AFL Starfsgreinafélag heldur kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning á morgun þriðjudag kl. 11:00. Fundirnir verða allir á sama tíma í húsnæði Austurbrúar á Vopnafirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og Neskaupstað og í húsnæði Háskólafélagsins í Nýheimum á Höfn. Formaður Sjómannadeildar AFLs, Grétar Ólafsson, kynnir nýgerðan kjarasamning og einnig verður Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins með á fundinum í fjarfundabúnaði frá Vestmannaeyjum.
Samningur
milli
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)
og
Samtaka atvinnulífsins (SA)
annars vegar
og
hins vegar
Sjómannasambands Íslands (SSÍ)
fyrir hönd,
Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar - stéttarfélags, Sauðárkróki, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Framsýnar, stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, ASA vegna AFL-starfsgreinafélags, Sjómannafélagsins Jötuns, Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Bárunnar, Eflingu stéttarfélagi, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis og VerkVest,
um framlengingu á kjarasamningum aðila með eftirfarandi breytingum:
1. Hækkun kaupliða
Grein 1.03 í kjarasamningi SFS og SSÍ og sambærileg grein í samningi ASA og VerkVest orðist þannig vegna breytinga á kauptryggingu og annarra kaupliða:
„Þann 1. nóvember 2016 verður kauptrygging háseta kr. 288.168, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 360.210 og yfirvélstjóra kr. 432.252. Aðrir launaliðir en starfsaldurálag og tímakaup hækka um 9,6%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða kr. 328.334.
Þann 1. maí 2017 verður kauptrygging háseta kr. 301.136, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 376.420 og yfirvélstjóra kr. 451.704. Aðrir launaliðir en starfsaldurálag og tímakaup hækka um 4,5%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða kr. 343.109.
Þann 1. maí 2018 verður kauptrygging háseta kr. 310.170, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 387.713 og yfirvélstjóra kr. 465.255. Aðrir launaliðir en starfsaldurálag og tímakaup hækka um 3,0%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða kr. 353.402.“
Þann 1. desember 2018 verður kauptrygging háseta kr. 326.780, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanna og netamanns kr. 408.476 og yfirvélstjóra kr. 490.170.
Tímakaup skal miðast við deilistuðulinn 173,33 í kauptryggingu. (Aðrar deilitölur hjá vélstjórum).
Fæðispeningar tóku hækkun um 2,1% 1. júní 2016 sl. (vísitala 1
67,3 stig m.v. janúar 2008 sem grunn) og skulu síðan endurskoðaðir árlega þann 1. maí ár hvert á gildistíma samningsins, fyrst þann 1. maí 2017, og taka þá breytingum miðað við matvörulið vísitölu neysluverðs sem birt er af Hagstofu Íslands í apríl ár hvert.