AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

KÖNNUNIN - BÚIÐ AÐ DRAGA!

 

Gallup könnunin  um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags og Einingar-Iðju, er lokið. Könnunin var líka happdrættismiði því allir sem tóku þátt gátu unnið veglega vinninga. Í bréfinu sem þátttakendur fengu var lukkunúmer. Búið er að draga og voru nöfn eftirfarandi félagsmanna dregin út. 

  • Tveir vinningar að upphæð kr. 100.000: Alrún Irene A. Stephensdóttir (AFL) og Aðalsteinn M. Þorsteinsson (Eining-Iðja)
  • Tveir vinningar að upphæð kr. 50.000:Elsa Guðjónsdóttir (AFL) og Bryndís Harpa Björnsdóttir (Eining-Iðja)
  • Fjórir vinningar, vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna: , Nína Sibyl Birgisdóttir (AFL) og Rúnar Smári Fjalarr (AFL) ,Kristinn Frímann Árnason (Eining-Iðja), Þóra Dögg Ásgeirsdóttir (Eining-Iðja)

Í ár lentu einnig 20 þátttakendur strax í happdrættispotti, 10 frá hvoru félagi, voru í raun dregnir út áður en þeir svöruðu. Hinir heppnu vinningshafar fengu tilkynningu um það um leið og þeir höfðu lokið við að svara könnuninni, um er að ræða kr. 10.000 inneign á debetkorti sem þeir nálguðust á skrifstofu félagsins.

Um málefni Sjómannafélags Íslands

ThorJons

Mynd Þór Jónsson

Nokkrir félagsmenn AFLs hafa haft samband og óskað eftir því að AFL Starfsgreinafélag álykti um málefni Sjómannafélags Íslands og brottvikningu félagsmanns þar og átök sem tengjast stjórnarkjöri.  Formaður AFLs, Hjördís Þóra, hefur svarað viðkomandi og segir m.a. í svari sínu:  "AFL Starfsgreinafélag hefur lengi verið gagnrýnið á störf Sjómannafélags Íslands, sú gagnrýni hefur ekki verið sett fram í fjölmiðla heldur innan AFLs og ekki síst sjómannadeildar félagsins. Ég tel að þau vinnubrögð sem í Sjómannafélaginu éru stunduð séu nú að koma í dagsljósið." (tilvitnun í formann lýkur)

Forysta AFLs hefur ekki lagt í vana sinn að álykta um málefni án samráðs við stjórn félagsins eða trúnaðarráð. Það er því ekki líklegt að félagið sendi frá sér sérstaka ályktun um þau mál sem eru í fjölmiðlum þessa dagana og tengjast Sjómannafélagi Íslands þar sem mánuður er í næsta stjórnarfund. 

AFL hefur á síðustu árum orðið fyrir því að verulega hefur verið lagt að sjómönnum á Austurlandi að ganga úr AFLi og ganga í Sjómannafélag Íslands  sem stækkaði félagssvæði sitt við úrgöngu úr Alþýðusambandinu fyrir nokkrum árum. Í þeirri viðleitni hefur ýmsum meðölum verið beitt sem AFL kærir sig ekki um að fjölyrða um en þykja ekki vönduð.

Félagsmenn okkar hafa síðan verið að koma til baka til AFLs ef þeir hafa þurft að leita aðstoðar Sjómannafélagsins og oftar en ekki fengið óviðunandi úrlausn.  Sem dæmi má nefna að hámarkssjúkradagpeningar Sjómannafélags Íslands eru 470 þús á mánuði eftir 5 ára samfellda félagsaðild.  Hjá AFLi eru það 900 þúsund eftir 6 mánaða félagsaðild.  Ótal önnur dæmi má nefna.

Almennt telur forysta AFLs rétt að taka ekki þátt í umræðu um málefni annarra verkalýðsfélaga.  Ljóst er þó að félagsmenn Sjómannafélags Íslands standa höllum fæti í samskiptum við stjórn Sjómannafélags Íslands því félagið er ekki aðili að Alþýðusambandinu en öll aðildarfélög ASÍ þurfa að hlýta ákveðnum reglum og félagsmenn eiga ætíð málskotsrétt til heildarsamtakanna telji þeir á sér brotið af félagi sínu.  Að mati höfundar þessa pistils er það hins vegar fáheyrð ósvífni af verkalýðsfélagi að reka félagsmann úr félagi vegna gagnrýni á stjórnarhætti. Fara þarf marga áratugi aftur í tímann til að finna einhverjar hliðstæður ef þær þá finnast.

Lesa meira

Uppsagnir hjá Granda

FrystiusV

Myndin tengist ekki fréttinni

Í dag var 11 starfsmönnum Granda hf. í frystihúsi félagsins á Vopnafirði sagt upp störfum. Áður hafði þremur starfsmönnum verið sagt upp og loks eru tveir starfsmenn að hætta af öðrum ástæðum og verður ekki ráðið í stað þeirra.  Fækkun starfa á Vopnafirði eru því 16 störf á stuttum tíma sem myndi jafngilda því að um 5.600 störf hefðu glatast á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt því sem AFL kemst næst eru flestir þeirra sem sagt var upp, af erlendum uppruna og búsettir á Bakkafirði en þar hefur allri fiskvinnslu verið hætt og íbúar hafa sótt vinnu til Vopnafjarðar.

Ennfremur herma fréttir að frekari uppbyggingu frystihússins á Vopnafirði sé hætt.

Þar sem innan við 100 starfsmenn eru starfandi í frystihúsinu sjálfu mun AFL Starfsgreinafélag hafa samband við Vinnumálastofnun og kanna hvort lög um fjöldauppsagnir eigi við.

Nýjir eigendur tóku við stjórn Granda hf á aðalfundi félagsins í vor.

Stjórnendur hjá HB Granda höfðu samband við AFL undir kvöld og mótmæltu því að verið væri að stöðva uppbyggingu frystihússins á Vopnafirði en sögðu að unnið væri að breytingum á fyrirkomulagi á vinnslu á bolfiski og rekstri hússins á milli uppsjávarvertíða.

Stop work-related crime / Należy powstrzymać łamanie prawa na rynku pracy

JednoPrawo            EqualRights

Należy powstrzymać łamanie prawa na rynku pracy

W programie telewizyjnym Kveik przedstawiono sytuację na rynku pracy, a szczególnie łamanie prawa w stosunku do pracowników z zagranicy. Przytoczono przykłady patologii w islandzkim społeczeństwie; poważnej kradzieży poborów, bardzo poważnych wykroczeń związanych z bezpieczeństwem i ochroną pracy, złego traktowania pracowników przez przedsiębiorstwa, co nawet można podciągnąć pod pewnego rodzaju handel ludźmi. Czytaj dalej

Stop work-related crime

Recently the news commentary programme Kveikur presented its investigation into work-related crimes with respect to foreign workers. It showed examples of a serious canker in Icelandic society, which is large scale wage theft, serious violations of the safety and working conditions of foreign workers, ill treatment and conduct by companies that can only, in the worst cases, be described as human trafficking within the labour market. Read more

Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV 2. október 2018 var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki. Þar voru sýnd dæmi um alvarlega meinsemd í íslensku samfélagi sem lýsir sér í stórfelldum launaþjófnaði, alvarlegum brotum gangvart öryggi og aðbúnaði erlendra starfsmanna, illri meðferð og framgöngu fyrirtækja sem þegar verst lætur verður ekki lýst nema sem vinnumansali.

Lesa meira

Skert þjónusta á skrifstofum AFLs 2. nóv. 2018

Vegna náms- og menningarferðar starfsfólks og stjórnar AFLs föstudaginn 2. nóv. 2018 verður þjónusta félagsins skert og má búast við að símsvörun verði hæg.

Skrifstofur á Höfn og Neskaupstað verða opnar frá kl. 9 – 16:00 og á Reyðarfirði frá kl. 9 - 10 og frá 11 – 16:00

Aðrar skrifstofur verða lokaðar

KVENNAFRÍ 2018 - KVENNAVERKFALL

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og sýna  samstöðu með fundi á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera öruggar í vinnunni og í samfélaginu öllu! Kvennafríið í ár er helgað #MeToo.

Þess vegna eru konur hvattar til að ganga út kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og krefjast kjarajafnréttis og öryggis á vinnustað. Baráttufundur verður haldinn á Arnarhóli kl. 15:30 sama dag þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra, Claudie Wilson lögfræðingur og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávarpa fundinn, ásamt því sem að fjöldi kvennakóra og listakvenna munu koma fram. 
Samstöðufundir verða haldnir víðs vegar um landi og eru konur hvattar til að mæta á fund í sinni heimabyggð.

Búast má við að skrifstofum AFLs Starfsgreinafélags verði lokað á þessum tíma nema á Höfn og Vopnafirði - þar sem karlpeningurinn mun vinna.