Vegna breytinga á tölvukerfum AFLs Starfsgreinafélags verða skrifstofur félagsins að verulegu leyti sambandslausar næstkomandi föstudag 28. september. Reynt verður að halda símkerfi opnu eins lengi og hægt verður en búast má við að skrifstofur félagsins verði með öllu sambandslausar eftir hádegi á föstudag en að truflanir á tölvu-og símasambandi byrji strax um morguninn.
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda.
Félagsmenn sem starfa á smábátum hafa fengið sendan atkvæðaseðil og eru minntir á að senda inn atkvæðaseðlana í síðasta lagi 28. september n.k
Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags er starfa í grunnskólum – við bjóðum til árlegs starfsdags
14. september nk. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Félagsmenn FOSA eru velkomnir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4700 303. Við munum aðstoða við
að skipuleggja ferðir frá þéttbýlisstöðum félagssvæðisins.
Eins og áður verða fróðleg erindi um skólastarfið og önnur mál. Við bjóðum síðan upp á
kvöldverð að dagskrá lokinni.
Gegnið hefur verið frá kjarasamningi milli Sjómannasambandsins og Landssambands smábátaeiganda.
AFL er aðili að samningum í gegn um sjómannasambandið. Samningurinn fer í kynningu og atkvæðagreiðslu á næstunni. sjá nánar Kjarasamningur 2012
Frá 31. ágúst er boðið upp á helgarleigu í sumarbústöðum félagsins, nær hún frá klukkan þrjú á föstudegi fram að hádegi á mánudegi, helgin kostar 12.000 kr. Við alla bústaðina eru heitir pottar, við flesta bústaðina er möguleiki á berja- og sveppatínslu. Einarsstaðir, Illugastaðir, Klifabotn einnig er eitt tímabil ennþá laust á Torrevieja, Costa Blanca17. okt. - 31. október.