Hefur þú einhverja skoðun?
Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig á kjaramálaráðstefnu AFLS á laugardag. Færri þátttakendur eru skráðir nú en oft áður en skráningar eru tæplega 40 sem stendur. Aðalræðumaður ráðstefnunnar verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, sem mun fjalla um þær samfélagsbreytingar sem orðið hafa í kjölfar bankakreppunnar.
Meginvinna á ráðstefnunni verður í vinnuhópum þar sem allir þátttakendur eru virkjaðir til að fá fram skoðanir og viðhorf sem flestra.