Þetta voru upphafsorð að inngangi að umræðu um velferðarkerfið og landsbyggðina á Ársfundi trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 30. – 31. mars sl. Framsögumenn voru þeir Hjalti Jóhannesson, landfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarþjónustu Háskólans á Akureyri, Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og Sigurður Freysson, varaformaður AFLs.
Páskaúthlutun hefur átt sér stað í orlofshúsum félagsins að Einarsstöðum, Illugastöðum og Klifabotni og gengu öll hús út. Úthlutn hefur einnig átt sér stað fyrir orlofskost félagsins á Spáni en þar gegnur nokkur tímabil af, hægt er að leigja tímabilin beint í síma 4700-300 eða á næstu skrifstofu félagsins. Sjá nánar LaMata Spáni. Laus tímabil
Á Einarsstöðum er framkvæmdum að ljúka við uppsentingu heitra potta við hvert hús, fjölgar því þeim húsum sem eru tilbúin til útleigu fyrir félagsmenn, yfir vetrarmánuðina er hægt að fá hús leigt í svokallaðri helgarleigu sem nær frá 15:00 á föstudegi til hádegis á mánudegi, leiguverð fyrir helgardvöl er kr. 12.000.
Upplýsingar veittar í síma 4700-300.
Nýr orlofsbæklingur var gefinn út í mars og á að hafa borist til allra félagsmanna á svæðinu. Í bæklingnum má sjá myndir og upplýsingar af þeim orlofshúsum sem í boði eru í ár ásamt upplýsingum um aðra orlofskosti, bæklinginn má einnig nálgast hér AFL-orlof 2012.pdf. Umsóknarfrestur er til 12. apríl, úthlutun fer fram 16. apríl kl: 19:30 á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði.Umsóknareyðublað