Sumarbústaðurinn á Úlfljótsvatni er laus vikuna 11. - 18. júní. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Orlofsuppbót 2010
Verslunar og skrifstofufólk | 19.500 kr |
Verkamenn (hótel og veitingast.) | 25.800 kr |
Iðnaðarmenn | 25.800 kr |
Sveitafélögin | 25.800 kr |
Ríkið | 25.800 kr |
Alcoa Fjarðarál | 109.000 kr |
Réttur til orlofsuppbótar:
Almenni markaðurinn (verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn)
Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí
Lög um vinnustaðaskírteini
Alþingi samþykkti á fundi sínum 11. maí sl. ný lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið laganna er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Vinnustaðaskírteinunum er sérstaklega ætlað að auðvelda eftirlit með því að starfsmenn njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber og koma í veg fyrir ólöglega háttsemi á íslenskum vinnumarkaði.
Aðalfundur Stapa - hækkun lífeyrisgreiðslna fryst um 5%
Launahækkanir 1. júní 2010.
1. júní koma til framkvæmda síðasti hluti launahækkana kjarasamninga, en flestir kjarasamningar renna út í lok nóvember.
Á almenna vinnumarkaðnum hækka mánaðarlaun verkafólks og verslunarmanna um 6.500 kr., en mánaðarlaun iðnaðarmanna og skrifstofumanna um 10.500 kr. Reiknitölur ákvæðisvinnutaxta hækka um 2,5%
Tímamæld ræsting hækkar í 1.016,59 kr lægri taxti og 1.223,40 hærri taxti.
Aðalfundur AFLs 2010
Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags var haldinn á laugardaginn á Djúpavogi í blíðskaparveðri.
Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóð og á lögum félagins. Breytingarnar á reglugerð sjúkrasjóðs snúa einkunn að því að skerpa á þeim á því verklagi sem gilt hefur hjá framkvæmdastjórn sjóðsins og starfsmanni auk þess sem orðalag er fært til betri vegar. Í lög félagsins var bætt inn kafla um siða- og verklagsreglur.
Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóð og á lögum félagins. Breytingarnar á reglugerð sjúkrasjóðs snúa einkunn að því að skerpa á þeim á því verklagi sem gilt hefur hjá framkvæmdastjórn sjóðsins og starfsmanni auk þess sem orðalag er fært til betri vegar. Í lög félagsins var bætt inn kafla um siða- og verklagsreglur.
Fleiri greinar...
- Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags
- 1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags
- 1. maí hátíðahöld um allt Austurland
- Aðalfundi Verkamannadeildar lokið
- Úthlutun orlofshúsa AFLs Starfsgreinafélgs
- Aðalfundir deilda AFLs
- Trúnaðarmannanámskeið II á Eyjólfsstöðum
- Síldarvinnslan greiðir út 700 millj. kr. arð
- Skrifstofur AFLs illa merktar
- Ársfundur trúnaðarmanna AFLs