Um helgina tók AFL Starfsgreinafélag þátt í atvinnulífssýningunni "Okkar samfélag" sem fram fór í Egilsstaðaskóla. AFL var með kynningu á starfsemi félagsins ásamt 80 fyrirtækjum og stofnunum sem einnig tóku þátt og sýndu hvað í þeim býr, margir nýttu sér tækifærið og kynntu sér sprotafyrirtæki, hugmyndaríkt handverk og gæddu sér á afurðum matvælafyrirtækja á svæðinu.
Nýverið barst AFLi
Starfsgreinafélagi höfðingleg bókargjöf. Um er að ræða í töluverðu magni, bæði
kiljur, skáldsögur og ævisögur. Bækurnar munu verða félagsmönnum AFLs góð
afþreying í sumarbústöðum félagsins á Einarsstöðum, Klifabotni í Lóni og á Illugastöðum.
Gefandinn er Jósep Hjálmar
Jósepsson Vopnafirði og kann félagið honum bestu þakkir fyrir.
Þann 1. júní eiga starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí, að hafa fengið greidda orlofsuppbót, uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á árinu. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Sjá Upphæðir orlofsuppbóta
Fimmtíu trúnaðarmenn frá Starvsmannafelaginu í Færeyjum komu í heimsókn á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði nú fyrir hádegi. Trúnaðarmennirnir eru í kynningarferð á íslandi, liður í að þjappa hópnum saman. Starvsmannafelag Færeyja er stærsta fagfélag almennra starfsmanna ríkis og sveitafélaga eða með um 2.200 féglasmenn, sem koma víðsvegar af eyjunum.
Þrátt fyrir að lög um launajafnrétti er kynbundinn launamunur enn til staðar í íslensku samfélagi..
Í viðhorfskönnun félagsins frá því í vetur mælist kynbundin launamundur meðal félagsmanna 8.7% þegar tekið hefur verið tillit til línulegrar aðhvarfgreininar (aldur, starf, vinnufyrirkomulag og fjölda vinnustunda).
Í gær var kynntur nýr staðall, jafnlaunastaðall, sem tæki í baráttunni fyrir fullu launajafnrétti kynjanna. Í kjarasamningum í febrúar 2008 náðist samkomulag um upptöku hans. Staðallin hefur verið í vinnslu síðan og er nú tilbúinn til notkunnar.