Dzis rano bylo spotkanie podwykonawcow Alcoi i strajk zostal przelozony o 8 dni. Powod przelozenia terminu strajku ma na celu tydzien do negocjacji w sprawie glosowania nad porozumieniem odnosnie wszystkich podwykonawcow Alcoa Mamy na celu nastepujace zadania
Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags í vinnudeilu um kjör starfsmanna undirverktaka ALCOA ákvað samhljóða á fundi sínum í morgun að fresta áður boðuðu verkfalli hjá 7 aðildarfyrirtækjum SA sem starfa sem undirverktakar hjá ALCOA og einu fyrirtæki sem stendur utan SA, um 8 daga.
Ástæða frestunnarinnar er að á samningafundum á fimmtudag og í gær náðist árangur sem samninganefndin telur réttlæta frestunina – þ.e. að mögulega dugi komandi vika til að ná samkomulagi sem unnt verði að leggja fyrir starfsmenn undirverktaka í atkvæðagreiðslu.
Á þriðjudag fara á fjórða hundrað félagsmenn AFLs í verkfall og stendur það til tæplega miðnættir. Um er að ræða félagsmenn sem vinna við framleiðslu, viðhald og/eða þjónustu hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls og starfa á athafnasvæði ALCOA við Reyðarfjörð og nærliggjandi iðnaðarlóðum svo og við Mjóeyrarhöfn. Nánar tiltekið á svæði sem afmarkast að ofan af Norðfjarðavegi og að vestan af Digranesi og austan af Krókseyri
Félagsmanna AFLs starfsgreinafélags sem vinna hjá eftirtöldum fyrirtækjum við framleiðslu, viðhald og/eða þjónustu við ALCOA Fjarðaál og starfa á athafnasvæði ALCOA við Reyðarfjörð og nærliggjandi iðnaðarlóðum svo og við Mjóeyrarhöfn. Nánar tiltekið á svæði sem afmarkast að ofan af Norðfjarðavegi og að vestan af Digranesi og austan af Krókseyri.
Stærstu verkalýðssamtök Breta og stærsta verkalýðsfélag Bandaríkjamanna í iðnaði hafa sent félagsmönnum AFLs sem boðað hafa til verkfalls á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls stuðningsyfirlýsingar. AFL Starfsgreinafélag hefur átt í samstarfi við United Steel Workers í Bandaríkjunum og Unite í Bretlandi m.a. innan ALCOA GLOBAL UNION NETWORK sem er samskiptanet verkalýðsfélaga víða að úr heiminum sem eiga sameiginlegt að félagsmenn þeirra vinna hjá ALCOA fyrirtækjum.
Talið var í kosningu um verkfallsboðun hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls á athafnasvæði ALCOA við Reyðarfjörð. Á kjörskrá voru 375 félagsmenn AFLs, atkvæði greiddu 159 eða 42%. Samþykkir verkfallsboðun voru 151 eða 95% greiddra atkvæða, nei sögðu 5 eða 3%, auðir seðlar voru 2 eða 2%.