AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Atvinnulífssýningin "Okkar samfélag"

thumb_atv-kynningUm helgina tók AFL Starfsgreinafélag þátt í atvinnulífssýningunni "Okkar samfélag" sem fram fór í Egilsstaðaskóla. AFL var með kynningu á starfsemi félagsins ásamt 80 fyrirtækjum og stofnunum sem einnig tóku þátt og sýndu hvað í þeim býr, margir nýttu sér tækifærið og kynntu sér sprotafyrirtæki, hugmyndaríkt handverk og gæddu sér á afurðum matvælafyrirtækja á svæðinu.

Lesa meira

Bókagjöf!

Nýverið barst AFLi Starfsgreinafélagi höfðingleg bókargjöf. Um er að ræða í töluverðu magni, bæði kiljur, skáldsögur og ævisögur.  Bækurnar munu verða félagsmönnum AFLs góð afþreying í sumarbústöðum félagsins á Einarsstöðum, Klifabotni í Lóni og á Illugastöðum.

Gefandinn er Jósep Hjálmar Jósepsson Vopnafirði og kann félagið honum bestu þakkir fyrir.

Orlofsuppbót greidd?

peningarÞann 1. júní eiga starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí, að hafa fengið greidda orlofsuppbót, uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á árinu. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Sjá Upphæðir orlofsuppbóta

Lesa meira

Heimsókn frá Færeyjum

thumb_faereyskirtruFimmtíu trúnaðarmenn frá Starvsmannafelaginu í Færeyjum komu í heimsókn á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði nú fyrir hádegi. Trúnaðarmennirnir eru í kynningarferð á íslandi, liður í að þjappa hópnum saman. Starvsmannafelag Færeyja er stærsta fagfélag almennra starfsmanna ríkis og sveitafélaga eða með um 2.200 féglasmenn, sem koma víðsvegar af eyjunum. 

Lesa meira

Vinnur þú á gistihúsi eða veitingastað í sumar?

thumb_vinnustadaskHafa ber í huga að allir sem vinna á slíkum stöðum eiga að bera vinnustaðaskírteini, þar sem fram kemur nafn og kennitala starfsmanns og fyrirtækis.

Atriði sem vert er að hafa í huga (úr kjarasamningum):

  • Þeir sem verða 16 eða 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 eða 17 ára í taxta, en þegar menn verða 18 ára er miðað við afmælisdaginn.
  • 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár.

Lesa meira

Nýtt tæki til að uppræta launamun kynjanna.

thumb_vinnandiÞrátt fyrir að lög um launajafnrétti er kynbundinn launamunur enn til staðar í íslensku samfélagi..
Í viðhorfskönnun félagsins frá því í vetur mælist kynbundin launamundur meðal félagsmanna  8.7% þegar tekið hefur verið tillit til línulegrar aðhvarfgreininar (aldur, starf, vinnufyrirkomulag og fjölda vinnustunda).
Í gær var kynntur  nýr staðall, jafnlaunastaðall,  sem tæki í baráttunni fyrir fullu  launajafnrétti kynjanna. Í kjarasamningum í febrúar 2008 náðist samkomulag um upptöku hans. Staðallin hefur verið í vinnslu síðan og er nú tilbúinn til notkunnar.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi