Færeysk verkalýðshreyfing segir upp viðskiptum við Norrönu
Færeysku verkalýðsfélögin, sem hafa haft margvísleg viðskipti við Smyril Line, vegna Norrönu, hafa hætt við fyrirhuguð námskeið um borð og önnur viðskipti, á meðan íslenskt launafólk er meðhöndlað sem annars flokks þegnar, í boði Sjómannafélags Íslands. sjá færeyskan vefmiðil. Mikil ólga er um borð eftir að útgerðin með aðstoð Sjómannafélags Íslands, áður Sjómannafélags Reykjavíkur, fór að skerða laun íslenskra áhafnarmeðlima um meira en 30%.