Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir var endurkjörin formaður AFLs á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Vopnafirði sl. laugardag. Fundinn sóttu um 60 félagsmenn en færð og veður hamlaði nokkuð gegn fundarsókn. Hornfirðingar sem sóttu fundinn fóru heiman frá um kl. 9 um morguninn og voru komnir heim aftur um kl. 3 aðfaranótt sunnudags.
Skorum á ALCOA að sýna ábyrgð!
Jim Robinson, fulltrúi United Steel Workers, ávarpar aðalfund ALCOA samsteypunnar í Pittsburgh í dag. Í ávarpi sínu, sem hann flytur m.a. í nafni AFLs og annarra verkalýðsfélaga víða um heim sem saman mynda ALCOA Workers Union Global Network, hvetur hann fyrirtækið til að sína ábyrgð í samskiptum sínum við starfsfólk fyrirtækisins í þeirri efnahagskreppu sem nú stendur og erfiðleikum fyrirtækisins.
Félagsleg undirboð í vegagerð
Afleiðingar efnahagslægðarinnar koma m.a. fram í undirboðum í vegagerð og framkvæmdum en athygli vekur að tilboð í vegaframkvæmdir hafa farið niður fyrir 60% af kostnaðaráætlunum. Þegar heyrast sögur um undirboð og afarkosti sem starfsmönnum eru settir m.a. varðandi kjör undir lágmarkskjörum kjarasamninga.
Orlofshús laus tímabil
Úthlutun orlofshúsa fór fram á opnum fundi miðvikudaginn 22. apríl. Allir sem sóttu um eiga að hafa fengið bréf hvort sem þeir fengu úthlutun eða komust ekki að. Mikil aðsókn var á suma staði á vinsælustu orlofstímabilunum. Engu að síður standa þó nokkur tímabil óbókuð ennþá, félagsmönnu frjálst að sækja um þau í síma 4700305. Sjá laus tímabil:
AFL kærir til Hæstaréttar
AFL Starfsgreinafélag undirbýr nú kæru til Hæstaréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli AFLs á hendur Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans.
Stefna AFLs snerist ekki um peninga heldur upplýsingar - og þær vill héraðsdómur ekki að almenningur fái.
Aðalfundur ALCOA - fulltrúar verkalýðshreyfingar mæta
Aðalfundur ALCOA verður haldinn í Pittsburgh nk. föstudag. Síðustu ár hafa fulltrúar verkalýðsfélaga sem eiga samninga við ALCOA fyrirtæki haldið samráðsfund í borginni daginn fyrir aðalfund fyrirtækisins og mætt síðan á aðalfundinn með yfirlýsingu.