AFL starfsgreinafélag

Laun í vinnuskólum

vinnuskoli

AFL hefur gert samanburð á launum hjá nemum í vinnuskólum stærstu sveitarfélaganna á félagssvæðinu. Upplýsingar eru fegnar hjá launadeildum nema hjá Múlaþingi, þar teknar af heimasíðu sveitarfélagsins 

  . Fjarðabyggð  Hornafjördur  Múlaþing  Vopnafjörður
Fæðingarár kr. klst kr. klst kr. klst kr. klst
2010  .   858 kr.   798 kr.   .
2009 1.064,06 kr.   978 kr. 1.197 kr. 1.583,99 kr.
2008 1.330,08 kr. 1.223 kr. 1.463 kr. 1.905,70 kr.
2007 1.862,11 kr. 1.467 kr. 1.729 kr. 2.227,41 kr.

Ofan á útgefna taxta er greitt hefðbundið orlof 13,04%

Þar sem vinnuskólar eru sambland af námi, vinnu og leik eru kjör þar undanþegin gildissviði kjarasamninga og ákveða viðkomandi sveitarstjórnir því launin,  sjá nánar 

Hér er hrópandi launamunur á milli nemenda eftir því hvar á svæðinu þeir búa og starfa.

Sá launamunur sem þarna raungerist væri ekki til staðar fengju stéttarfélögin að semja um laun fyrir nemendur vinnuskóla eins og fyrir launafólk.

Samningaviðræður við sveitarfélögin

leikskoli

Fyrsti samningafundur milli Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasamanbandsins (SGS) var haldinn í vikunni, en AFL er með umboð sitt hjá SGS vegna endurnýjunar samninga við sveitarfélögin. Samningurinn rennur út í lok september

Á því borði er verið að ræða samning til skamms tíma líkt og gildir um aðra samninga félagsins.

Þar er jafnframt til úrlausnar sú stórundarlega ákvörðun bæjarstjórnar Hornafjarðar að skerða kjör félagsmanna sveitarfélagsins, en sveitarfélagið hefur eitt sveitarfélaga á landsvísu sagt upp sérákvæðum í kjarasamningi sem lofað var samhliða því að AFL fór inn í samræmdan kjarasamning sveitarfélaganna. Nái þetta fram að ganga munu skerðingarnar hafa mest áhrif á starfsfólk leikskólana.

Kjaradeilu vísað til ríkisáttasemjara

Samningaviðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu er komin í þrot, en samtökin semja við AFL um kjör starfsmanna á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði eftir að Vigdísarholt tók við rekstri þess af sveitarfélaginu. Á heimilinu gilda áfram kjör samkvæmt kjarasamningum við sveitarfélögin hjá þeim félagsmönnum sem voru við störf þegar Vigdísarholt tók við rekstrinum en nýir starfsmenn taka kjör eftir samningi AFLs við Vigdísarholt sem rann út í lok mars. Viðræður hafa staðið yfir að undanförnu, einkum þó eftir að gengið var frá kjarasamningi félagsins við Ríkið fyrir stuttu síðan og engum árangri skilað. Því hefur AFL vísað samningaviðræðum til ríkissáttasemjara.

Dvalarstyrkur vegna fæðingar barns fjarri heimabyggð

Faeding Styrkur

Dvalarstyrkur er fjárstyrkur til barnshafandi foreldris sem er nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns, svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu. Styrkurinn er greiddur eftir á.

Skilyrði dvalarstyrks:

  • Réttur til dvalarstyrks er bundinn við barnshafandi foreldri sem á rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk.
  • Heimilt er að greiða dvalarkostnað barnshafandi foreldris fjarri heimili 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
  • Ef um fjölburameðgöngu er að ræða er heimilt að byrja að greiða dvalarkostnað 28 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
  • Ekki er greiddur dvalarstyrkur þann tíma sem barnshafandi foreldri dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Greiðsla dvalarstyrks er innt af hendi eftir fæðingardag barns. Réttur til styrks fellur niður sex mánuðum eftir fæðingardag barns hafi umsókn ekki borist Vinnumálastofnun fyrir þann tíma.

Greiðslufjárhæð:

  • Fjárhæð styrks miðast við sömu reglur og gilda um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands, gisting í einn sólahring er 20.400. 
  • Dregin staðgreiðsla af dvalarstyrknum. Hægt er að nýta persónuafslátt. 

Upplýsingar og umsóknir hér, sérstakt vottorð frá lækni eða ljósmóður þarf að fylgja umsókninni.

Kjarasamningur SGS við ríkið samþykktur

Kjarasamningur SGS við ríkið, sem undirritaður var 15. júní sl., hefur verið samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Atkvæðagreiðslan stóð yfir dagana 16.-21. júní. Á kjörskrá voru 1.418 manns og af þeim kusu 344. Kjörsókn var því 24,26%. Já sögðu 318 (92,44%), nei sögðu 16 (4,65%) og 10 (2,91%) tóku ekki afstöðu.

Ný námsleið fyrir "samfélagstúlka"

sveitaf

Haustið 2023 stefnir Austurbrú að því að fara af stað með með námsleiðina Samfélagstúlkur en það er hagnýt námsleið fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að taka að sér verkefni sem túlkar.

Gert er ráð fyrir að námið hefjist með staðlotu á Egilsstöðum eða Reyðarfirði  09. – 10. september. Kennslan fer fram á íslensku og gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi gott vald á íslensku og a.m.k einu öðru tungumáli sem vinnutungumáli.

Í náminu verða 2 staðlotur á Egilsstöðum og/eða Reyðarfirði. Þá verður einnig kennslustundir á netinu á miðvikudögum frá kl. 17:30-20:30

Austurbrú vill  vekja athygli á þessari námsleið og hvetja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að kynna námsleiðina fyrir sínu starfsfólki og hvetja til þátttöku. Kostnaður við námið er 43.000 kr. og geta einstaklingar og fyrirtæki sótt um endurgreiðslu á námskeiðsgjaldinu til sinna starfsmenntasjóða.

 

Skráning fer fram á heimasíðu Austurbrúar.