AFL starfsgreinafélag

Kjaramál: Aðgerðir í undirbúningi

Starfsgreinasamband Íslands, landssamband almenns verkafólks, hefur skipað aðgerðarnefnd vegna stöðu í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Samningaviðræður hafa staðið síðan í byrjun desember en litlum árangri skilað. Því má búast við að nefndin skili tillögum til framkvæmdastjórnar SGS í næstu viku um mögulegar verkfallsboðanir.

Lesa meira

Gæðastaðlar - Starfsfólk AFLs

Elías G. Magnússon, forstöðumaður Kjarasviðs VR, var leiðbeinandi á námskeiði AFLs sl. Fimmtudag. Námskeiðið sem ætlað var starfsfólki félagsins fjallaði um gæðastaðla og verkferla.

Lesa meira

Ríkisstarfsmenn AFLs ræða kjaramál

Síðustu daga hefur Hjördís Þóra, formaður AFLs, verið að funda með ríkisstarfsmönnuimg_1937m innan AFLs til undirbúnings kröfugerðar vegna kjarasamninga AFLs/SGS við ríkið en þeir eru lausir 31. mars nk. Í gær, sunnudag, var fundað á Egilsstöðum en fyrirhuguðum fundi á Vopnafirði var aflýst vegna ófærðar.

21 trúnaðarmenn á námskeiði

img_1842Í síðustu viku lauk trúnaðarmannanámskeiði I á vegum AFLs Starfsgreinafélags. Námskeiðið var haldið að Kirkjumiðstöðinni á Eiðum en þar er góð aðstaða til námskeiða af þessari stærð.

Leiðbeinandi var Sigurlaug Gröndal og stóð námskeiðið í 2 daga og var sótt af 21 trúnaðarmanni, nýkjörnum sem reynsluboltum. Mynd Valborg 

100 ára afmæli Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar

vfrAFL Starfsgreinafélag býður félagsmönnum á Reyðarfirði sem og
annars staðar að þiggja kaffi og veitingar á Fjarðahóteli Reyðarfirði
laugardaginn 19. janúar í tilefni 100 ára afmælis
Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar. Kaffisamsætið stendur frá kl. 15:00 - 17:00.
Verið velkomin.

Skattgreiðendur borga fyrir 2b

Ábyrgðarsjóður launa, sem fjármagnaður er úr ríkissjóði, greiddi í gær upp í launakröfur starfsmannaleigunnar 2b, sem starfaði á Kárahnjúkasvæði og hlunnfór pólska starfsmenn sína um laun.

Lesa meira

Úthlutun í Spánaríbúð.

Torrevieja, Costa Blanca Búið er að úthluta í íbúðina á Spáni fyrir tímabilið sem félagið hafði til ráðstöfunar. Nokkur tímabil eru laus og er áhugasömum félagsmönnum bent á að hafa samband við félagið sem fyrst vilji þeir tryggja sér gistingu í lausum tímabilum í íbúðinni, þar sem reynslan er sú að flug á þennan sívinsæla áfangastað eru orðin uppbókuð þegar komið er fram í febrúar. Nánar