Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús um páska. Tímabilið er 5 - 12. apríl. Sótt er um á "mínum síðum" á www.asa.is og verður tekið við umsóknum til miðnættis 14. febrúar. Úthlutað verður 15. febrúar og er greiðslufrestur á staðfestingagjaldi (kr. 5.000) til 20. febrúar. Eindagi lokagreiðslu er síðan 15. mars. Athugið - staðfestingagjald er ekki endurgreitt þó bókun sé felld niður síðar.
´Úthlutað er í orlofshús félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum, Ölfusborgum, Minniborgum og í Klifabotni í Lóni. Alls eru 23 orlofshús í boði. Ekki er úthlutað í orlofsíbúðir félagsins og gildir þar "fyrstur kemur - fyrstur fær".
Félagsmenn hafa verið að spyrjast fyrir um rétt til launa þegar fyrirtæki loka tímabundið um jól, áramót eða jafnvel lengur.
Þetta virðist helst tengjast ferðaþjónustunni ýmist hótelum eða veitingahúsum.
Það er alveg skýrt í kjarasamningum að ekki er hægt að loka vinnustað og senda starfsmenn heim launalaust.
Vaktavinnufólk í þessum störfum vinnur sér inn vetrarfrí, 12 daga á ári hafi þeir starfað allt árið og eru þeir teknir út í launuðum fríum yfir vetrartímann.
Heimilt er að þeir gangi upp í lokunartíma fyrirtækjanna á þessum árstíma sé það skipulagt með nægum fyrirvara.
Almenna reglan bæði í þessum störfum og öðrum, er að fyrirtæki getur ekki sent starfsfólk launalaust heim.
Our members have been in touch with the union about their right to salary when companies close temporarily f. ex. for Christmas and New Year and the staff is sent home. It seems that hotels and restaurants staff is especially likely to be sent home.
Our contracts are very clear on this – companies can´t close shop and send their staff home without pay. So if your employer closed his business for a few days and told you to stay home – he still needs to pay your salary.
AFLs members working in hotels and restaurants and work shift work – earn 12 salaried days off a year. These days can be used against „closed shop“ days – but the employer needs to plan this with sufficient notice.
The general rule is – no one can be sent home without pay.
Aðalfundi Sjómannadeildar AFLs sem vera átti á morgun kl. 14:00 er frestað vegna veðurs og færðar. Allt miðausturland er nú á kafi í snjó og illfært á milli staða. Búast má við að snjóruðningsmenn eigi í fullu fangi við að opna milli staða á morgun og að óþarfi sé að flækjast fyrir þeim við þessar aðstæður.
Fundurinn verður haldinn snemma í janúar og þá boðið upp á þátttöku á fjarfundi.
Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félaga LÍV í kosningu um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda liggja nú fyrir.
Kjarasamningur LIV við SA var samþykktur með 88,48% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 699 félagsfólk í félögum innan LÍV og nei sögðu 58 eða 7,34%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 17 eða 2,15 %. Á kjörskrá um samning LÍV og SA var 3.290 félagsfólk í félögum innan LÍV og greiddu 790 atkvæði, og var kjörsókn því 24,01 %.
Kjarasamningur LÍV við FA var samþykktur með 100% atkvæða, en já sögðu 16 LÍV félagar. Á kjörskrá um samning LÍV og FA voru 36 LÍV félagar og greiddu 16 atkvæði, og var kjörsókn því 44,44%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og var haldin dagana 14.- 21. desember 2022.
Á sama tíma fór fram kosning um kjarasamning VR, en VR er stærsta aðildarfélag LÍV.
Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með 81,91% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 7.808 VR félagar og nei sögðu 1.504 eða 15,78%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 220 eða 2,31 %. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 39.115 VR félagar og greiddu 9.532 atkvæði, og var kjörsókn því 24,37 %.
Kjarasamningur VR við FA var samþykktur með 85,17% atkvæða, en já sögðu 247 VR félagar og nei 38, eða 13,10%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 5 eða 1,72 %. Á kjörskrá um samning VR og FA voru 939 VR félagar og greiddu 290 atkvæði, og var kjörsókn því 30,88%.
Niðurstöður félaga
(tekið af heimasíður Landssambands Íslenskra Verslunarmanna - www.landssamband.is )
Aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 12. desember síðastliðinn. Kosningum lauk í dag, 21. desember.
Samningurinn felur í sér breytingar og viðbætur kjarasamninga aðildarfélaga Samiðnar og þá sérkjarasamninga sem teljast hluti þeirra:
Aðalkjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju og Samtaka atvinnulífsins
Kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í byggingariðnaði og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins.
Kjarsamning Samiðnar og Félags pípulagningameistara
Kjarasamning Samiðnar og Bílgreinasambandsins
Kjarasamning Byggiðnar og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga í byggingariðnaði
Kjarasamning SA og Félags- iðn og tæknigreina vegna snyrtifræðinga
Kjarasamning SA og Félags iðn- og tæknigreina vegna hársnyrtisveina
Atkvæðagreiðslu Starfsgreinadeildar félagsins um kjarasamning SGS við SA lauk kl. 12:00 á hádegi.
Á kjörskrá voru 2993 félagsmenn Atkvæði greiddu 772 eða 25,8%
Já sögðu 645 eða 83,55%
Nei sögðu 96 eða 12,43%
Auðir seðlar 31 eða 4,02%
Samningurinn er því samþykktur og gildir frá og með 1. nóvember s.l.
Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum SGS sem stóðu saman að gerð hans undir forystu SGS. Að meðaltali voru það 85% þeirra sem greiddu atkvæði í þessum 17 félögum sem samþykktu samninginn en 11% greiddu atkvæði gegn honum en rösk 3% skiluðu auðu. Kjörsókn var að meðaltali 16,6%.
Alls eru það 27.000 félagsmenn sem voru á kjörskrá en aðeins um 4.000 greiddu atkvæði. Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. nóvember og fær því launafólk sem fær laun skv. samningnum leiðréttingu fyrir nóvembermánuð með næstu útborgun.
Atkvæðagreiðslur standa enn yfir fyrir verslunar- og skrifstofufólk og iðnaðarmenn í félaginu og lýkur kl. 12:00 á miðvikudaginn