AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stela þjórfénu - stealing the tips guests leave behind.

tipart

AFL hefur fengið nokkrar ábendingar frá starfsfólki í ferðaþjónustu að í einhverjum tilvikum taka eigendur og yfirmenn allt þjórfé sem gestir skilja eftir.  Starfsmaður á litlu hóteli sagði okkur að í fyrra hefðu yfirmenn tekið allt þjórfé og sagt að fyrir það yrði staðið fyrir starfsmannahátíð. Engin slík hátíð hefði verið haldin.  Í ár væri allt þjórfé tekið en engar skýringar gefnar.  Við höfum rætt við lögmenn félagsins og erum að kanna hvaða möguleika við höfum til að grípa inn í  - en þar sem lítil hefði er fyrir þjórfé á Íslandi og engin lög til um ráðstöfun þess getur verið erfitt að grípa til aðgerða.  Vörn yfirmanna verður væntanlega sú að gestir hafi verið svo ánægðir með þjónustuna að þeir hafi kosið að greiða meira fyrir hana en upp var sett en gáfu engin fyrirmæli um að umframgreiðslan ætti að renna til starfsfólks.

Þetta er hins vegar ómerkileg framkoma þar sem venjulega er það vinna og viðmót starfsfólksins sem er kveikjan að því að ánægðir gestir skilja eftir þjórfé. Fólk óskar þá þess að sá eða sú sem þjónaði til borðs, þreif herbergið eða eldaði steikina - fái lítinn aukaglaðning. Í einhverjum tilfellum er starfsfólki sem kvartar - tilkynnt að það séu nægir til að taka störfin þannig að ef fólk ekki er ánægt geti það bara farið.  Yfirmenn sem stela þessum aukagreiðslum sem klárlega voru ekki ætlaðar þeim - eru litlar sálir.

Some members of AFL have reported that managers and owners at restaurants and hotels take all tips that staff collects so that the staff never receives any part of it. One member of AFL reported that last year manager at his place of work took all the tips and promised a "Staff festival". No festival was held.  This year the tips are taken without explanation and anyone who complains is told that he/she can just leave - that there are plenty of others willing to do the work.

Our problem is that since there is little traditon of tips in Iceland and therefore no rules or reguleation of how tips should be distributed - we have difficulties in deciding on how to approach this.  AFLs lawyers are looking into the problem and we plan to take action.

Tips are usually left behind as a sign of gratitude to the people who serve your food, clean your room or prepare your food. This is a small token of gratitude to the low-paid employees that sometimes make your day better by their professional and personal service. Tips are not left for managers and people who use their position of power to steal these small gifts - not meant for them - are indeed small people.

Launamál starfsmanna einkamál skólastjórans...

 

Þann 15/11 2018 sendi AFL fyrirspurn á skólastjóra grunnskóla Fáskrúðsfjarðar um skuld nokkurra félagsmanna AFLs sem starfa við skólann, þar sem öll yfirvinna þeirra var tekin upp í meinta skuld án þess að gefa þeim viðhlítandi skýringu.

AFL óskaði eftir útreikningi á skuld félagsmanna við skólann á tímabilinu 1/5 2015 fram til ársloka 2018. Jafnframt var óskað eftir útreikningi á þeirri yfirvinnugreiðslu sem tekin hafði verið upp í skuldina.

Ítrekun var send á skólastjórann 6/12 2018 þar sem engin viðbrögð höfðu verið við fyrirspurninni.

Skemmst er frá því að segja – að engin svör hafa borist þegar þetta er skrifað þann 14. júní 2019 eða 7 mánuðum síðar.

Ekki er hægt að líta á sinnuleysi skólastjórans á annan veg en að launamál starfsfólks skólans séu hans einkamál og stéttarfélagi þeirra komi málið ekkert við.

Hér með er skorað á skólastjóra grunnskóla Fáskrúðsfjarðar að bregðast við fyrirspurninni og svara henni með rökum.

Félagið hefur, eftir óformlegum leiðum fengið veður af því að búið sé að ,,semja“ við  einhverja starfsmenn um einhverjar greiðslur. Félagið hefur ekki aðgang að forsendum slíkra leiðréttinga og hefur uppi efasemdir um þær.

Iðnaðarmenn AFLs samþykkja kjarasamning

Smidur

77% þeirra sem greiddu atkvæði um nýgerðan kjarasamning Iðnaðarmannadeildar AFLs og Samiðnar við Samtök Atvinnulífsins, samþykktu samninginn.  Kjörsókn var aðeins um 19%. Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Samiðnar nema hjá Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldi með með 54% greiddra atkvæða og 40% kjörsókn.  Iðnaðarmannafélög utan Samiðnar - s.s. rafiðnaðarfélögin, Matvís og Grafía svo og VM - samþykktu öll samninginn en það var naumt hjá Rafiðnaðarsambandinu þar sem 49% sögðu já, 47% nei og 3,3% skiluðu auðu.  Samningurinn var því samþykktur með auðum og ógildum atkvæðum - en reglur vinnumarkaðarins er að meirihluta atkvæða þarf til að fella samnings.  Það þýðir að ef innan við 50% þeirra sem greiða atkvæði segja nei - þá er samningurinn samþykktur þó svo að enn færri félagsmenn segji já.

Iðnaðarmenn - kosning hafin

Iðnaðarmenn í AFLi geta nú greitt atkvæði um nýgerða kjarasamninga.  Kynningarefni verður sett á innri vef félagsins um leið og það er tilbúið en samningurinn sem greidd eru atkvæði um - er á vef félagsins. https://asa.is/kjaramal/kjarasamningar-idnadarmanna-2019.  Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 15:00 21. maí nk.

Á hlaðvarpinu hér að neðan fer Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins yfir atriði samningsins.

https://hladvarp-asi.simplecast.com/episodes/untitled?fbclid=IwAR01v8aY0nf_FEYT6d2O_RqrWkWx2LNzb17pXhBPF2HbeEBVCZJhoTqLPEY

 

 

Tryggjum aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla

Formannafundur SGS sem haldinn var á Hallormsstað 24. maí 2019 sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Á undangengnum árum hefur verulega verið dregið úr þjónustu við þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, sérstaklega á landsbyggðinni. Fyrir liggur að þeir þurfa oft að ferðast um langan veg með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. Það á einnig við um aðstandendur.

Mun algengara er að fólk neiti sér um að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum. Greiðsluþáttökukerfið tekur afar takmarkað tillit til ferða og dvalarkostnaðar fólks af landsbyggðinni. Þessi þróun og fyrirkomulag er til skammar fyrir íslenskt samfélag og algerlega óásættanleg.

Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að þegar í stað verði gripið til aðgerða til tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri heilbrigðisþjónustu. Starfsgreinasambandið mun aldrei samþykkja að hagræðingu og sparnaði í heilbrigðiskerfinu verði mætt með þeim hætti að auka álögur á fólk og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það er ekki samfélag sem við viljum kenna okkur við

150 félagsmenn atvinnulausir í apríl

atvinnulausir

Skv. tölum frá Greiðslustofu atvinnuleysisbóta voru 150 félagsmenn AFLs án atvinnu í aprílmánuði - allan eða að hluta.  Þetta er talsverð fækkun frá mars mánuði þegar tæplega 180 félagsmenn voru skráðir atvinnulausir.  Þar af eru um 40 félagsmenn með skráð lögheimili utan félagssvæðis - þar af flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig á norðausturlandi.  Athygli vekur að 23 eru skráðir atvinnulausir á Vopnafirði og Bakkafirði - sem er verulegt miðað við stærð þessara byggðalaga.

19 félagar eru atvinnulausir á Héraði og Seyðisfirði en 43  í Fjarðabyggð að Stöðvarfirði.  Sunnan Stöðvarfjarðar og að Höfn eru aðeins 9 atvinnulausir og á Höfn og suður úr að Skeiðará eru 15 skráðir atvinnulausir. 

Þetta er mesta atvinnuleysi sem skráð er hjá félaginu síðan 2014 þegar 164 voru á atvinnuleysiskrá í apríl.  Síðustu þrjú ár hafa um 100 manns verið án atvinnu á þessum árstíma.