AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ályktun frá framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands

Verdbolga2022

 
Framkvæmdastjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu sem bitnar hvað harðast á láglaunafólki. Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa áframhaldandi áhrif á hækkandi verðlag. Að mati Starfsgreinasambandsins hafa stjórnvöld misst tökin á húsnæðismarkaðinum sem meðal annars hefur orðið til þess að verðbólga fer áfram vaxandi og mælist nú 7,2%. Húsaleiga og húsnæðiskuldir heimilanna í landinu hafa hækkað gríðarlega sem og matarverð.

Afar mikilvægt er að stjórnvöld bregðist við með hagsmuni launafólks í huga. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að afleiðingar af breyttum ytri aðstæðum bitni ekki harðast á láglaunafólki í landinu og kjörum þess.

Aðalfundur AFLs skorar á stjórn Eflingar að axla forystuhlutverk sitt og koma á sátt á skrifstofu félagsins

Stjornarfundur2022

Fjöldauppsagnir starfsmanna Eflingar Stéttarfélags í Reykjavík ganga þvert gegn grundvallarsjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi eða allt frá upphafi að launafólk gjaldi ekki skoðana sinna eða málflutnings með atvinnumissi og við gerum skýra kröfu til almennra launagreiðenda að þeir mismuni starfsmönnum ekki eða hafi afskipti af þeim vegna stjórnmálaskoðana eða aðildar að stéttarfélögum.

Verkalýðshreyfingin hefur og gert kröfu um að hópuppsagnir séu örþrifaráð fyrirtækja í vanda – örþrifaráð sem ekki sé gripið til fyrr en önnur úrræði séu fullreynd og þá í samráði við Vinnumálastofnun og viðkomandi verkalýðsfélög. Ljóst er að fréttum að ekkert slíkt samráð var haft og engin tilraun gerð til að ná sátt á vinnustaðnum áður en gripið var til þess að segja upp öllu starfsfólki.

Efling er eitt stærsta verkalýðsfélag landins og hefur í áratugi verið í forystu í kjarabaráttu verkafólks. Þúsundir félagsmanna leita til félagsins í hverjum mánuði með margvísleg vandamál en með þeirri miklu starfsmannaveltu sem verið hefur hjá félaginu liðin ár – hefur gríðarleg sérfræðiþekking glatast og finna önnur verkalýðsfélög fyrir því - þar sem félagsmenn Eflingar leita orðið til annarra félaga eftir ráðgjöf og aðstoð.

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags hvetur stjórn Eflingar til að draga uppsagnir starfsmanna til baka og axla forystuhlutverk sitt með því að koma á sátt á vinnustaðnum – félaginu og hreyfingunni allri til farsældar.

 

Ofangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi AFLs Starfsgreinafélags 23. apríl 2022.

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

AFL til godra

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags laugardaginn 23. apríl  2022 kl. 16:00 á hótel Framtíð Djúpavogi

Dagskrá:

 • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
 • Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
 • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
 • Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
 • Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
 • Kjör félagslegra skoðunarmanna
 • Ákvörðun félagsgjalds
 • Önnur mál
 •    Laun stjórnar
 •    Kosning fulltrúaráðs Stapa
 •    Framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Boðið verður upp á kvöldverð að fundi loknum.  Til hægðarauka v. veitinga er æskilegt að félagsmenn skrái sig á fundinn á skrifstofum félagsins í vikunni á undan.  Vinsamlega hafið félgasskírteini meðferðis.

Ársreikningar félagsins, tillögur að reglugerðarbreytingum munu liggja frammi á skrifstofum félagsins frá 15. apríl nk..

Skv. gr. 21 í lögum AFLs þarf að tilkynna framboð til stjórnar í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund. Senda má framboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Ath. Framboð þarf að vera með 20 meðmælendur fullgildra félagsmanna.

AFL Starfsgreinafélag

AFL tekur upp "barneignastyrki" til félagsmanna

newborn

Á aðalfundi AFLs sl. laugardag var samþykkt að taka upp "barneignastyrki" til félagsmanna.  Félagsmenn geta því sótt um "barneignarstyrk" við fæðingu eða ættleiðingu skv. reglum félagsins. Einnig er veitt aðstoð við fósturlát eða andvana fæðingu - ef meðganga hafði staðið lengur en 18 vikur. Fullur barneignastyrkur er kr. 150.000.

Til að fá fullan fæðingarstyrk þarf  viðkomandi að hafa verið greiðandi félagsmaður í að lágmarki 12 mánuði fyrir barnsburð og af launum sem nema að lágmarki lágmarkslaunum skv. kjarasamningum. Af lægra starfshlutfalli eða styttri félagsaðild greiðist hlutfallslegur styrkur.  Ekki er greiddur barneignarstyrkur ef félagsaðild er skemmri en sex mánuðir fyrir barnsburð.

Einnig er hægt að sækja um styrk vegna ættleiðingar barns undir 12 ára aldri enda hafi verulegur kostnaður verið ættleiðingunni samfara.

Ef báðir foreldrar eru félagsmenn fá báðir fullan styrk og ef um tvíburafæðinu er að ræða greiðist tvöfaldur styrkur.

Reglugerðarbreyting Sjúkrasjóðs kemur á heimasíðu félagsins á næstu dögum.  Unnt verður að sækja um fæðingarstyrk á "mínum síðum" á www.asa.is síðar í þessari viku en verið er að setja styrkinn upp í kerfi félagsins.

Ath. - barneignastyrkur gildir frá síðustu áramótum þannig að félagsmenn sem eignast hafa börn frá áramótum eru hvattir til að sækja um síðar í vikunni.

Skrifstofuskólinn samofinn við íslenskukennslu!

 FRÆÐSLUSJÓÐIR 11. APRÍL, 2022  LANDSMENNT

Nýtt og spennandi námskeið fyrir pólskumælandi hjá NTV í samstarfi við MíMI.
polska1

SZKOLA BIUROWA NTV I ISLANDZKI W PRACY BIUROWEJ MÍMIR- KURS ONLINE

W przypadku pracy biurowej znajomosc komputera jest kluczowa. Oferujemy Panstwu szkolenie biurowo-komputerowe, które jest skierowane do osób pragnacych rozszerzyc swoje umiejetnosci zawodowe lub zmienic profil zatrudnienia. Kurs obejmuje równiez nauke jezyka islandzkiego potrzebnego do pracy w biurze. Kurs jest przeznaczony glwwnie dla osób z niepelnym wyksztalceniem. Kolejny kurs rozpoczyna sie 25 kwietnia i potrwa do 10 czerwca 2022. Zapisy trwaja.

https://www.ntv.is/is/namskeid/view/szko-322-a-biurowa-ntv-kurs-onlinethttps://www.ntv.is/is/namskeid/view/szko-322-a-biurowa-ntv-kurs-online

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi