AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Opnað fyrir umsóknir um jól og áramót!

jól og áramót 1        jól og áramót 2

Opnað hefur verið fyrir umsóknum um jól og áramót í orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík og á Akureyri.  Dregið verður milli umsókna 4. nóvember nk.  Dregið er skv. reglum félagsins - þannig að þeir sem ekki hafa fengið úthlutað þrjú síðastliðin ár eru í forgangi og er fyrst dregið milli þeirra.  Ef íbúðir ganga af  er dregið milli allra.  Sótt er um vegna ákveðinna stærðarflokka íbúða.

Umsóknir eru á "mínum síðum" félagsmanna - sjá mynd hér að ofan.  Ef ekki birtist hlekkur "sækja um jól og áramót 2019" á viðkomandi félagsmaður ekki rétt hjá orlofssjóði.  Það getur verið vegna þess að ekki hafa borist iðgjöld eða af öðrum ástæðum og eru þeir sem telja sig eiga rétt á fyrirgreiðslu orlofssjóðs en ekki fá þennan hlekk upp, hvattir til að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Félagsmenn sem ekki nota "mínar síður" geta haft samband við skrifstofur félagsins og fengið aðstoð við að ganga frá umsókn.

Frestur til að leggja inn umsókn er til 3ja nóvember og strax 4ja nóvember verður dregið milli umsækjenda.  Þeir sem fá úthlutað fá tölvupóst um leið og drætti líkur og hafa þá tvo sólarhringa til að greiða kr. 5.000 staðfestingagjald (óendurkræft). Eindagi á öllu leiguverði er síðan 3. desember.  Síðustu ár hefur einhverjum íbúðum verið skilað inn aftur strax að lokinni úthlutun eða á næstu dögum á eftir og verður þeim úthlutað í samræmi við biðlista sem verður til á úthlutunarfundi þar sem þeim sem ekki fá úthlutað íbúð - er raðað á biðlista í samræmi við útdráttinn.

Leigurverð íbúða er nokkuð mismunandi eftir stærð þeirra - allt frá kr. 29.185 fyrir 2ja herbergja íbúðir að kr. 32.840 fyrir 4ra herbergja íbúð.

 

 

Samkomulag um innágreiðslu fyrir starfsmenn sveitarfélaga

leiksklaborn Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands f.h. AFLs og annarra aðildar félaga hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling - stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara.

Þann 1. október 2019 verður hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 125.000 kr. miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. september 2019. Starfsmenn í fæðingarorlofi og tímavinnufólk fær innágreiðsluna.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að ofangreind fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga aðila og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.

110 félagsmenn án atvinnu!

í lok júlímánaðar voru alls 110 félagsmenn AFLs án atvinnu.  Þar af voru um 40 með lögheimili skráð utan félagssvæðis, 14 félagsmenn voru án atvinnu á Bakkafirði og Vopnafirði (en þar leitaði sveitarfélagið til sjálfboðaliða til að vinna við skógrækt), á Egilsstöðum og Fljótsdalshéraði öllu voru 10 manns án atvinnu (enginn á Seyðisfirði), 35 voru án atvinnu í Fjarðabyggð og 8 á Höfn og nágrenni.

Nokkuð jöfn skipting er milli kyna - þ.e. 50 karlmenn voru án atvinnu en 60 konur.

Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga

Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga

Starfsgreinasamband Íslands (SGS mótmælir harðlega þeirri gróflegu mismunun sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) ætlast til að sveitarfélögin sýni gagnvart sínu starfsfólki. Kjaradeila SGS og sveitarfélaganna er í hörðum hnút og var vísað til Ríkissáttasemjara vegna þess að Samninganefnd sveitarfélaganna krafðist þess að SGS félli frá fyrirliggjandi samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og það yrði ekki rætt í kjaraviðræðunum. 

Vegna þess hversu samningaviðræður við sveitarfélög og ríki hafa dregist náðist samkomulag, þ.e. við aðra samningsaðila en SGS, að starfsfólk með lausa kjarasamninga fengi eingreiðslu að upphæð 105.000 kr. sem greiðist út 1. ágúst sem innágreiðsla fyrir nýjan kjarasamning.

SÍS hefur ákveðið einhliða að félagsmenn í félögum innan SGS fái ekki þessa eingreiðslu, og hefur sent póst til allra sveitarfélaga þar sem þeim er beinlínis bannað að koma eins fram við alla sína starfsmenn. Hér er greinilega verið að reyna að kúga SGS til uppgjafar og ótrúlegt að sveitarfélögunum finnist það sæmandi að greiða ekki lægst launaða starfsfólkinu umrædda eingreiðslu líkt og öðrum.

Sambandið hefur borið það fyrir sig að eingreiðslan þurfi að tengjast tæknilegum atriðum um endurskoðun viðræðuáætlunar sem á sér enga lagastoð og er hreinn fyrirsláttur. Af sama meiði eru yfirlýsingar af hálfu SÍS um að það sé á einhvern hátt óheimilt að ræða stöðuna og deilumálin í fjölmiðlum. Það bendir til þess að þau vita að málatilbúnaður þeirra og rökstuðningur er afar veikur.

Næsti viðræðufundur í deilunni er ekki boðaður hjá Ríkissáttasemjara fyrr en 21. ágúst næstkomandi. Í ljósi þess og þeirra einstrengislegu fyrirmæla sem fram koma í pósti sambandsins hefur SGS boðað til sérstaks formannafundar 8. ágúst til að ræða þessa alvarlegu stöðu og ákveða næstu skref. SGS krefst þess að störf og framlag okkar félagsmanna í þágu sveitarfélaganna um land allt verði virt og þeim ekki mismunað með þessum gróflega hætti. Haldi Samband íslenskra sveitarfélaga þessari afstöðu til streitu er hætta á að það þýði hörð átök.

 

(fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands)

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2019      

Starfsdagur2019

Föstudaginn 13. september 2019 Búðareyri 1, Reyðarfirði

Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:10 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs
Kl. 10:15 –Kynvitund ungs fólks- Ingibjörg Þórðardóttir
Kl. 11:00 – Hlé
Kl. 11:10 – Kulnun í starfi – Guðmundur Ingi Sigbjörnsson
Kl. 12:15 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Kulnun í starfi –framhald
Kl. 14:30 – Kjaramál- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Kl. 15:00 – Kaffihlé
Kl. 15:30 – Heimasíðan- mínar síður- Sverrir Mar Albertsson
Kl. 16:00 – Heilbrigði og vellíðan – Hrönn Grímsdóttir
Kl. 17:30 – Óvissuferð og kvöldverður á Eskifirði

Skráning á næstu skrifstofu eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir félagsmenn sem vilja að AFL skipuleggi ferðir hafið samband við næstu skrifstofu

AFL Starfsgreinafélag

Sveitarfélögum stefnt fyrir félagsdóm

Langlundargeð aðildarfélaga SGS gagnvart sambandi sveitarfélaga er á þrotum vegna þvermóðsku sambandsins varðandi viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda sem  ríki og Reykjavíkurborg hafa fallist á. Því ákvað formannafundur Starfsgreinasambandsins í dag að höfða mál fyrir Félagsdómi til að útkljá deilu við sambandið um túlkun samningsákvæðis um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2009.