AFL starfsgreinafélag

Glæsilegur hópur trúnaðarmanna

Trúnaðarmannanámskeið 1Áhugasamir nemendur á trúnaðarmannanámskeiði sem var haldi í Kirkjumiðstöðinni Eiðum undir handleiðslu Sigurlaugar B. Gröndal. Nemendur námskeiðsins létu vel af fyrirlesara og náskeiðsefninu miðað við stutta könnun sem gerð var í lok seinni námskeiðsdagsins.

Nei frá ríkisstjórn

Embættismenn ríkisstjórnarinnar höfnuðu í dag tillögum sem landssambönd Alþýðusambands Íslands lögðu fram fyrripart desember um m.a. skattalækkanir. Með því er staða kjaraviðræðna komin í uppnám og náist ekki árangur fyrir helgi má búast við að Starfsgreinasambandið vísi kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. 

Af fundi ASÍ og SAHugmyndir ASÍ félaganna voru m.a. sérstakur persónuafsláttur fyrir þá tekjulægstu en á þeim grunni byggði samflot landssambandanna innan ASÍ um launaramma. Með því að ríkisstjórnin hefur hafnað þessum hugmyndum munu landssamböndin leita samninga hvert fyrir sig. Boðaður hefur verið fundur samninganefndar SGS í hádeginu á morgun.

Trúnaðarmannanámskeið I

Trúnaðarmannanámskeið I verður haldið dagana 10. og 11. janúar n.k. og hefst kl: 09.00 báða dagana. Kirkjumiðstöðin á Eiðum mun hýsa námskeiðið og  þeir þátttakendur sem það kjósa munu gista á staðnum. Þátttakan virðist ætla að verða nokkuð góð því að alls eru  skráðir um tuttugu manns af öllu svæði félagsins.

Lesa meira

Gleðilegt ár - þökkum samstarfið á liðnu ári

doc1
Um þessi áramót er launafólk á Austurlandi að mestu sameinað í eitt stéttarfélag. Með sameiningum félaga sem orðið hafa síðustu 10 ár hafa aðildarfélög Alþýðusambands Íslands á Austurlandi sameinast í eitt - að Verslunarmannafélagi Austurlands undanskildu. Með þessu hafa Austfirðingar mætt nýjum tíma og nýjum áherslum og kröfum samtímans til starfssemi stéttarfélaga.  
28.4.2007_04-16-35_0073
  Hér er annáll 2007

Stjórn sjómannadeildar

Á stofnfundi sjómannadeildar AFLs sem haldinn var 19. desember var kjörin ný stjórn, í henni sitja:Af stofnfundi Sjómannadeildarinnar 

Grétar Ólafsson formaður,         
Stephen Johnson varaformaður,
Björgvin Erlendsson ritari,
Jóhannes Hjalti Danner meðstjórnandi og
Guðjón Guðjónsson  meðstjórnandi,