Baráttudagur verkafólks 1. maí var haldinn hátíðlegur í gær með hefðbundnum hætti, kaffiveitingar, ræður, tónlistar- og leikatriði voru meðal atriða á dagskrá. Vel á annað þúsund manns tók þátt í hátíðarhöldunum á starfssvæði AFLs.
AFL Stafgreinafélag vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að framkvæmd hátíðarhaldanna.
Ársfundur lífeyrissjóðsins Stapa verður haldinn 8. maí nk. í Hótel Reynihlíð við Mývatn, fundurinn hefst klukkan 14:00 og er opinn öllum sjóðsfélögum með málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem að sjóðnum standa.
Stjórn, starfsfólk og trúnaðarmenn AFLs Starfsgreinafélags senda félagsmönnum og launafólki öllu baráttukveðjur í tilefni 1. maí. "Verndum kjörin" er yfirskrift dagsins og ekki að ósekju en verðhækkanir rýra nú kjör þau sem nýgerðir kjarasamningar áttu að tryggja.
AFL efnir til hátíðahalda í tilefni dagsins á 10 þéttbýlisstöðum - sjá lesa meira hér að neðan.
Í gær féll dómur í Héraðsdómi Austurlands í máli er lögmenn AFLs Starfsgreinafélags höfðuðu fyrir hönd erlends félagsmanns. Með dómnum voru allar kröfur félagsins viðurkenndar og viðkomandi fyrirtæki dæmt til að greiða um 600.000 krónur auk álíka upphæðar í málskostnað.
Nú streyma inn umsóknir um orlofshús, umsóknarfrestur er til 29. apríl, úthlutun fer fram í kjölfarið. Þeir sem hafa hug á að sækja um geta gert það á viðeigandi umsóknareyðublaði eða í síma 4700300. Rétt er að taka það fram að lokið hefur verið við úthlutun íbúðarinnar á Spáni.
Verkamannadeildar verður haldinn að Egilsbraut 11, Neskaupstað, 21. apríl kl. 20:00. Verslunarmannadeildar verður haldinn að Víkurbraut 4, Höfn, 22. apríl kl. 20:00. Iðnaðarmannadeildar verður haldinn að Egilsbraut 11, Neskaupstað, 28. apríl kl. 20:00.
Þau leiðu mistök urðu við vinnslu auglýsingar um aðalfund iðnaðarmannadeildar AFLs í Dagskránni, að fundurinn var sagður vera 18. apríl. Hið rétta er, að fundurinn verður haldinn 28. apríl, í húsi félagsins að Egilsbraut 11, Neskaupsstað, Fjarðabyggð. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Nánar auglýst síðar.