AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

   
AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Raki og mygla í húsum 2

Námskið „Raki og mygla í húsum 2“ verður haldið á Reyðarfirði 1. mars nk.  Þetta er framhald námskeiðsins „Raki og mygla í húsum 1“ sem haldið var í haust.  Það er ekki skilyrði fyrir þátttöku að hafa sótt fyrra námskeiðið. Sjá slóð á skráningu hér

Viljum uppsögn samninga!

"Þar sem forsendur  kjarasamninga eru brostnar að mati  ASÍ skorar stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans. Gegndarlausar launahækkanir til æðstu embættismanna, þingmanna og annarra stjórnenda eru langt umfram það sem venjulegt launafólk fær og því eykst sífellt mismunun í samfélaginu.  AFL Starfsgreinafélag telur því rétt að segja upp samningum og freista þess að ná samningum við atvinnurekendur og ríkisstjórn um aukinn jöfnuð og réttlæti. Það er kominn tími á að stöðva græðgisvæðingu yfirstéttarinnar og snúa vörn í sókn."

Þetta varð niðurstaða á fundi stjórnar og trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöld þar sem um 40 félagar AFLs komu saman til að ræða viðhorf í kjaramálum. 

Iðn- og tækninám góður grunnur fyrir Háskólanám.

IdnHR

Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða: www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Á síðunni eru teknar saman upplýsingar um vinsælar námsbrautir í HR hjá fólki með iðnmenntun, leiðarvísir um hvaða inntökuskilyrði þarf að uppfylla fyrir mismunandi námsbrautir, ásamt reynslusögum nemenda sem sýna fjölbreyttan menntaferil nemenda í HR.

Íslenskt atvinnulíf kallar eftir fólki með góða verkþekkingu og það er mikilvægt að benda ungu fólki á þá fjölbreyttu möguleika sem iðn- og tækninám veitir. Eftirspurnin á vinnumarkaði eftir einstaklingum með tæknigrunn og sérhæfingu úr háskóla er mjög mikil og á líklega enn eftir að aukast í framtíðinni. Því er vert að leggja áherslu á að iðnmenntun lokar engum dyrum varðandi áframhaldandi nám, heldur er þvert á móti góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi.

Ölfusborgir tvö ný hús

Olfusborgir

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á tveim húsum í Ölfusborgum, húsum nr. 14 og 15. Þau koma til notkunar fyrir félagsmenn frá og með 1. mars 2018 á sama hátt og hús félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og í Klifabotni þ.e.s.a almenn leiga, af vef félagsins "Bóka orlofseign" fyrir utan úthlutunartímabil sem er um páska frá 28. mars til 4. apríl og sumarmánuðina frá 1. júní til 24. ágúst, en þá þarf að sækja um fyrir auglýsta tíma á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Hægt er að sækja um Ölfusborgir fyrir þessa páska, með símtali á skrifstofu félagsins eða á eyðublaði sjá hér

Launahækkun Ríkisstarfsmenn

Félagsmenn okkar sem starfa hjá Ríkinu fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017.

Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars.
Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið á almenna vinnumarkaðnum nýtist líka starfsfólki hjá hinu opinbera sjá hér