AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sömu laun fyrir sömu vinnu. Sambærileg kjör fyrir sambærileg störf

thumb_verdursamidvaflAFL Starfsgreinafélag hefur krafist sérstaks kjarasamnings um störf á vegum undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls frá því verksmiðjan tók til starfa. Þeirri kröfu hefur verið hafnað hingað til en nú hefur félagið vísað kröfunni sem sjálfstæðri vinnudeilu til ríkissáttasemjara. AFL Starfsgreinafélag lítur á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls sem sérstakt atvinnusvæði og að allir sem koma að starfssemi þar eigi að njóta sambærilegra kjara.
Stór hluti starfsmanna undirverktaka vinnur nákvæmlega sömu störf og unnin eru af starfsmönnum ALCOA – en á öðrum kjörum.

Lesa meira

Lamb Inn, Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit,

thumb_lambinnAFL gerði samkomulag við Lamb Inn, Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit. Aukast því gistimöguleikar félagsmanna sem leið eiga í Eyjafjarðarsveit.
Bóka þarf gistingu hjá Lamb Inn í síma 4631500, tilgreina að greitt verði með gistimiða, gistimiðann kaupir félagsmaður svo á næstu skrifstofu AFLs fyrir brottför.

Lesa meira

Ódýrt flug fyrir félagsmenn AFLs

thumb_ernirAfl Starfsgreinafélag hefur gert samkomulag við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld  fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Verð fyrir aðra leið er 8.000 krónur og  er nafn félagsmanns ritað á miðann við kaup á honum. Miðarnir verða seldir á skrifstofum AFLs á Hornafirði og Djúpavogi frá og með 25. nóvember n.k.

Lesa meira

Yfirlýsing frá samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna kjaraviðræðna SGS við SA

starfsgrViðræður vegna kjarasamninga hafa nú ratað inn í auglýsingatíma sjónvarpsins með auglýsingu sem SA birti í gærkveldi. Þar er varað við hækkun launa umfram 2%. Flestir leggjast nú á eitt að koma í veg fyrir að launafólk fái launahækkanir í kjarasamningum sem eru lausir í lok mánaðarins en það er fáheyrt að samtök atvinnurekenda fari frekar í auglýsingaherferðir en að tala við samningsaðila við samningaborðið. Starfsgreinasamband Íslands lagði fram kröfur sínar um síðustu mánaðarmót og þeim var hafnað samstundis. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að setjast við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins en fátt hefur verið um svör.

Lesa meira

Desemberuppbót 2013

Um þessar mundir er verið að greiða út desemberuppbót, á almennum markaði skal greiða desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Upphæðir sem starfsmenn fá greidda er misjöfn milli kjarasamninga. Fólk á almennum markaði, iðnaðarmenn/iðnnemar og starfsmenn bændabýla/línu fá 52.100 kr. Verslunar og skrifstofufólk 59.200, sveitafélögin greiða 80.700 kr. en Álverið greiðir hæðst eða 213.000 kr. sjá nánar hér.

Lesa meira

Verðbólgan er þér að kenna!

Skv. auglýsingu sem Samtök Atvinnulífsins sýndi í gærkvöldi er verðbólga launafólki að kenna og þeirri ósvífni launafólks að krefjast hærri launa.  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands er ekki á sama máli og sá ekki ástæðu til að mæta á boðaðn samningafund í morgun. Þess í stað var stóra samninganefnd SGS boðuð til fundar í dag og ályktunin sem birtist hér neðan á síðunni samþykkt.  Ennfremur var samþykkt að leita samráðs við önnur landssambönd vegna komandi kjarasamninga.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi