ALCOA tilkynnti í kvöld að fyrirtækið hyggst draga enn úr framleiðslu á áli, eða um 350.000 tonn til viðbótar við samdrátt á árinu. Samdráttur síðustu mánaða verður þá 615.000 tonn en fyrir nokkrum vikum lokaði fyrirtækið verksmiðju í Texas. Í tilkynningu frá ALCOA segir að ekki verði lokað verksmiðju til að ná þessum samdrætti heldur verði dregið jafnt úr framleiðslu í starfandi verksmiðjum ALCOA.
Landsdómur er æðsti dómstóll sem unnt er að kalla saman til að fjalla um embættisfærslur ráðherra. Dómurinn hefur aldrei verið kallaður saman síðan hann var settur á stofn 1905. Dómurinn er skipaður 15 fulltrúum sem þar sem 5 eru þeir hæstaréttardómarar sem lengstan hafa starfsaldur, dómstjórinn í Reykjavík og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og að auki 8 fulltrúar kosnir af alþingi.
Á fundi með starfsfólki Malarvinnslunnar, stærsta verktakafyrirtækis á Austurlandi, tilkynnti stjórnarformaður fyrirtækisins, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, að fyrirtækið væri komið í þrot og starfssemi legðist af í dag eða strax eftir helgi. Tæplega 100 manns hafa unnið hjá Malarvinnslunni síðustu mánuði en 160 starfsmenn voru í sumar þegar þeir voru flestir.
Fjölmenntur formannafundur SGS var haldinn í Hafnarfirði í dag en fundurinn sem vera átti á Egilsstöðum í síðasta mánuði var frestað vegna efnahagskrísunnar og síðan fluttur til Hafnarfjarðar. Fundurinn var reglulegur fundur til afgreiðslu ársreikninga og starfsskýrslu.