AFL starfsgreinafélag

Flestar skrifstofur AFLs lokaðar

thumb_lokadSkrifstofur AFLs Starfsgreinafélags, nema á Höfn og á Norðfirði,  verða lokaðar fimmtudaginn 24. okt til mánudags 28. okt. vegna starfsmannaferðar.  Skrifstofur félagsins opna á venjulegum tíma þriðjudaginn 29. október. Veitt verður lágmarksþjónusta á meðan lokunni stendur og tveir starfsmanna félagsins munu reyna að annast símsvörun. Skrifstofur félagsins á Höfn og Norðfirði verða opnar eins og venjulega. 
Félagið minnir á að félagsmenn geta sjálfir leigt orlofsíbúðir á vefnum
www.orlof.asa.is

Íbúðir yfir jóla og áramót

thumb_205_bordstofaUmsóknir um íbúðir fyrir jóla og áramótatímabilið þurfa að hafa borist til okkar fyrir 31.október n.k. Úthlutun fer fram 4. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað og stefnt er að því að svör hafi borist umsækjendum fyrir miðjan nóvember.
umsóknareyðublað.

Lesa meira

Alþjóðleg aðgerðavika hjá ALCOA

alcoa_leafletNú stendur yfir alþjóðleg aðgerðavika verkalýðsfélaga sem starfa í ALCOA verksmiðjum.  Félögin krefjast sanngjarnra launa en í vetur verða viðræður um kjarasamninga í tugum verksmiðja ALCOA í öllum heimsálfum.  Ennfremur krefjast verkalýðsfélög þess að ALCOA viðurkenni grundvallar mannréttindi sem felist í því að skipuleggja verkalýðsfélög og að samningsréttur þeirra sé virtur.

 

Lesa meira

Alþjóðleg aðgerðavika hjá ALCOA

alcoa_leafletNú stendur yfir alþjóðleg aðgerðavika verkalýðsfélaga sem starfa í ALCOA verksmiðjum.  Félögin krefjast sanngjarnra launa en í vetur verða viðræður um kjarasamninga í tugum verksmiðja ALCOA í öllum heimsálfum.  Ennfremur krefjast verkalýðsfélög þess að ALCOA viðurkenni grundvallar mannréttindi sem felist í því að skipuleggja verkalýðsfélög og að samningsréttur þeirra sé virtur.

 

Lesa meira

Starfsmenn grunnskóla og leikskóla funda

img_1091Starfsdagur grunnskólastarfsmanna í AFLi Starfsgreinafélagi var haldinn í dag og söfnuðust þátttakendur úti í góða veðrið til að leggja í eina mynd af hópnum.  Alls voru tæplega 60 manns á fundinum en þegar myndin var tekin höfðu nokkrir þátttakenda þurft að yfirgefa svæðið.  Dagskráin hófst um kl. 10 í morgun og lýkur nú um kvöldmatarleyti með hátíðarkvöldverði í boði félagsins.

Lesa meira

Grunnskólastarfsmenn í AFLi!

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 13. september n.k. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði.
Dagskrá og nánari upplýsingar hjá félaginu. AFL sér um skipulag ferða

Skráning í  4700300 eða  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi miðvikudaginn 11. september.

Lesa meira