AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

SGS leggur fram samningstilboð

SGS hefur lagt fram tilboð að kjarasamningi við SA. Tilboð SGS hljóðaði upp á samning til eins árs með 15.000 kr. taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5% svo og hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200.000 kr.  Auk þess sem SGS lagði áherslu á að þar sem samkomulag hefur náðst í sérmálum undanfarnar vikur – héldi það samkomulag inn í nýjan samning.

Lesa meira

Samningamenn boðaðir suður

Samningamenn AFLs vegna fiskimjölsverksmiðja og vegna samningaviðræðna við Eimskipafélagið vegna starfa við Mjóeyrarhöfn, voru um kvöldmatarleyti kallaðir til fundar í húsi sáttasemjara í fyrramálið. Ríkissáttasemjari hefur boðað fund í deilu AFLs og Drífanda við SA vegna bræðslusamninga og sömuleiðis vegna deilu AFLs við SA/Eimskipafélagið vegna Mjóeyrarhafnar.

Lesa meira

Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda AFLs Starfsgreinafélags verða haldnir sem hér segir í samræmi við lög félagsins.

 

Lesa meira

Hiksti í samningaviðræðum!

Samningaviðræður AFLs við viðsemjendur eru að mestu í biðstöðu þessa dagana - en þó ganga viðræður félagsins við ALCOA Fjarðaál skv. áætlun og er ennþá stefnt að því að ljúka samningum við fyrirtækið í byrjun maí eins og samkomulag félagsins við ALCOA í desember sl. gerði ráð fyrir. Fundum um almenna kjarasamninga hefur verið frestað og sérkjarasamningaviðræður eru flestar í biðstöðu.

Lesa meira

Úthlutun orlofshúsa AFLs Starfsgreinfélags 2011

Úthlutað verður orlofstímabilum í orlofshúsum AFLs Starfsgreinfélags á opnum fundi félagsins sem haldinn verður að Búðareyri 1, Reyðarfirði, fimmtudaginn 14. apríl  nk kl. 19:30. Orlofstímabilum verður úthlutað skv. reglum félagsins og verður dregið úr jafnréttháum umsóknum þar sem fleiri en ein berast í sama hús á sama tímabili. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutað sl. þrjú ár njóta forgangs. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum  

Orlofsstjórn AFLs Starfsgreinafélags

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi