Samningamenn boðaðir suður
Aðalfundir deilda
Aðalfundir deilda AFLs Starfsgreinafélags verða haldnir sem hér segir í samræmi við lög félagsins.
Hiksti í samningaviðræðum!
Samningaviðræður AFLs við viðsemjendur eru að mestu í biðstöðu þessa dagana - en þó ganga viðræður félagsins við ALCOA Fjarðaál skv. áætlun og er ennþá stefnt að því að ljúka samningum við fyrirtækið í byrjun maí eins og samkomulag félagsins við ALCOA í desember sl. gerði ráð fyrir. Fundum um almenna kjarasamninga hefur verið frestað og sérkjarasamningaviðræður eru flestar í biðstöðu.
Úthlutun orlofshúsa AFLs Starfsgreinfélags 2011
Úthlutað verður orlofstímabilum í orlofshúsum AFLs Starfsgreinfélags á opnum fundi félagsins sem haldinn verður að Búðareyri 1, Reyðarfirði, fimmtudaginn 14. apríl nk kl. 19:30. Orlofstímabilum verður úthlutað skv. reglum félagsins og verður dregið úr jafnréttháum umsóknum þar sem fleiri en ein berast í sama hús á sama tímabili. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutað sl. þrjú ár njóta forgangs. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum
Orlofsstjórn AFLs Starfsgreinafélags