AFL starfsgreinafélag

Ævintýraleg aðsókn að sumarhúsum um páska

Minniborgir

Alls voru 220 umsóknir um 19 sumarhús sem félagið hefur til ráðstöfunar um páskana.  Þetta eru margfalt fleiri umsóknir en síðustu ár og fyrir páskana í fyrra komu 67 umsóknir í allt.

Dregið var milli umsækjenda og voru þeir í forgangi sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár. Allir umsækjendur í forgangshóp voru dregnir út á biðlista sem notaður verður ef einhverjir þiggja ekki úthlutað hús.  Eindagi á staðfestingargjaldi er á miðvikudag þannig að eftir viku kemur í ljós hversu mörgum húsum verður skilað aftur.

Vonir standa til að húsin þrjú í Grímsnesi sem félagið keypti á dögunum verði tilbúin til útleigu fyrir páska og verða þau þá boðin þeim sem eru fremstir á biðlista.

Nýr dómur - bílstjórar Uber eru launamenn

GWR UberIPO 050819 36

(mynd: Working Partnerships USA / Jeff Barrera)

Breski vinnudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu 2016 að bifreiðastjórar sem óku undir merkjum Uber á Bretlandi væru launamenn en ekki verktakar eða sjálfstætt starfandi. Hæstiréttur Bretlands hefur staðfest þá niðurstöðu.

Dómurinn sem er frá 19. febrúar 2021 er mikill sigur fyrir allt það launafólk sem gert er að vinna í ótryggum ráðningarsamböndum. Tilurð slíkra sambanda eru gjarnan rökstudd með vísan til nýrrar tækni, nýs skipulags vinnunnar, fjórðu iðnbyltingarinnar og svo framvegis. Í enda dags er kjarni málsin alltaf sá að einhver ræður í reynd framkvæmd og skipulagi vinnunnar og sá aðili er að jafnaði sá sem á endanum hirðir arðinn af henni. Réttarstaða aðilana er ójöfn og verður ekki jöfnuð nema með skipulögðum vinnumarkaði sem byggir á réttindum og skyldum sem samkomulag tekst um í kjarasamningum þar sem stéttarfélög hvers réttarstaða er varin í lögum og alþjóðasamningum, koma fram fyrir ótilgreindan hóp launamanna. Í því efni hefur ekkert breyst frá því launafólk byrjaði að skipuleggja sig í upphafi 20 aldar.

Fjallað var um hinn áfrýjaða dóm í frétt ASÍ 8. nóvember 2016. Hæstiréttur Bretlands hefur nú staðfest hann að öllu leyti. Niðurstöðu sína um skilgreiningu bifreiðastjóra Uber sem launamanna byggir Hæstiréttur í meginatriðum á fimm þáttum er lúta að stjórnunarrétti Uber.

1. Þóknun bifreiðastjóranna er alfarið og einhliða ákveðin af Uber.
2. Samningur bifreiðastjóranna og Uber og öll samningskjör eru einhliða ákveðin af Uber.
3. Bifreiðastjórar ráða í reynd ekki hvenær eða hvort þeir vinna því um leið og þeir skrá sig inn í Uber appið er þeim skylt að taka allar ferðir. Haldið er utanum hvort þeir þiggi allar ferðir sem bjóðast og uppfylli þeir ekki markmið Uber í því efni eru þeir afskráðir úr appinu.
4. Uber ræður hvernig bifreiðar eru notaðar og tæknin sem notuð er og er óaðskiljanlegur hluti þjónustunnar er alfarið eign Uber.
5. Uber lágmarkar öll samskipti bifreiðastjóra og farþega og gerir sérstakar ráðstafanir til þess að hindra að framhaldandi viðskiptasamband geti stofnast milli aðila.


Góð kjörsókn vegna ALCOA samnings

Alcoa K

Á hádegi í dag var kjörsókn í kosningum félagsmanna AFLs er vinna hjá ALCOA Fjarðaál orðin 46% en þrír dagar eru frá því kosning hófst.  Kosningin verður opin til hádegis 1. mars.  Á kjörskrá eru alls 425 félagsmenn og höfðu 196 kosið á hádegi.

Talið verður sameiginlega úr atkvæðagreiðslum AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands.

Þá hafa verið framkvæmdar tvær kosningar meðal áhafna á loðnuskipum, önnur með undirmönnum á Berki og Beiti sem Síldarvinnslan gerir út og hin meðal áhafna á Ásgrimi Halldórssyni og Jónu Eðvalds sem Skinney Þinganes gerir út.  Efni atkvæðagreiðslnanna var um samvinnu skipa hvors útgerðarfélags fyrir sig. Þannig mun hásetahlutur vera reiknaður úr sameiginlegum potti afla beggja skipanna og þau skipuleggja veiðar sínar þannig að aflaverðmæti verði sem mest og nýting skipa best.  Kjörsókn beggja þessara kosninga var 100% og niðurstöður afgerandi samþykkt samkomulaga um þetta fyrirkomulag.

Snjóþungt á Einarsstöðum - fært að öllum húsum og bílastæði rudd

Einarsstadir Snjor

Talsverður snjór er á Einarsstöðum og þá hefur snjór víða hrunið af þökum húsa og eru því víða nokkrir skaflar á pöllum húsanna.  Gestir um helgina gætu því þurft að kafa einhverja skafla til að komast í lyklaboxin og til að opna húsin.  Snjóskóflur eru í geymslunum við hlið útihurða.

Það er hins vegar vel greiðfært á svæðinu og búið að ryðja allar akstursleiðir.  Þá er búið að ryðja göngustíga á túninu þannig að fært er að öllum húsum þar (hús 20 - 30).

Það kemur því ekkert í veg fyrir að félagsmenn geti notið útivistar á Einarsstöðum næstu daga og góð hreyfing fylgir því að moka sig að heita pottinum.

EinasstSnjorPottur

Nýr kjarasamningur AFLs, RSí og Alcoa Fjarðaáls

Alcoa 2021

Nýr kjarasamningur var undirritaður á Reyðarfirði 4. febrúar 2021 milli Alcoa Fjarðaáls, AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands. Samningurinn gildir í þrjú ár og er afturvirkur frá 1. mars 2020.

Helstu breytingar í nýjum samningi eru launahækkanir og vinnutímastytting, hvort tveggja í líkingu við það sem samið hefur verið um nýlega hjá hinum íslensku álverunum tveimur og í takt við Lífskjarasamninginn. Samningaferlið var langt meðal annars vegna aðstæðna í samfélaginu vegna Covid. Viðræður fóru fram undir stjórn Ríkissáttasemjara frá áramótum.

Næstu skref eru að félögin munu kynna samninginn formlega fyrir félagsmönnum sem síðan greiðir um hann atkvæði.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Opnað fyrir umsóknir í orlofshús um páska! Íslenska / English

orlofsbyggd

Á mínum síðum á www.asa.is er nú hægt að sækja um orlofsdvöl í orlofshúsum AFLs um páska 2021.  Úthlutunartímabil er 31. mars  til 7. apríl.  Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað um páska sl. þrjú ár eru í forgangi.  Staðfestingargjald er kr. 5.000 og þarf að greiða það fyrir 3. mars.  Greiða þarf leiguverð að fullu fyrir 19. mars.

Dregið verður úr umsóknum 25. febrúar nk. og fara þá þeir sem ekki fá úthlutað í biðlista og fá númer á honum í samræmi við útdrátt. Úthlutað verður af biðlista eftir þeirri röð jafnóðum og hús losna.  Ekki þarf að sækja um v. dvalar í íbúðum félagsins í Reykjavík eða á Akureyri - en einungis er hægt að bóka vikudvöl í íbúðunum á þessum tíma - þ.e. frá 31. mars - 7. apríl.  Þessar leigur og leigur orlofshúsanna verða ekki brotnar upp í styttri leigur.

Athugið - staðfestingagjald er óendurkræft.

Við höfum enn ekki tekið endanlega við nýjum húsum í Grímsnesi og því eru þau ekki með í úthlutunarferlinu.  Um leið og við höfum fengið þau afhent og gert þau tilbúin til útleigu verða þau boðin þeim sem eru á biðlista í þeirri röð sem útdrátturinn skilaði.

Hægt er að skrá þig á mínar síður með rafrænum skilríkjum eða íslykli.  Einnig er hægt að fá lykilorð frá félaginu en til þess þarf farsímanúmer eða netfang að vera skráð í kerfi félagsins.  Við beinum því til félagsmanna að aðeins þeirra eigin símar og netföng séu skráð á "mínum síðum" því hver sem hefur aðgang að "mínum síðum" félagsmanns getur efnt til skuldbindinga í nafni hans.


On "my pages" on www.asa.is members of AFL can now apply for our holiday houses over Easters. The Easters vacation period in our houses is from 31. March till 7th of April. Those that have not been allocated holiday houses during Easters in the last three years will be allocated first.  Tje application process will be open till 24th of February and the allocation - done by drawing lots - will be done on 25th of February.  Confirmation fee of 5.000 Ikr, not refundable, will have to be paid before 3rd of March and the rent paid in full before 19th of February.  Those that do not get a house during this process will be put on a "waiting list" based on the no they got in the allocation process.  Houses that become "free" after the allocation process is finished - are allocated accordingly.

Our apartments in Reykjavik and Akureyri are "first come - first served" over Easters - but will only be let for a whole week.  Those rentals and the holiday houses will not be broken into shorter rental periods during the Easter week.  Our new houses in Grimsnes are not included in this "allocation process" but as soon as they are ready for use - we will allocate them in accordance to the "waiting list" that comes from our allocation process.

You can access our "my pages" with an Icekey, electronic signature or with a password assigned by AFL.  To get the password, AFL´s systems need to have your email address or mobile number.  To register your contact information send an email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. along with your "kennitala".


Na naszej stronie internetowej www.asa.is  w zakładce „moja strona” można ubiegać się o rezerwację domków letniskowych AFLu w okresie Wielkanocy 2021r. Okres przydziału to 31 marca do 7 kwietnia. Wnioskodawcy, którzy nie korzystali z przydziału domków w czasie Wielkanocy przez ostanie trzy lata będą mieli pierwszeństwo w losowaniu. Przedpłatę rezerwacji w wysokości 5.000kr należy uiścić do 3 marca. Pozostałą część wynajmu należy uregulować do 19 marca.
Przydział domków odbędzie się 25 lutego. Wnioskodawcy, którzy nie otrzymają przydziału przechodzą automatycznie na listę oczekujących otrzymując numer zgodny z kolejnością losowania. Jeśli któryś z domków zostanie zwolniony w tym terminie, przydział domków z listy oczekujących będzie przebiegał w nadanej kolejności numerologicznej.
Nie ma potrzeby ubiegania się o przydział mieszkań w Reykjavíku lub Akureyri w okresie Wielkanocnym – jednak w terminie od 31.marca do 7. kwietnia możliwa jest tylko tygodniowa rezerwacja.
Nie ma możliwości rozbicia terminu pobytu na krótszy okres lub wynajmu tylko na weekend.

Uwaga – Przedpłata rezerwacji nie podlega zwrotowi.

Niestety nowe domki w Grímsnes na chwilę obecną nie są jeszcze gotowe do odbioru, dlatego nie będą uwzględnione w procesie przydziału. Jak tylko zostaną przygotowane pod wynajem będą zaoferowane osobom z listy oczekujących w nadanej wcześniej kolejności numerologicznej.
Można zarejestrować się na stronie za pomocą elektronicznego identyfikatora lub hasła Íslykil. Istnieje również możliwość uzyskania hasła z systemu AFL, warunkiem jest wcześniejszy zapis numeru telefonu komórkowego lub adresu e-mail w bazie danych systemu AFL.
Należy pamiętać aby przy rejestracji podawać własny nr.telefonu i adres e-mail żeby osoby trzecie nie miały dostępu do konta właściciela na „moja strona“ i nie mogły nim zarządzać w jego imieniu i na jego odpowiedzialność.

Laun og launatengdir liðir hækka 1. janúar 2021

Peningar

1. janúar 2021 hækka laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði
1. janúar 2021 hækkuðu kauptaxtar á almenna markaðinum hjá verslunarmönnum og verkafólki um kr. 24.000. Ný launatafla tekur gildi hjá iðnaðarmönnum. Almenn hækkun (laun þeirra sem eru með umsamin laun umfram lágmarktaxta) hækkuðu um kr. 15.750.

Ný launatafla tók gildi hjá starfsfólki í fiskimjölverksmiðjum

Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu.

Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf er nú 351.000 kr.

Starfsfólk sveitarfélaga
1. janúar 2021 hækkuðu kauptaxtar hjá sveitarfélögunum um kr. 24.000. 

Starfsfólk ríkisins
Ný launatafla tók gildi hjá ríkinu 1. janúar 2021 sem byggir á álagsþrepum í stað aldursþrepa. Unnið er að því að endurnýja stofnanasamninga við stofnanir ríkisins og varpa inn í nýja töflu.

Sjá nánar hér

Hjá þeim hópum félagsmanna sem ósamið er fyrir koma launahækkanir ekki til framkvæmda, þar má nefna sjómenn og starfsmenn Alcoa.