AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn brotastarfsemi

Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni. ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.

Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.

Lagt er til að löggjöf og regluramminn verði treystur og bætt úr núverandi göllum. Þá er lagt til að samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins gegn svikastarfseminni verði formbundið til framtíðar.

Helstu tillögur starfshópsins eru:

  • Sett verði lög sem hafa að markmiði að stöðva kennitöluflakk og misnotkun félögum með takmarkaða ábyrgð (hlutafélög og einkahlutafélög). Þar verði horft til sameiginlegra tillagna ASÍ og SA.
  • Heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður (atvinnurekstrarbann).
  • Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.
  • Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.
  • Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.
  • Þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði (Lögreglan, Ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun) og aðilar vinnumarkaðarins geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.
  • Refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna vegna ítrekðra brota gegn starfsmönnum verði útvíkkuð.
  • Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, t.a.m. með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum.

Alþýðusamband Íslands gerir kröfur til þess að tillögunum verði fylgt fast eftir. Mörgum þeirra má þegar hrinda í framkvæmd á meðan aðrar kalla á frekari vinnu og útfærslur. Til að svo megi verða þarf pólitískan vilja og skuldbindingu stjórnvalda.

ASÍ mun í viðræðum við stjórnvöld, í tengslum við gerð kjarasamninga, leggja ríka áherslu að allt verði gert til að sporna við félagslegum undirboðum, mansali og annari brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Stöðvum félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Yfirlýsing Alþýðusambands Íslands

Páskaúthlutun í orlofshúsum AFLs 2019

Paskar2019

Umsóknarfrestur fyrir orlofsdvöl í orlofshúsum AFLs páskavikuna 17.- 24. april 2019 er til og með 26. febrúar, úthlutun fer fram á skrifstofu félagisns á Egilsstöðum kl.15:00 þann 27. feb.

Orlofshús sem eru í boði eru á Einarsstöðum, Illugastöðum, Klifabotni og í Ölfusborgum. Sækja þarf um á þar til gerðu eyðublaði

Saga Alþýðusambandsins

Saga Alþýðusambandsins er komin út á rafrænu formi og er full ástæða til að hvetja fólk til að skoða. Höfundur verksins er Sumarliði Ísleifsson, málmsmiður og sagnfræðingur. 

Verkið er í tveimur bindum og rekur sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi í máli og myndum og er mikilvæg heimild um lífskjör og lífsbaráttu alþýðunnar í eitt hundrað ár.  Verkið hefur verið búið sérstaklega til útgáfu á netinu.

https://asisagan.is/

Orlofsíbúðir hækkun

Samkvæmt stjórnarsamþykkt fyrir 2 árum – hækkaði verð í orlofsíbúðum um 3,7% í janúar 2019 – það jafngildir 12 mánaða verðbólgu frá des. 2017 – des. 2018 skv. hagstofunni.

Eingreiðslur ríki og sveitafélög

Eingreiðslur til félagsmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.
Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum í kjarasamningum:

Sveitarfélög
Sérstök eingreiðsla, kr. 42.500, greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019.
Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember

Ríkið
Sérstök eingreiðsla, 45.000 kr., greiðist þann 1. febrúar til þeirra sem eru í fullu starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.

Per­sónu­afslátt­ur og skatt­leys­is­mörk hækka

Frétt 08 01 2014 710x606

Per­sónu­afslátt­ur ein­stak­linga verður 677.358 kr. fyr­ir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árleg­ur per­sónu­afslátt­ur hækk­ar sam­kvæmt því um 30.619 kr. milli ár­anna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði. Hækk­un per­sónu­afslátt­ar nem­ur 4,7%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Þar kemur einnig fram að skatt­leys­is­mörk tekju­skatts og út­svars verða 159.174 kr. á mánuði að teknu til­liti til 4% lög­bund­inn­ar iðgjalds­greiðslu launafólks í líf­eyr­is­sjóð sam­an­borið við 151.978 kr. á mánuði árið 2018. Hækk­un skatt­leys­is­marka milli ára nem­ur 4,7%.

Þegar tekj­ur ná skatt­leys­is­mörk­um byrj­ar launamaður að greiða út­svar til sveit­ar­fé­lags síns. Launamaðurinn byrj­ar hins veg­ar ekki að greiða tekju­skatt til rík­is­ins fyrr en tekj­ur ná 261.329 kr. á mánuði árið 2019, sam­an­borið við 249.514 kr. á mánuði árið 2018.

Í ný­samþykkt­um lög­um um breyt­ing­ar á tekju­skatti ein­stak­linga skulu þrepa­mörk tekju­skatts á ár­inu 2019 nú upp­reiknuð í réttu hlut­falli við hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs næstliðna tólf mánuði í staðinn fyr­ir breyt­ing­ar á launa­vísi­tölu. Þrepa­mörk tekju­skatts verða sam­kvæmt því við 11.125.045 kr. árs­tekj­ur, eða 927.087 kr. á mánuði fyr­ir næsta ár, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar er einnig bent á að trygg­inga­gjald lækk­ar um 0,25 pró­sentu­stig um ára­mót­in.

Hægt er að lesa sig til um skatthlutföll einstaklinga vegna ársins 2019, persónuafsláttur á vef ríkisskattstjóra 

Þessi frétt er tekin af vef Starfsgreinasambandsins, www.sgs.is

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi