AFL starfsgreinafélag

Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra!

Með yfirskrift dagsins er annars vegar verið að vísa til þess að 12. mars síðast liðinn átti Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli.

Samstaða launafólks í þessi 100 ár gerði verkalýðshreyfinguna að mikilvægasta aflinu í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum á öllum sviðum.

Hún hefur jafnframt verið  öflugasta samfélagshreyfing landsins og mikilvægasti gerandinn við mótun velferðarsamfélags á Íslandi. Og einmitt þess vegna er mikilvægt að við minnumst sögunnar -  þeirra fórna sem þeir sem gengu á undan okkur færðu og þess mikilvæga árangurs af starfi verkalýðshreyfingarinnar, sem við njótum í dag.

Lesa meira

Laus sumarhús komin á vefinn

Þau sumarhús félagsins sem ekki hefur verið úthlutað í kjölfar umsókna eru nú laus til bókunar. Húsin eru komin á vef félagsins og gilda um þau sömu reglur og almennt um orlofsbókanir á vefnum nema hvað gjalddagi á leigu er annar og fyrr en ef um íbúðir væri að ræða. Sjá nánar á bókunarvef okkar.

Framkvæmdastjóri Stapa Lífeyrissjóðs lætur af störfum

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa Lífeyrissjóðs tilkynnti um starfslok sín í bréfi til formanns stjórnar Stapa á laugardag - eftir að í ljós kom að nafn hans kemur fyrir í svokölluðum Panamaskjölum. Sjá nánar yfirlýsingu Kára r. Stjórn AFLs Starfsgreinafélags fjallar um málið á stjórnarfundi á morgun en einn stjórnarmanna og tveir varamenn í stjórn Stapa eru félagsmenn AFLs. Að sögn Sverris Albertssonar, meðstjórnanda í stjórn Stapa, vita stjórnarmenn lítið meir en það sem fram kemur í yfirlýsingu Kára og telur hann of snemmt að tjá sig frekar um málið fyrr en stjórn Stapa hefur fjallað um það.  Hann segir að þessar upplýsingar hafi komið flatt uppá stjórnarmenn og verið talsvert áfall.

1. maí 2016

   ,,Samstaða í 100 ár - Sókn til nýrra sigra!“. AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins. 1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum

Vopnafirði, Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði Ræðumaður:  Gunnar Smári Gunnarsson

Borgarfirði eystri, Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00  Kvenfélagið Eining sér  um veitingar. Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfirði,  Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður:  Lilja Björk Ívarsdóttir

Egilsstöðum, Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  Morgunverður  og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfirði, Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.  9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eskifirði, Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður:  Sigurður Hólm Freysson

Neskaupstað, Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14 :0 Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson

Fáskrúðsfirði, Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00 Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður:  Lars Jóhann Andrésson

Stöðvarfirði, Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður: Eva María Sigurðardóttir

Breiðdalsvík, Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00 Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Elva Bára Indriðadóttir

Djúpavogi, Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00, Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Hornafirði, Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld. Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Aðalfundar AFLs 2016

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2016 laugardaginn  7. maí  klukkan  15:00 á Hótel Framtíð Djúpavogi
Dagskrá:
1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
2) Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
3) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
4) Kjör félagslegra skoðunarmanna
5) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
6) Ákvörðun félagsgjalds
7) Kjör fulltrúaráðs Stapa.
8) Önnur mál
Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu. Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund
AFL Starfsgreinafélag

Trúnaðarmanna- námskeið í Staðaborg

Þá er enn einu frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið. Að þessu sinni sóttu 17 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu námskeiðið, sem þótti takast með miklum ágætum. Fyrri daginn hafði Guðmundur Hilmarsson Starfsmaður ASÍ völdin og var farið yfir lestur launaseðla og ýmsar reiknikúnstir þar að lútandi. Vakti það upp gamla góða takta við prósentu og tuga brota reikning viðstaddra. Seinni daginn hafði formaður félagsins Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir völdin og fór hún yfir starfsemi félagsins, kjarasamninga og sjóði.

Sem sagt, frábærir dagar að baki og óhætt að segja að þessi kjarni félagsins, trúnaðarmennirnir, hafi verið ótrúlega virkir og áhugasamir. sjá myndir