AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Svona gerir maður ekki!

Inkedað leggja bíl II

Ein algengasta kvörtun sem umsjónarmönnum íbúðanna í Stakkholti berast er vegna kæruleysi og tillitsleysi annarra leigjenda sem ýmist leggja í vitlaus stæði eða leggja eins og þegar Palli var einn í heiminum.  Á myndinni má sjá hvernig bíl er lagt inn á nágrannastæðið og þar sem fólkið þeim megin hafði ekki tök á að færa vegginn - varð það nánast að skríða út um skottið.

Það er algengt að Austfirðingar aki suður eftir vinnu og koma því í Stakkholt um og jafnvel talsvert eftir miðnætti og þegar fólk finnur svo bíl í stæðinu sínu eftir 9 tíma akstur  - getur það verið verulega leiðinlegt.  Þeir starfsmenn sem sinna neyðarþjónustu vegna hússins eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að vera vaktir upp að næturlagi vegna bílastæðismála og því er ljóst að beita þarf einhverjum viðurlögum til að fá fólk til að virða sjálfsagða mannasiði í bílskýlinu.

Brosum í umferðinni og alla leið inn í stæði og leggjum eins vel og unnt er og sýnum nágrönnum okkar tillitssemi.

AFL sendir blaðamönnum baráttukveðju! Verkfalli aflýst!

Tökumenn, ljósmyndarar og blaðamenn á vefmiðlum leggja niður störf í dag eins og tvo síðustu föstudaga og skv. fréttum verður ekki boðað til fundar í kjaradeilu blaðamanna fyrr en eftir helgi.  AFL Starfsgreinafélag sendir blaðamönnum og Blaðamannafélagi Íslands baráttukveðjur í þessari kjarabaráttu og fordæmir hvers kyns verkfallsbrot sem beina atlögu gegn kjörum og afkomu launafólks.

Það er æ ljósara hversu þýðingamiklu hlutverki faglegir blaðamenn gegna í nútíma samfélagi - þar sem falsfréttir og grímulaus áróður hefur heltekið samfélagsmiðla og þannig skekkt verulega þá heimsmynd sem blasir við almenningi.  Heiðarleg og málefnaleg umræða um mál samtímans eru undirstaða lýðræðis og frelsis einstaklinganna í samfélaginu.  Þar gegna blaðamenn lykilhlutverki.

Jól og áramót í orlofshúsum og íbúðum

Úthlutun í orlofsíbúðir AFLs á Akureyri og í Reykjavík var í gær.  Alls bárust 103 umsóknir.  Í fyrstu umferð var dregið á milli þeirra sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár og síðan milli þeirra sem áður hafa fengið úthlutað. Dregið var að milli allra þeirra sem ekki fengu úthlutað til að ákvarða stöðu þeirra á biðlista.  Aðeins bárust tvær umsóknir í íbúðir félagsins á Akureyri og hafa því umframvikur verið settar á vef félagsins - fyrstu kemur fyrstur fær.  Í Reykjavík var öllum íbúðum úthlutað.

Gjalddagi staðfestingargreiðslu úthlutaðra íbúða er á morgun og verður þá ógreiddum íbúðum úthlutað að nýju til þeirra sem eru á biðlista. Nokkrir hafa látið vita að þeir muni ekki nýta úthlutunina og hefur þeim íbúðum verið endurúthlutað.

Staðfestingargjald v. íbúða er kr. 5.000 og er það óendurkræft. Leiguverð er óbreytt.  Mikilvægt er að félagsmenn sem ekki ætla að nýta sér að hafa fengið úthlutað láti vita sem fyrst því enn eru 11 manns á biðlista og hafa ekki fengið úrlausn ennþá.  Félagsmenn geta ennþá óskað eftir stöðu á biðlista en koma þá aftan við þá sem sóttu um innan frests.

Ath. Orlofsíbúðir eru aðeins leigðar í  viku í senn um jól og áramót - þ.e. frá 20. des - 27. des og frá 27. des - 3. jan.  Sama gildir um orlofshús félagsins í Lóni, Einarsstöðum, Illugastöðum og í Ölfusi. Ekki er úthlutað orlofsdvölum í húsin yfir hátíðirnar - heldur er hægt að bóka íbúðirnar á vef félagsins.

Vinningshafar í Gallup könnun!

Dregið hefur verið í happadrætti Gallup könnunar AFLs og Einingar.  Vinningshafar AFLs eru

 

Guðni Þór Steindórsson - 150.000 kr.

Gísli Valur Björnsson - 50.000 kr.

Bjarnheiður Jónsdóttir, vikudvöl í íbúð AFLs

Hulda Valdís Gunnarsdóttir, vikudvöl í íbúð AFLs

 

Formannafundur Sjómannasambandsins í Neskaupstað

SSÍÍ

dag hófst tveggja daga formannafundur Sjómannasambands Íslands á Neskaupstað.  Fundurinn er haldinn í Safnahúsinu - innan um muni og minjar sem tengjast sjósókn.

Um tuttugu formenn sjómannafélaga og sjómannadeilda um land allt sækja fundinn - sem haldinn er m.a. til undirbúnings komandi kjaraviðræðna.

Formaður Sjómannasambandsins er Valmundur Valmundarson.