AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ekkert leyndó lengur: Landsbankinn

Landsbankinn hefur opinberað upplýsingar sem hann neitaði AFLi og öðrum viðskiptavinum um 3. nóvember sl. og AFL stefndi bankanum og Landsvaka, peningamarkaðsfyrirtæki bankans, eftir á fimmtudag. sjá frétt mbl.

Lesa meira

Egilsstaðir: Gunnar R. Matthíasson í Hlymsdölum

Gunnar R. Matthíasson, sjúkrahúsprestur, mun leiða samverustund í Hlymsdölum, Miðvangi 6, Egilsstöðum, í kvöld kl. 20:00 en sóknarprestar á Fljótsdalshéraði, félagsþjónustan og HSA hafa staðið fyrir samverustundum vegna erfiðs atvinnuástands og efnahagskreppu síðustu mánudaga.

Þetta verður síðasta samverustund með þessu sniði fyrir jól.

Sveitarfélagasamningur

Velja til að skoða nánar, pdf formÍ gær var skrifað undir kjarasamning milli AFLs og Launanendar sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaganna 10 á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember s.l. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í næstu viku.
Helstu atriði samningsins eru:

Lesa meira

Kveðjur frá starfsmönnum ALCOA í Mexíkó

comiteAFLi hefur borist kveðja frá mannréttindasamtökunum Comtié Fronterizo de Obrer  Mexíkó en samtökin hafa tekið að sér hagsmunabaráttu starfsmanna tveggja ALCOA verksmiðja  í Ciudad Acuna og Piedras Negras þar sem ekki er starfandi verkalýðsfélag í verksmiðjunum

Lesa meira

Athugasemdi vegna fréttar RÚV

Í tilefni fréttar sjónvarps um tap AFLs Starfsgreinafélags vegna innlausnar á peningasjóðsbréfum félagsins í vörslu Landsvaka, dótturfyrirtækis Landsbankans, nýja og gamla, vill félagið koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

ALCOA greiðir veglegan kaupauka

ALCOA tilkynnti í morgun að starfsmenn Fjarðaáls fá greiddan kaupauka næstkomandi mánudag. Kaupaukinn mun nema mánaðarlaunum að viðbættu 15% álagi. Þetta er kærkominn bónus á þessum erfiðu tímum en áður höfðu Ísal og Norðural greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs og RSÍ við ALCOA Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi