband og óskað eftir því að AFL Starfsgreinafélag álykti um málefni Sjómannafélags Íslands og brottvikningu félagsmanns þar og átök sem tengjast stjórnarkjöri.  Formaður AFLs, Hjördís Þóra, hefur svarað viðkomandi og segir m.a. í svari sínu:  "AFL Starfsgreinafélag hefur lengi verið gagnrýnið á störf Sjómannafélags Íslands, sú gagnrýni hefur ekki verið sett fram í fjölmiðla heldur innan AFLs og ekki síst sjómannadeildar félagsins. Ég tel að þau vinnubrögð sem í Sjómannafélaginu éru stunduð séu nú að koma í dagsljósið." (tilvitnun í formann lýkur)

Forysta AFLs hefur ekki lagt í vana sinn að álykta um málefni án samráðs við stjórn félagsins eða trúnaðarráð. Það er því ekki líklegt að félagið sendi frá sér sérstaka ályktun um þau mál sem eru í fjölmiðlum þessa dagana og tengjast Sjómannafélagi Íslands þar sem mánuður er í næsta stjórnarfund. 

AFL hefur á síðustu árum orðið fyrir því að verulega hefur verið lagt að sjómönnum á Austurlandi að ganga úr AFLi og ganga í Sjómannafélag Íslands  sem stækkaði félagssvæði sitt við úrgöngu úr Alþýðusambandinu fyrir nokkrum árum. Í þeirri viðleitni hefur ýmsum meðölum verið beitt sem AFL kærir sig ekki um að fjölyrða um en þykja ekki vönduð.

Félagsmenn okkar hafa síðan verið að koma til baka til AFLs ef þeir hafa þurft að leita aðstoðar Sjómannafélagsins og oftar en ekki fengið óviðunandi úrlausn.  Sem dæmi má nefna að hámarkssjúkradagpeningar Sjómannafélags Íslands eru 470 þús á mánuði eftir 5 ára samfellda félagsaðild.  Hjá AFLi eru það 900 þúsund eftir 6 mánaða félagsaðild.  Ótal önnur dæmi má nefna.

Almennt telur forysta AFLs rétt að taka ekki þátt í umræðu um málefni annarra verkalýðsfélaga.  Ljóst er þó að félagsmenn Sjómannafélags Íslands standa höllum fæti í samskiptum við stjórn Sjómannafélags Íslands því félagið er ekki aðili að Alþýðusambandinu en öll aðildarfélög ASÍ þurfa að hlýta ákveðnum reglum og félagsmenn eiga ætíð málskotsrétt til heildarsamtakanna telji þeir á sér brotið af félagi sínu.  Að mati höfundar þessa pistils er það hins vegar fáheyrð ósvífni af verkalýðsfélagi að reka félagsmann úr félagi vegna gagnrýni á stjórnarhætti. Fara þarf marga áratugi aftur í tímann til að finna einhverjar hliðstæður ef þær þá finnast.

Lesa meira