AFL starfsgreinafélag

Áríðandi tilkynning frá VMST

Áríðandi tilkynning til þeirra sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannaverkfalli!
Sjómannaverkfallinu er nú lokið góðu heilli. Vinnumálastofnun vill minna starfsfólk fiskvinnslustöðva sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannverkfallin á að afskrá sig af atvinnuleysisbótum um leið og vinna hefst.
Afskráning er afar mikilvæg því ef það gleymist þá kunna greiðslur bóta til einstaklinga að halda áfram og þá getur komið til skuldamyndunar hjá stofnuninni vegna ofgreiddra bóta með óþarfa eftirmálum.
Hægt er að afskrá sig með tilkynningu á ,,Mínum síðum“, senda tölvupóst á ,,This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.“, hringja í síma  515-4800 eða koma á næstu þjónustuskrifstofu stofnunarinnar.

Með kveðju frá Vinnumálastofnun.
Með kveðju / Best regards Gissur Pétursson forstjóri / Director Vinnumálastofnun / Directorate of Labour www.vinnumalastofnun.is

Sjómannasamningur naumlega samþykktur - skip á leið á miðin!

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var tilkynnt hjá ríkisssáttasemjara klukkan 20:45. Atkvæði fóru þannig að 52,4 prósent samþykktu samninginn en 46,9 prósent greiddu atkvæði gegn honum.
Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru átta.

Á kjörskrá voru 2214 og kusu 1189 um samninginn. Kjörsókn var því 53,7 prósent. Já sögðu 623 en nei sögðu 558. Alls voru á kjkörskrá hjá Sjómannadeild AFLs 160 sjómenn og þar af greiddu 93 atkvæði eða 58%.

87 félagsmenn AFLs greiddu atkvæði á kjörfundum félagsins en 6 greiddu atkvæði utankjörstaða - eða á kjörfundum annarra félaga.  Öll atkvæði voru talin í einum potti og því ómögulegt að vita hvernig niðurstaða var í einstaka félögum.

AFL hélt þrjá kynningarfundi um samninginn - á Höfn, Reyðarfirði og á Neskaupstað. 

Yfirmenn hafa verið að gera skip sjóklár í dag í von um samþykkt samninga og má búast við að fjöldi skipa haldi til veiða strax í kvöld eða fyrramálið.

 

Kjarasamningur sjómanna og kaupskrá 2017

Hér er í viðhengjum kjarasamningur Sjómannadeildar AFLs við SSÍ og Útvegsmannafélag Austfjarða sem skrifað var undir sl. nótt. Samningurinn er til kynningar í dag og á morgun á þremur fundum,  Fyrsti fundurinn verður í dag á Höfn, Hornafirði. Á morgun sunnudaginn 19. febrúar verður fundur að Búðareyri 1, Reyðarfirði, kl. 13:00 og í grunnskólanum Neskaupstað kl. 16:00. 
kaupskrá  Nýi kjarasamningurinn

Kynning og kosningar um kjarasamning sjómanna

Kynnarfundir um nýgerðan kjarasamning sjómanna verða haldnir sem hér segir:

Í dag kl. 17:00 - að Víkurbraut 4, Höfn 

á morgun sunnudag kl. 13:00 - að Búðareyri 1 Reyðarfirði

á morgun sunnudag kl. 16:00  - grunnskólan Neskaupstað

Samninganefnd sjómanna boðuð á fund!

Nú fyrir skömmu voru samninganefndarmenn sjómanna boðaðir til fundar í fyrramálið.  Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs, og Grétar Smári, hinn samninganefndarmaður AFLs, leggja af stað í nótt akandi frá Vopnafirði og Höfn, til fundar þar sem ekki er von á innanlandsflugi.

Aftur árangurslaus samningafundur!

Rétt í þessu var að ljúka samningafundi sjómanna og útgerðarmanna í húsnæði sáttasemjara.  Enginn árangur varð á fundinum og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.  Að sögn formanns Sjómannadeildar AFLs, Grétars ÓIafssonar, er engann bilbug að finna á samningamönnum sjómanna.  

Nýtt alþingi fellur á fyrsta prófinu

ASI LogoMiðstjórn Alþýðusambands Íslands telur forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu. Sl. haust ofbauð landsmönnum ákvörðun kjararáðs um fordæmalausa hækkun launa og fastra greiðslna til alþingismanna. Síðan þá er búið að skipta um helming þingmanna og snérust kosningarnar í haust ekki síst um breytt siðferði.

Nýir þingmenn höfðu tækifæri til að beita sér og sýna í verki að alvara lá að baki kosningaloforðum og taka til baka hækkun þingfaralauna umfram það sem hinn almenni launamaður hefur fengið í sitt umslag.

Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Miðstjórn ASÍ minnir á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám.