AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vopnafjarðarhreppur leiðréttir ekki að fullu vangoldin lífeyrisiðgjöld

vopnafjordur 2008 sumar

Ákvörðun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps um að standa ekki við loforð er varða uppgjör á vangoldnum lífeyrissjóðsiðgjöldum er mikið áfall fyrir þá tugi starfsmanna hreppsins sem trúðu yfirlýsingum fyrrverandi sveitarstjóra og samþykktum sveitarstjórnar um að málið yrði gert upp að fullu.

Forsaga málsins er að allt frá 2005 skilaði Vopnafjarðarhreppur of lágu mótframlagi í lífeyrissjóð vegna starfsmanna sinna.  2005 gerði Stapi Lífeyrissjóður (Lífeyrissjóður Austurlands á þeim tíma) athugasemd við launafulltrúa hreppsins en fékk þá þær upplýsingar að hreppurinn væri ekki aðili að þeim kjarasamningi sem Stapi taldi eiga fara eftir.

Allar götur síðan skilaði hreppurinn 8% mótframlagi í stað 11,5% eins og kjarasamningurinn kvað á um í raun.

Málið komst á dagskrá 2016 er einn félagsmanna AFLs hafði samband við félagið sem þegar hóf samskipti við sveitarfélagið og í ljósi yfirlýsinga m.a. fyrrverandi sveitarstjóra sem hann gaf á fjölmennum fundi með félagsmönnum AFLs og lofaði þar að enginn yrði fyrir skerðingu lífeyris vegna þessa og að málið yrði gert alfarið upp – kom samþykkt meirihluta sveitarstjórnarinnar eins og köld vatnsgusa framan í félagsmenn.

Sveitarstjórn samþykkti að greiða að fullu vangoldin iðgjöld ásamt vöxtum vegna áranna 2013 – 2016 en aðeins höfuðstól iðgjalda 2005 – 2012.  Höfuðstóll vangoldinna iðgjalda er 42 milljónir króna og með eðlilegri ávöxtun – þ.e. meðalávöxtun Stapa á þessum árum er krafa sjóðins 72 milljónir króna.  Stapi Lífeyrissjóður lagði til að miða uppgjör vegna málsins við eignavísitölu sjóðsins í stað dráttarvaxta, sem gerði launþega jafnsetta og ef greitt hefði verið skv. kjarasamningum frá upphafi.

Samþykkt sveitarstjórnar vísar til ábyrgðar sveitarstjórnarmanna á því að fara vel með fé og einnig í bága stöðu sveitarfélagsins.  Það virðist þvi vera hluti af „ábyrgri fjármálatjórn“ að hafa lífeyri af starfsmönnum sem unnið hafa sveitarfélaginu af trúmennsku í áraraðir.  Ennfremur að það séu rök fyrir því að hafa umsamin lífeyrisréttindi af fólki – að sveitarfélagið sé rekið „undir væntingum“.

Svo virðist sem sveitarstjórnarmenn skilji ekki hvernig lífeyrissjóðir virka – því margoft hefur komið fram í samskiptum ósk þeirra um að Stapi taki hluta tjónsins á sig.  Stapi Lífeyrissjóður á enga peninga heldur eru allir fjármunir sem þar eru vistaðir, eyrnamerktir sjóðfélögum.  Þannig að til að bæta einum sjóðsfélaga tap vegna vangreiddra iðgjalda þarf að taka réttindi af öðrum en til þess hefur stjórn sjóðsins enga heimild.

AFL Starfsgreinafélag mun fara yfir málið með lögmönnum sínum og óska eftir samráði við Stapa lífeyrissjóð um áframhald málsins – en ljóst er að félagið mun ekki sætta sig við þessi málalok.  Þrátt fyrir ákvæði laga um fyrningu krafna – lítum við svo á að það eigi ekki við í þessu tilviki og fyrir því séu mörg rök . Benda má á að 18. janúar 2018 kom fyrrverandi sveitarstjóri til fundar við félagsmenn AFLs sem vinna hjá Vopnafjarðarhrepp og lofaði þar því að málið yrði gert að fullu upp.  Við lítum svo á að með því hafi skuldbindandi loforð verið gefið og það er fjarri að það sé fyrnt.  Um 20 vit

Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag senda frá sér eftirfarandi fréttilkynningu

Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt Eflingu stéttarfélagi, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg.

Það er skemmst frá því að segja að viðræðurnar hafa gengið bæði hægt og illa. Sérstaklega steytir á í lífeyrismálum en sveitarfélögin hafa ekki staðið við fyrirheit um að jafna lífeyrisréttindi milli félagsmanna BSRB og félagsmanna SGS og Eflingar innan ASÍ. 

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú þegar samið við einstök sambönd og stéttarfélög um að þeir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum, skuli fá greiddar 105.000 kr., m.v. fullt starf,  þann 1. ágúst nk. sem greiðslu inn á væntanlegan samning. Þegar SGS og Efling kröfðust þess að félagsmenn þeirra hjá sveitafélögunum fengju líka umrædda greiðslu var því alfarið hafnað af hálfu samninganefndar sveitafélaga með þeim rökum að SGS og Efling væru búin að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Það er með öllu ólíðandi. Það er samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til vansa að skilja sína lægst launuðu starfsmenn eftir eina úti í kuldanum. Starfsgreinasamband Íslands og Efling trúa því ekki fyrr en á reynir, að sveitarstjórnarmenn hyggist koma svona fram við sitt frábæra starfsfólk.

Starfsgreinasambandið og Efling skora á sveitarfélögin að semja við SGS og Eflingu um sömu greiðslur og aðrir munu fá þann 1. ágúst nk. eða taka að öðrum kosti sjálfstæða ákvörðun um að greiða sínu fólki inn á væntanlegan kjarasamning, til jafns við annað starfsfólk.

Stela þjórfénu - stealing the tips guests leave behind.

tipart

AFL hefur fengið nokkrar ábendingar frá starfsfólki í ferðaþjónustu að í einhverjum tilvikum taka eigendur og yfirmenn allt þjórfé sem gestir skilja eftir.  Starfsmaður á litlu hóteli sagði okkur að í fyrra hefðu yfirmenn tekið allt þjórfé og sagt að fyrir það yrði staðið fyrir starfsmannahátíð. Engin slík hátíð hefði verið haldin.  Í ár væri allt þjórfé tekið en engar skýringar gefnar.  Við höfum rætt við lögmenn félagsins og erum að kanna hvaða möguleika við höfum til að grípa inn í  - en þar sem lítil hefði er fyrir þjórfé á Íslandi og engin lög til um ráðstöfun þess getur verið erfitt að grípa til aðgerða.  Vörn yfirmanna verður væntanlega sú að gestir hafi verið svo ánægðir með þjónustuna að þeir hafi kosið að greiða meira fyrir hana en upp var sett en gáfu engin fyrirmæli um að umframgreiðslan ætti að renna til starfsfólks.

Þetta er hins vegar ómerkileg framkoma þar sem venjulega er það vinna og viðmót starfsfólksins sem er kveikjan að því að ánægðir gestir skilja eftir þjórfé. Fólk óskar þá þess að sá eða sú sem þjónaði til borðs, þreif herbergið eða eldaði steikina - fái lítinn aukaglaðning. Í einhverjum tilfellum er starfsfólki sem kvartar - tilkynnt að það séu nægir til að taka störfin þannig að ef fólk ekki er ánægt geti það bara farið.  Yfirmenn sem stela þessum aukagreiðslum sem klárlega voru ekki ætlaðar þeim - eru litlar sálir.

Some members of AFL have reported that managers and owners at restaurants and hotels take all tips that staff collects so that the staff never receives any part of it. One member of AFL reported that last year manager at his place of work took all the tips and promised a "Staff festival". No festival was held.  This year the tips are taken without explanation and anyone who complains is told that he/she can just leave - that there are plenty of others willing to do the work.

Our problem is that since there is little traditon of tips in Iceland and therefore no rules or reguleation of how tips should be distributed - we have difficulties in deciding on how to approach this.  AFLs lawyers are looking into the problem and we plan to take action.

Tips are usually left behind as a sign of gratitude to the people who serve your food, clean your room or prepare your food. This is a small token of gratitude to the low-paid employees that sometimes make your day better by their professional and personal service. Tips are not left for managers and people who use their position of power to steal these small gifts - not meant for them - are indeed small people.

Tryggjum aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla

Formannafundur SGS sem haldinn var á Hallormsstað 24. maí 2019 sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Á undangengnum árum hefur verulega verið dregið úr þjónustu við þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, sérstaklega á landsbyggðinni. Fyrir liggur að þeir þurfa oft að ferðast um langan veg með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. Það á einnig við um aðstandendur.

Mun algengara er að fólk neiti sér um að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum. Greiðsluþáttökukerfið tekur afar takmarkað tillit til ferða og dvalarkostnaðar fólks af landsbyggðinni. Þessi þróun og fyrirkomulag er til skammar fyrir íslenskt samfélag og algerlega óásættanleg.

Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að þegar í stað verði gripið til aðgerða til tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri heilbrigðisþjónustu. Starfsgreinasambandið mun aldrei samþykkja að hagræðingu og sparnaði í heilbrigðiskerfinu verði mætt með þeim hætti að auka álögur á fólk og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það er ekki samfélag sem við viljum kenna okkur við

Vonbrigði með að sjálfboðaliðar séu í störfum fyrir sveitarfélag

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps að nota erlenda sjálfboðaliða til að sinna störfum sem alla jafna eru unnin af launafólki.  Um er að ræða átak í skógrækt og áformar hreppurinn að átta sjálfboðaliðar frá samtökunum SEEDs sinni þessari vinnu.  Á Vopnafirði eru nú 21 einstaklingur atvinnulaus.

Félagið hefur þegar leitað skýringa hjá Vopnafjarðahrepp og svaraði sveitarstjóri m.a. að erfitt hefði verið að manna þessi störf þar sem allir unglingar í bænum væru þegar ráðnir til sumarvinnu.

Athygli vekur að meðal þeirra sjálfboðaliða sem ætlunin er að komi til starfa eru m.a. einstaklingar frá Bandaríkjunum, Suður Afríku og Hvíta Rússlandi en einstaklingar frá þessum löndum þurfa atvinnuleyfi til að starfa hér á landi -hvort heldur að fólk fái laun fyrir vinnu sína eða ekki.  AFL mun vekja athygli Vinnumálastofnunar á þessu.

Launamál starfsmanna einkamál skólastjórans...

 

Þann 15/11 2018 sendi AFL fyrirspurn á skólastjóra grunnskóla Fáskrúðsfjarðar um skuld nokkurra félagsmanna AFLs sem starfa við skólann, þar sem öll yfirvinna þeirra var tekin upp í meinta skuld án þess að gefa þeim viðhlítandi skýringu.

AFL óskaði eftir útreikningi á skuld félagsmanna við skólann á tímabilinu 1/5 2015 fram til ársloka 2018. Jafnframt var óskað eftir útreikningi á þeirri yfirvinnugreiðslu sem tekin hafði verið upp í skuldina.

Ítrekun var send á skólastjórann 6/12 2018 þar sem engin viðbrögð höfðu verið við fyrirspurninni.

Skemmst er frá því að segja – að engin svör hafa borist þegar þetta er skrifað þann 14. júní 2019 eða 7 mánuðum síðar.

Ekki er hægt að líta á sinnuleysi skólastjórans á annan veg en að launamál starfsfólks skólans séu hans einkamál og stéttarfélagi þeirra komi málið ekkert við.

Hér með er skorað á skólastjóra grunnskóla Fáskrúðsfjarðar að bregðast við fyrirspurninni og svara henni með rökum.

Félagið hefur, eftir óformlegum leiðum fengið veður af því að búið sé að ,,semja“ við  einhverja starfsmenn um einhverjar greiðslur. Félagið hefur ekki aðgang að forsendum slíkra leiðréttinga og hefur uppi efasemdir um þær.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi