AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kynning og afgreiðsla nýrra samninga/ Presentation of new contract/ Prezentacja nowej umowy zbiorowej

Fiskvinnslan

Kynning og afgreiðsla nýrra samninga
Unnið er að gerð kynningarefnis um nýjan kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi.  Upp úr helgi ætti efnið að verða til og verður þá m.a. birt hér á heimasíðu félagsins - á íslensku, pólsku og ensku.  Þá er verið að undirbúa kynningarfundi sem haldnir verða á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins.  Ef félagsmenn óska eftir kynningu á vinnustað sinn þá er þeim bent á að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í gegnum trúnaðarmann sinn og mun félagið verða því við þeim óskum eftir fremsta mætti.

Kjarasamningurinn verður afgreiddur í atkvæðagreiðslu á heimasíðu AFLs - á mínum síðum.  Því er mikilvægt fyrir félagsmenn að tryggja sér aðgang að "mínum síðum" en til þess þarf farsímanúmer og/eða netfang að vera skráð í kerfum AFLs.  Hægt er að koma þessum upplýsingum áleiðis til félagsins með pósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Opnað verður fyrir kosningu seinnipart næstu viku eða um svipað leyti og kynningar hefjast.


Presentation of new contract
A new general contract for members of AFL working in the general sector was signed last night.  Presentation material is being prepared and will be published next week on this website in English, Polish and Icelandic.  Presentations will be conducted in most urban areas within AFL´s operational area - and members who wish a presentation to be given at their place of work can contact the uniona through This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. or via their Union representative.

The contract will be ratified by general vote by members and the voting will be on "my pages" of AFL. See instructions.  To access "my pages" members need to have their email addresses and mobile numbers registered at the union.  An email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. can be used to register.


Prezentacja nowej umowy zbiorowej
Trwają prace nad materiałem prezentacyjnym dotyczącym nowej umowy zbiorowej podpisanej wczoraj w godzinach wieczornych.
Po niedzieli materiał powinien być już gotowy i będzie między innymi opublikowany na naszej stronie – w języku islandzkim, polskim i angielskim.

Umowa zbiorowa będzie poddana głosowaniu – po zalogowaniu się na stronie AFLu. Zobacz instrukcje 
Aby móc uzyskać dostęp do „moich stron” na stronie asa.is , należy dokonać rejestracji swojego numeru telefonu komórkowego i / lub adresu e-mail w systemie AFLu.
Informacje te można przesłać do Związku pocztą na adres
Głosowanie zostanie otwarte w przyszłym tygodniu lub mniej więcej w tym samym czasie, gdy zaczną się This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. prezentacje nowej umowy zbiorowej.

Kynning og afgreiðsla nýrra samninga

Unnið er að gerð kynningarefnis um nýjan kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi.  Upp úr helgi ætti efnið að verða til og verður þá m.a. birt hér á heimasíðu félagsins - á íslensku, pólsku og ensku.  Þá er verið að undirbúa kynningarfundi sem haldnir verða á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins.  Ef félagsmenn óska eftir kynningu á vinnustað sinn þá er þeim bent á að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í gegnum trúnaðarmann sinn og mun félagið verða því við þeim óskum eftir fremsta mætti.

Kjarasamningurinn verður afgreiddur í atkvæðagreiðslu á heimasíðu AFLs - á mínum síðum.  Því er mikilvægt fyrir félagsmenn að tryggja sér aðgang að "mínum síðum" en til þess þarf farsímanúmer og/eða netfang að vera skráð í kerfum AFLs.  Hægt er að koma þessum upplýsingum áleiðis til félagsins með pósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Opnað verður fyrir kosningu seinnipart næstu viku eða um svipað leyti og kynningar hefjast.

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar

Almenn deild

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 12. apríl  kl. 17:30 – að Búðareyri 1, Reyðarfirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar

AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

Fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

Hafið samband við næstu skrifstofu varðandi skipulag ferða á fundinn.

_

Dagskrá:

  1. Skýrsla formanns
  2. Kjör stjórnar
  3. Kjaramál
  4. Önnur mál

Nýr kjarasamningur

Undirritun kjaras 2019

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði.

Helstu atriði nýs kjarasamnings

  • Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
  • Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
  • Lægstu laun hækka mest – 30% hækkun á lægstu taxta
  • Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans (mestu breytingar í tæpa hálfa öld)
  • Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
  • Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
  • Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði


Almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf

  • apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
  • apríl 2020 18.000 kr.
  • janúar 2021 15.750 kr.
  • janúar 2022 17.250 kr.


Kauptaxtar hækka sérstaklega

  1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
    1. apríl 2020 24.000 kr.
    1. janúar 2021 23.000 kr.
    1. janúar 2022 26.000 kr.

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.
2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

  • apríl 2019: 317.000 kr. á mánuði
  • apríl 2020: 335.000 kr.
  • janúar 2021: 351.000 kr.
  • janúar 2022: 368.000 kr

Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)

  • 2019: 92.000 kr.
  • 2020: 94.000 kr.
  • 2021: 96.000 kr.
  • 2022: 98.000 kr.


Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

  • Maí 2019: 50.000 kr.
  • Maí 2020: 51.000 kr.
  • Maí 2021: 52.000 kr.
  • Maí 2022: 53.000 kr.

Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi:

  1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
  2. Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
  3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.

Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendurnefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.

Styðjum félaga okkar í verkfalli!

verkfalli

AFL Starfsgreinafélag vill ítreka stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar og VR svo og annarra félaga,  sem boðaðar hafa verið.  AFL beinir því til félagsmanna sem starfa kunna utan félagssvæðis AFLs og sinna störfum sem falla undir kjarasamninga þessara félaga og undir boðuð verkföll - að virða löglega boðuð verkföll og sinna ekki þeim störfum sem undir þau falla.

Í verkfalli SGS félaga 2015 bar nokkuð á því að t.d. bílstjórar sem óku á Austurlandi og tilheyrðu t.d. Eflingu, töldu sig ekki þurfa að virða verkfall AFLs.  Það var þá einróma skilningur allra aðildarfélaga Alþýðusambandsins að þó svo að starfsmenn tilheyrðu ekki því félagi sem boðað hafði verkfall - tók verkfallsboðunin til viðkomandi ef hann vann starf sem féll undir verkfallsboðun og á félagssvæði þess félags sem boðað hafði verkfall.

Á mínum síðum AFLs Starfsgreinafélags verður á næstu dögum opnað fyrir móttöku umsókna um styrk úr verkfallsjóði félagsins - vegna þátttöku í verkföllum utan félagssvæðis.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi