AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

AFL til godra

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags laugardaginn 23. apríl  2022 kl. 16:00 á hótel Framtíð Djúpavogi

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
  • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
  • Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
  • Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
  • Kjör félagslegra skoðunarmanna
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Önnur mál
  •    Laun stjórnar
  •    Kosning fulltrúaráðs Stapa
  •    Framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Boðið verður upp á kvöldverð að fundi loknum.  Til hægðarauka v. veitinga er æskilegt að félagsmenn skrái sig á fundinn á skrifstofum félagsins í vikunni á undan.  Vinsamlega hafið félgasskírteini meðferðis.

Ársreikningar félagsins, tillögur að reglugerðarbreytingum munu liggja frammi á skrifstofum félagsins frá 15. apríl nk..

Skv. gr. 21 í lögum AFLs þarf að tilkynna framboð til stjórnar í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund. Senda má framboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Ath. Framboð þarf að vera með 20 meðmælendur fullgildra félagsmanna.

AFL Starfsgreinafélag

Fallvarnir - Vinna í hæð

Fall


Vinnuverndarnámskeið ehf heldur námskeið um Fallvarnir - Vinnu í hæð.

Farið er yfir hvernig má vinna í hæð á öruggan hátt. Áhættumat við vinnu í hæð þarf að fara fram nokkru áður en vinnan hefst. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um handrið og hlera, röraverkpalla og nýlega reglugerð um þá, trévinnupalla, hjólapalla, lyftiverkpalla, hengiverkpalla, skæralyftur og að lyfta fólki með vinnuvélum, t.d. spjótum, krönum og lyfturum. Einnig er fjallað um stiga, tröppur, fallbelti og línur.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum.

Námskeiðið verður 25. apríl frá 13:00 til 15:00 á Teams

Skráning og nánari upplýsingar á: https://vinnuverndarnamskeid.is/index.php/fallvarnir-vinna-i-haed/

 

Önnur námskeið

Verkstjóranámskeið, 5. maí, klukkan 13:00 til 15:00 á Teams

Vinnuslys, 19. maí, klukkan 13:00 til 15:00 á Teams

Grunnnámskeið vinnuvéla, alltaf í fullu fjarnámi

Brúkrananámskeið, alltaf í fullu fjarnámi

Flokkstjórar í vinnuskólum, júni 2022

Nánari upplýsingar á:  https://vinnuverndarnamskeid.is/

Hagvaxtarauki virkjast

Launataxtar hækka um 10.500 krónur og almenn launa um 7.875 krónur frá og með 1. apríl 2022

Launah

Greint var frá því nýverið að landsframleiðsla á mann jókst um 2,53% á síðasta ári, þetta þýðir að hagvaxtaraukinn virkjast.

Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt gildandi kjarasamningum hefur náð saman um að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum.

Á sama tíma virkjast ákvæði í kjarasamningum við Ríkið annars vegar og við sveitarfélögin hins vegar

Sjá nýja uppfærða launataxta hér 

Forkastanleg ummæli seðlabankastjóra

peningarFramkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands furðar sig á ummælum seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, um að Hagvaxtaraukinn muni ekki koma sér vel. Launafólk um land allt sem fær, í samræmi við taxtahækkun kjarasamninga, 10.500 króna hækkun útborgaða 1. maí, á ekki skilið slíka sendingu frá seðlabankastjóra. Hækkunin endurspeglar þann hagvöxt sem er í efnahagskerfinu og auðvitað á launafólk að njóta þess.

Það hefur minna heyrst frá Seðlabankanum um ofurhækkanir efstu laga samfélagsins, sem koma eins og köld vatnsgusa framan í launafólk. seðlabankastjóri ætti ef til vil að hugsa um hvort þær hækkanir ,,komi sér vel“ núna í aðdraganda kjarasamninga.

Tölvuvírus hjá starfsmanni - ekki opna pósta með viðhengi!

Einn starfsmanna AFLs Starfsgreinafélags lenti í "tölvuhakki" í gær og í morgun hafa streymt póstar frá viðkomandi með vírus í viðhengi. Búið er að komast fyrir óværuna og hættan á að vera liðin hjá í  bili.  Við bendum fólki sem mögulega hefur opnað þessa pósta - á að skipta um lykilorð.

Aðalfundur verslunar-og skrifstofudeildar AFLs Starfsgreinafélags

Verður haldinn 29. mars 2022 kl. 20.00 að Víkurbraut 4 Hornafirði.

 Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska og þarf að senda beiðni um það í síðasta lagi kl 14:00 fundardag. Beiðnin óskast send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn verslunar og skrifstofudeildar AFLs

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar AFLs

 Verður haldinn fimmtudaginn 24. mars kl. 17:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

 Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska, tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir kl.16:00 fundardag. Sendist á aThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Stjórn iðnaðarmannadeildar AFLs