AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Bræðslusamningar samþykktir

braedslurkjorSamningar starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði AFLs og Drífanda í Vestmannaeyjum voru samþykktir með 86% greiddra atkvæða. Alls greiddu 70 starfsmenn atkvæði og þar af 60 með samningnum.

Hjallastefnan - Ingibjörg kemst ekki

Varaforseti Alþýðusambands Íslands, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, verður ekki ráðstefnustýra á málþingi AFLs í dag. Þar sem allt útlit er fyrir að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ verði undirritaðir um helgina varð hún að afboða en Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs mun stýra málþinginu.

Tæplega eitt hundrað konur víðs vegar af félagssvæði AFLs hafa skráð sig til þátttöku. Dagskráin er frá 10 að morgni og fram á kvöld.

Bræðslur: Akranes samþykkir - AFL og Drífandi: Talið í dag

Fulltrúi kjörstjórnar AFLs Starfsgreinafélags kemur í hús Sáttasemjara á hádegi í dag með atkvæði bræðslumanna AFLs vegna kjarasamnings sem skrifað var undir í gærmorgun en atkvæði bræðslumanna í Vestmannaeyjum komu í hús í gærkvöld. Atkvæði verða talin sameiginlega. Bræðslumenn á Akranesi samþykktu nýgerðan kjarasamning í gærkvöld

Lesa meira

Samningar á lokastigi?

Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér fréttatilkynningu um að samningar væru komnir á lokastig. Samkomulag hafði náðst milli fulltrúa landssambanda innan ASÍ og fulltrúa atvinnurekenda um launaramma nýs kjarasamnings. Yfirlýsing ASÍ fer hér á eftir.

Lesa meira

Kjarasamningar: Lokahrinan hafin

Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ um helgina. Fundað var stíft hjá ríkissáttasemjara í gær og stóðu samningafundir fram undir miðnætti. Enn stóðu nokkur mál útaf borðinu er fundum var slitið en samkomuleg hefur náðst í aðalatriðum. Enn er beðið útspili ríkisstjórnarinnar. 

Bræðslusamningur á "ljóshraða"

Samkomulag náðist í deilu bræðslumanna við atvinnurekendur seint í gærkvöld þegar allt útlit var fyrir að fulltrúar SGS gengju af samningafundi þar sem SA hafði tilkynnt að ekki yrði gengið frá aðalkjarasamningi við aðildarfélög SGS nema starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum samþykktu að kjarasamningur þeirra yrði hluti aðalkjarasamnings aðila.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi