AFL starfsgreinafélag

Krefjumst réttlætis

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags – launafólk
Nú stefnir í harðari aðgerðir á vinnumarkaði en verið hafa undanfarna áratugi. Miðað við stöðu í kjaraviðræðum virðist stefna í að félagið muni bera verkfallsboðanir undir félagsmenn í almennri atkvæðagreiðslu.

Lesa meira

Orlofsíbúð AFLs á Spáni

Umsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante. Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante. Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót).
Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 57.000,- fyrir félagsmenn.
Fyrstur kemur fyrstur fær!
14. mars - 28. mars, 28. mars - 11. apríl, 11. apríl - 25. apríl, 25. apríl - 9. maí. 23. maí - 6 júní.
Úthlutað:
6. júní - 20. júní, 20. júní - 4. júlí, 4. júlí - 18. júlí,
1. ágúst - 15. ágúst, 5. sept. - 19. sept., 19. sept., - 3. okt.
Sækja má um á skrifstofum AFLs fyrir 17. febrúar nk.
Úthlutað verður 19. febrúar.

Opnunartími skrifstofa


Búast má við að skrifstofum AFLs verði lokað að hluta eða öllu fimmtudag og föstudag 5. - 6. febrúar þar sem unnið er að uppfærslu tölvukerfa.
Um helgina mun ný heimasíða félagsins fara í loftið og þar verða virkjaðar "mínar Síður" fyrir félagsmenn með margvíslegum upplýsingum

1. maí hátíðarhöld

thumb_fyrstimaiAFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.
1. maí hátíðarföld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum:
 

Lesa meira

Aðalfundur AFLs 3. maí 2014

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2014 laugardaginn  3. maí  klukkan  15:00 á Hótel Framtíð Djúpavogi
Dagskrá:
1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
2) Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
3) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
4) Kjör félagslegra skoðunarmanna
5) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
6) Ákvörðun félagsgjalds
7) Kosning fulltrúa á ársfund Stapa.
8) Önnur mál

Lesa meira

Trúnaðarmannanámskeið Breiðdal

Trunadarm2014Trúnaðarmannanámskeið II 5. þrep var haldið dagana 09.-11. apríl s.l. að hótel Staðarborg í Breiðdal. Að venju var það vel sótt af trúnaðarmönnum víðs vegar af félagssvæðinu. Fyrsta daginn sá Róbert Farestveit hagfræðingur um að leiða mannskapinn í gegn um frumskóg hagfræðinnar og seinni tvo dagana sá Guðmundur Hilmarsson um að fara í gegn um samningatækni og og tæknileg atriði varðandi það að standa upp og tala. Höfðu menn bæði gagn og gaman af þessu og síðast en ekki síst ánægju af góðri samveru frábærra félaga. Næsta námskeið verður haldið á haustmánuðum og verður auglýst síðar, sjá myndir