AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Nýjir kjarasamningar fyrir verkafólk

Lifskjarasamningurinn

Á laugardag voru undirritaðir kjarasamningar milli SGS og Samtaka Atvinnulífsins.  AFL er aðili að þessum kjarasamningum.

Megininntak samningsins er að framlengja Lífskjarasamningum um eitt ár eða til lok janúar 2024.  Er þetta gert til að bregðast við verðhækkunum og tryggja launafólki launahækkun til að mæta þeim.  Nýmæli er í hinum nýja samningi er að hann er afturvirkur frá 1. nóvember.  Allir launataxtar Starfsgreinasambandsins hækka um 35.000 krónur frá undirritun en almenn laun um 33.000.  Þá er launataflan lagfærð og hækka því einhverjir launataxtar meira en 35.000.  Þá er hagvaxtarauka sem greiða átti í apríl  á næsta ári flýtt og kemur strax inn í taxta.

Verið er að vinna kynningarefni bæði á vegum SGS og AFLs og verður það birt næstu daga.  Stefnt er að því að atkvæðagreiðslu ljúki 19. desember og mun atkvæðagreiðsla félagsmanna AFLs hefjast annað hvort í lok þessarar viku eða í byrjun næstu viku.

Formaður AFLs er að vinna kynningarefni þar sem hún mun fara yfir helstu atriði samningsins í stuttu myndbandi.  Myndbandið verður birt hér á heimasíðu félagsins og ennfremur verður boðið upp á kynningarfund í "fjarfundi" og verður hann auglýstur síðar.  Þeir félagsmenn sem vilja þannig fá tækifæri til að spyrja formann AFLs og ræða samninginn geta þannig tekið þátt hvar sem þeir eru á félagssvæðinu.  Fundurinn verður auglýstur á næstu dögum.

Hér er kynningarefni v. samningsins þar sem tæpt er á helstu atriðum hans.

Lokun bílakjallara - ATH - ATTENTION - UWAGA

Lokun Bilakjallara

Öll umferð um bílakjallara við Stakkholt 2 – 4 verður bönnuð frá kl. 08:00 mánudaginn 5.desember til kl. 02:00 þriðjudaginn 6. desember.

All parking and traffic in the parking garage at Stakkholt 3 will be prohibited from 08:00 Monday 5th December till 02:00 Tuesday 6th December.

W poniedziałek 5.grudnia od godz.8:00 do wtorku 6.grudnia do godz 02:00 wstrzymany zostanie ruch przez parking przy ul. Stakkholt 3.


Skipta þarf um bílskúrshurð í bílakjallaranum og verður því ekki unnt að aka inn eða út allan þennan tíma. Bílar sem eru í kjallaranum þegar vinna hefst – verða þar þar til vinnu lýkur.

We are replacing the door in the garage. All cars that are in the garage when work starts – will be there for the duration.

Brama garażowa w piwnicy wymaga wymiany, dlatego w tym czasie nie będzie można wjechać ani wyjechać. Samochody, które w momencie rozpoczęcia prac znajdują się w piwnicy – pozostaną tam do zakończenia prac.

Ath. – Það eru næg bílastæði í nærliggjandi götum og hægt að greiða fyrir stæði í sjálfsölum við götuna. Við munum fylgjast sérstaklega með bílastæðum fyrir fatlaða og þjónustubifreiðar og láta draga alla bíla sem þar er lagt – á kostnað eigenda.

Att – there is parking in the streets around and autamatic vending machines for parking. We will monitor the three parking spaces for handicapped and service vehicles during the day and all cars that have no reason to be parked there – will be towed at the owners expense.

Uw. – Przy pobliskich ulicach jest wiele miejsc parkingowych z możliwością opłaty w ulicznych parkomatach. W ciągu dnia będziemy monitorować trzy miejsca parkingowe: pojazdów dla osób niepełnosprawnych i serwisowych, wszystkie inne samochody tam zaparkowane – będą odholowywane na koszt właścicieli.

Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara.

Afgreidslan
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Landssambands ísl. verslunarmanna og VR hafa ákveðið að vísa yfirstandandi kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara.

Rikisattasemjari.png

Þetta er gert þar sem lítill árangur hefur orðið af viðræðum undanfarinna vikna. Samningsaðilar voru að freista þess að gera skammtímasamning til ca 15 mánaða en þegar kom að því að ræða launaliðinn er bil milli aðila allt of breytt. Með vísuninni fer verkstjórnin á viðræðunum yfir til ríkissáttasemjara.

Sjá meðfylgjandi yfirlýsingu 

Kjarasamningar við Samtöku atvinnulífsins runnu út á miðnætti

liv sgs

Kjarasamningar AFLs Starfsgreinafélags við Samtök atvinnulífsins runnu út á miðnætti- þeir gilda þó áfram þar til gerður hefur verið nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður og hlotið samþykki félagsmanna.

Eins fram hefur komið ákváðu Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) og Starfsgreinsamband Íslands (SGS), að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning en AFL er með aðild að báðum þessum samtökum. Auk þess er iðnaðarannadeild félagsins með aðild að Samiðn, en iðnaðarmenn eru ekki með í þessu samfloti.

Sett hefur verið niður þétt fundarplan næstu 3 vikurnar og þess vænst að þær viðræður skili félögunum nær samningsniðurstöðu. sjá frekar

Iðnaðarmenn vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara

idnm

Iðnaðarmannadeild AFLs er með umboð sitt til samningagerðar með öðrum iðnaðarmannafélögum í Samiðn, sambandi iðnfélaga. Nú hefur Samið ásamt öðrum félögum iðnaðarmanna vísar kjaradeildu sinni til ríkissáttasemjara en kjarasamningar félaganna við Samtök atvinnulífsins runnu út 1. nóvember s.l.

Sjá nánar

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi