AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fjölmennur fundur um kvótamál

sjlfur__eskUm 130 manns mættu á fund er Útvegsmannafélag Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð, boðuðu til í gær undir yfirskriftinni "Sjávarútvegur í óvissu" og fjallaði að mestu um fyrningarleið veiðiheimilda er ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni.

Meðal frummælenda var Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en með honum á fundinum var einnig Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs.

Lesa meira

Vöffludagar hjá AFLi

AFL Starfsgreinafélag hélt góðan fund á laugardag þar sem rætt var um úrræði sem félagið gæti boðið atvinnulausum félagsmönnum upp á. Fundurinn var boðaður á Egilsttöðum og sóttu hann félagar frá Héraði og Djúpavogi.

Ákveðið var m.a. að reyna að koma á vikulegum "vöfflufundum" á skrifstofunum á Egilsstöðum og Djúpavogi til að byrja með - og verða fyrstu vöffludagarnir á morgun, þriðjudag, kl. 10:00

Lesa meira

Þjóðfundir um land allt

Smyndir_af_kubbi_litlu_vl_068 óknaráætlunin 20/20, til enduruppbyggingar atvinnulífs er nú í undirbúningi. Liður í undirbúningi áætlunarinnar er að halda þjóðfundi um land allt - alls 8 fundi. Sá fyrsti var um síðustu helgi á Egilsstöðum og voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga, hagsmunasamtaka og atvinnulífs og að auki handahófsvalinn hópur íbúa á Austurlandi.

Lesa meira

Orlofsíbúð AFLs á Spáni

thumb_spannradhussundlaugUmsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante.
Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er u.þ.b.
30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante.
Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns.
Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót).
Leigt er 2 vikur í einu og er leigan kr. 47.000, fyrir félagsmenn.

Lesa meira

Bjartur NK 121 á miðin!

pic10020401

 Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags brá sér ásamt starfsmanni félagsins um borð í Bjart NK 121, ísfisktogara Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, þegar skipið var að leggja af stað í veiðiferð.

Tilefni heimsóknar formannsins var að kjósa nýjan trúnaðarmann en Sigurd Jacobsen hefur látið af því starfi og var Haraldur Egilsson kosinn í hans stað.

Ennfremur voru orlofskostir sumarsins kynntir og kvótamál og fyrningarleið og fleiri mál rædd.

Lesa meira

Kjarasamningar við ALCOA undirbúnir

Trúnaðarmenn AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hjá ALCOA héldu fund með fulltrúum félaganna í morgun og hófu undirbúning gerð kjarasamnings við ALCOA Fjarðaál - en gildandi samningur rennur út í nóvember nk. Trúnaðarmenn fjölluðu aðallega um fyrirkomulag viðræðna, viðræðuáætlun og tímasetningu kröfugerðar og skipan í samninganefnd.

Samkvæmt tillögum trúnaðarmannanna verða alls 34 fulltrúar í samninganefnd félaganna.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi