AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

GT óskar rannsóknar - gott mál segir AFL

Í dag sendi fyrirtækið GT verktakar út fréttatilkynningar þar sem AFL Starfsgreinafélag er sagt hafa vænt tvo einstaklinga, starfsmenn GT, um fjárdrátt. Undirritaður, framkvæmdastjóri AFLs kannast ekki við að félagið hafi vænt nokkra einstaklinga um fjárdrátt  -  en forráðamenn GT vita ef til vill best hvað varð um þann mun greiddra launa og reiknaðra samkvæmt launaseðlum, sem starfsmenn fyrirtækisins segja hafa vantað í launaumslög sín.

Lesa meira

Þing SGS skorar á Jóhönnu

Á meðan þing SGS stendur í Reykjavík dvelja 13 Letta í skjóli AFLs á Egilsstöðum eins og fram hefur komið fram í fréttum. Í gær bárust þær fréttir inn á þing SGS að lögreglan vildi ekki taka skýrslur af mönnunum þrátt fyrir ásakanir um að þeir hefðu með þvingunum og hótunum verið látnir kvitta fyrir mun hærri launum en greidd voru. Skýring lögreglu ku hafa verið að refsiákvæði vantaði í lög um atvinnuréttindi erlendra starfsmanna.

Af þessum sökum leituðu fulltrúar AFLs til félaga sinna á þinginu og meðfylgjandi áskorun var samþykkt.

Lesa meira

Bæjarstarfsmenn - endurmat á leiðinni

Úrskurðarnefnd um starfsmat, vegna starfa starfsmanna sveitarfélaga er starfa samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaganna hittist næst 15. október og tekur þá fyrir um 200 endurmatsbeiðnir sem bárust í endurmatsferlinu í vor. Alls bárust endurmatsbeiðnir frá 38 sveitarfélögum og þar af voru um 15 beiðnir frá 4 sveitarfélögum á félagssvæði AFLs. Verði endurmatsbeiðnir teknar til greina geta laun viðeigandi starfsmanna hækkað og gildir þá hækkunin frá janúar 2005.

Átaki fagnað en................

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags fjallaði í gærkvöld um boðað átak Vinnumálastofnunar í málefnum erlends launafólks. Í ljósi þess að veruleg umræða átti sér stað í þjóðfélaginu eftir að í ljós koma að fjöldi óskráðra verkamanna var við störf á Kárahnjúkasvæðinu

Lesa meira

Hnattvæðing - kjaramál

„Leiðréttum misréttið" er yfirskrift þings SGS sem hefst seinnipartinn í dag á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Viðfangsefni þingsins verða kjaramál í ljósi komandi kjarasamninga en einnig verður fjallað um fyrirhugaðar breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti. Málþing um hnattvæðingu ofl. 

Lesa meira

Tölvupóstur og kæra

Tölvupósturinn sem kom málinu af stað. Þessi póstur barst á skrifstofu AFLs 3. okt. sl. og þá fóru hjólin að snúast. Þá um kvöldið fór túlkur AFLs með yfirtúnaðarmanni Oddi Friðrikssyni og hitti mennina í vinnubúðum þeirra á Kárahnjúkum. Morgunin eftir stöðvaði félagið ferð mannanna á Egilsstaðaflugvelli.

Dear Sir or Madam:
We, the undersigned citizens of the Republic of Latvia, are writing you with request for your help in representing our interests and legal rights in connection with our employment at GT Verktakar ehf.
[GT Verktakar ehf forced us, with threats that we would otherwise have to return to Latvia, to sign employment contracts which contained provisions with regard to compensation that do not reflect our real income in Iceland.] Moreover, we are not paid for overtime and night shifts, which we understand that we are entitled to under the law. While on night shifts, we were forced to acknowledge with our signatures additional compensation, which we have not received in reality. In addition, we were not provided with copies of our employment agreements.
Any inquiries with GT Verktakar ehf have been unsuccessful so far, and we have received further threats, as detailed above. Therefore, we ask your help in representing our interests and legal rights in this matter.
Yours sincerely,

Undir þetta voru nöfn starfsmanna GT verktaka og síðan þá hafa þeir ritað eigin hendi undir þennan tölvupóst.

Kæra lögmanns AFLs fyrir hönd starfsmanna GT verktaka.

Egilsstöðum, 4. október 2007

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Lárus Bjarnason,
Bjólfsgötu 7 
710 Seyðisfirði.

Lögreglan á Egilsstöðum,
Óskar Bjartmarz,Bjólfsgötu
Lyngási 15
700 Egilsstöðum.

Varðar: Kæru á ætluðum brotum GT verktaka ehf. gegn 13 starfsmönnum sínum.
Undirrituð starfar sem lögmaður AFLs Starfsgreinafélags Austurlands. Meðfylgjandi eru umboð 13 starfsmanna GT verktaka ehf. til undirritaðrar og AFLs. Fyrir hönd starfsmannanna sem um ræðir er lögð fram kæra og óskað eftir lögreglurannsókn á eftirtöldum atriðum:

(A) Óskað er eftir rannsókn á því hvort umræddir starfsmenn hafi skrifað undir ráðningarsamninga þann dag sem tilgreindur er í þeim eða hvort dagsetningarnar séu falsaðar. Óskað er eftir því að það verði rannsakað um leið hvort starfsmenn hafi verið neyddir til þess gegn vilja sínum að taka þátt í fölsun gagna til opinbers aðila, nánar tiltekið Vinnumálastofnunar

(B) Óskað er eftir rannsókn á því hvort starfsmenn hafi á einhvern hátt verið þvingaðir til þess með ólögmætum hótunum að skrifa undir skjöl þess efnis að þeir hafi móttekið mun hærri launagreiðslur frá félaginu en þeir höfðu í raun og verið móttekið. Óskað er eftir því að það verði rannsakað um leið hvort starfsmenn hafi verið neyddir til þess gegn vilja sínum að taka þátt í fölsun gagna til opinbers aðila, nánar tiltekið Vinnumálastofnunar.

Sérstaklega er óskað eftir rannsókn á því hvort vinnuveitandi starfsmannanna hafi nýtt aðstöðumun þann sem er á honum og starfsmönnunum er til að afla sér fjár með ólögmætum hætti. Með þeim hætti kynni hann að hafa notfært sér neyð þessara starfsmanna og atvinnuástand í heimalandi þeirra, það að þeir eru honum algjörlega háðir og eins fákunnáttu þeirra á íslenskum vinnurétti, allt í auðgunarskyni. Í kjölfarið hafi hann reynt að hylma yfir slóð sína með rangri skýrslugjöf til opinberra aðila og jafnvel neytt starfsmenn til þátttöku í henni. Óskað er eftir því að teknar verði skýrslur af öllum umræddum starfsmönnum og skýrslutökur hefjist í dag þar sem starfsmönnunum hefur verið sagt upp störfum og þeir munu vera á leið úr landi á hverri stundu. Í skýrslunum þyrfti að fara nákvæmlega yfir þessa meintu nauðung og eins fá upplýsingar frá hverjum og einum starfsmanni um hversu mikið þeir hafi fengið greitt, hversu mikið þeir voru látnir kvitta undir að hafa fengið greitt og að lokum með hvaða hætti þessi ranga undirskrift þeirra var fengin og í hvaða skyni.

Til að ná sambandi við mennina er hægt að ræða við undirritaða í síma 869 4247 eða rússneskumælandi túlkunn xxxxxxxxxxxxxxxxxx í allt kvöld og í fyrramálið. Undirrituð aflar líka allra þeirru skriflega gagna sem lögregla kann að óska eftir.

Virðingarfyllst

Eva Dís Pálmadóttir hdl.

 

Sjá samning Vinnumálastofnunar og Arnarfells um ábyrgð á launum og kjörum starfsmanna GT og þjónustuaðila þeirra.

doc vmst 195.00 Kb

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi