AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómannadeild aðalfundur 28. des. kl. 14:00

thumb_togariAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði laugardaginn 28. desember kl. 14:00

Dagskrá:

1. Skýrsla formanns um liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

Lesa meira

Sveitarfélög - engar hækkanir

thumb_penStjórn AFLs Starfsgreinafélags skorar á sveitarfélögin, og þá sérstaklega sveitarfélögin á félagssvæðinu sem boðað hafa hækkanir á gjaldskrám að draga þær til baka, líkt og mörg sveitarfélög hafa boðað. Sveitarfélögin þurfa líkt og aðrir að axla ábyrgð á verðbólgunni. Þessa dagana standa öll spjót að launafólki að sýna hógværð og AFL krefst þess að atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög taki þátt í þeirri vegferð.

Lesa meira

"Norðfjarðargöng" samningur gerður við Metrostav

thumb_06-referenceKjarasamningur hefur verið gerður milli AFLs Starfsgreinafélags og Metrostav vegna vinnu við gerð Norðfjarðarganga (concerning the tunneling of „Norðfjarðargöng). Um atriði sem kjarasamningurinn tekur ekki til gilda ákvæði almenns kjarasamnings AFLs og SA og Stórframkvæmdasamnings ASÍ við SA þar sem við á. On issues other than stipulated in this contact – the terms in AFL‘s general agreement with SA and the terms in ASÍ‘s Agreement with SA on „large projects“ – apply. Sjá samning (see contract) 

Lesa meira

Verkalýðsfélög eiga að taka afstöðu

thumb_afstada83% félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags telja að verkalýðsfélög eigi að taka skýra afstöðu og jafnvel forystu í samfélagsmálum.  Þessi skoðun er jafnvel ákveðnari meðal félagsmanna Einingar - Iðju eða 86%.  Hins vegar eru félagsmenn ekki fylgjandi því að forystumenn verkalýðsfélaga gefi kost á sér til forystu í stjórnmálaflokkum.

Einungis 24% AFLs félaga og 31% Einingarfélaga eru hlynnt því að forystumenn verkalýðsfélaga gefi kost á sér til forystustarfa í stjórnmálaflokkum.

Lesa meira

Launafólki ögrað til átaka

Á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags var samþykkt ályktun vegna stöðu í kjaraviðræðum.  Í ályktun fundarins er skorað á stjórnvöld að draga til baka fyrirhugaðar lækkanir barnabóta og vaxtabóta og hækka persónuafslátt.  Ennfremur er því velt upp hvort ríkisvaldið og atvinnurekendur séu að ögra launafólki til aðgerða.  Ályktunin er birt hér að neðan.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi