AFL starfsgreinafélag

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2017

Laugardaginn  29. apríl   klukkan  15:00 Í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
  3. Lagabreytingar
  4. Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
  5. Kjör félagslegra skoðunarmanna
  6. Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Önnur mál
  9. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar

Að loknum fundi verður boðið upp á kvöldverð og stutta skemmtidagskrá.  Félagsmenn sem ætla að taka þátt í kvöldverði og skemmtidagskrá eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu félagsins fyrir 26.apríl.
Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins og miðast við þá sem taka þátt í kvöldverði. Skráið ykkur á næstu skrifstofu félagsins.
Ársreikningar félagsins og tillögur að lagabreytingum liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund.
AFL Starfsgreinafélag

Skrifstofur lokaðar í dag!

Skrifstofur félagsins eru lokaðar í dag föstudag 24. mars vegna ársfundar trúnaðarmanna.  Reynt verður að svara í síma í dag og greiða úr því sem unnt er en athygli er vakin á því að aðeins 2 starfsmenn verða við vinnu.

 

AFL Starfsgreinafélag.

Skráning á Ársfund trúnaðarmanna AFLs 2017

 

 

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2017 verður haldinn að Hallormsstað nk. föstudag - laugardag.  Rétt til setu á fundinum eiga trúnaðarmenn félagsins svo og þeir sem sitja í nefndum og ráðum félagsins.  Skráning fer fram hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4700 303

Aðalfundir deilda AFLs - Auglýsing

Aðalfundur  verslunarmannadeildar   AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

 27. mars 2017 kl. 18:00 – að Víkurbraut 4 Hornafirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Reglugerðarbreyting
  4. Kjör stjórnar deildarinnar
  5. Önnur mál

Stjórn Verslunarmannadeildar AFLs

 

Aðalfundur  iðnaðarmannadeildar   AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

 7. apríl 2017 kl. 18:00 – að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildarinnar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Stjórn Iðnarmannadeildar  AFLs

 

Aðalfundur  verkamannadeildar   AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

7. apríl 2017 kl. 17:00 – að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Reglugerðarbreyting
  4. Kjör stjórnar deildarinnar
  5. Önnur mál

Stjórn Verkamannadeildar AFLs

 

Hækkun á leiguverði orlofsíbúða

Leiguverð á íbúðum AFLs Starfsgreinafélags hefur verið hækkað um 2,7% eða sem nemur hækkun neysluvísitölu sl. ár.  Hækkunin tekur aðeins til leiga sem gerðar verða eftirleiðis en hafa ekki áhrif á leigur sem þegar hafa verið bókaðar.  Hækkunin nemur tæplega 200 kr. hækkun á fyrstu nótt og innan við 100 króna hækkun á hverri nótt eftir það.  

Myndasamkeppni

Hildur

Vinningshafi í myndasamkeppni AFLs að þessu sinni var Hildur Ósk Pétursdóttir, Mynd hennar prýðir orlofsbækling félagsins sem er um þessar mundir að berast í öll hús á félagssvæði AFLS