AFL starfsgreinafélag

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins.

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur milli aðildarfélaga ASÍ og SA

Gildistími samningsins frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Samningurinn er viðbótarsamningur við þá samninga sem gerðir voru  á tímabilinu maí – september 2015 og gildir því fyrir verkamannadeildina, verslunarmannadeildina og iðnaðarmannadeildina vegna þeirra félagsmanna sem starfa á almenna markaðnum. Hann byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun og jöfnun lífeyrisréttinda.

Atkvæðagreiðslu um hann skal vera lokið fyrir 26. febrúar 2016.

Nánar um fyrirkomulag kynninga hér á síðunni á næstu dögum
Kjarasamningurinn í heild sinni.
Nánari skýringar á samningi

Brunaþéttingar

 

Brunathetting

Námskeið fyir byggingamenn, Brunáþéttingar
Námskeið fyrri alla þá sem koma að byggingarframkvæmdum. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum notuð eru til þeirra. Að loknu námskeiði fá þátttakendur viðurkenningu frá Mannvirkjastofnun sem er samstarfsaðili um námskeiðið.

Námsmat: 100% mæting
Kennari : Guðmundur Gunnarsson, fagstóri hjá Mannvirkjastofnun.
Staðsetning: Austurbrú, Búðareyri1. Reyðarfirði
Tími: Föstudagur 22. janúar kl. 13:00 - 17:00
Fullt verð: 18.000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 3000 kr.

Klukk

Hvað er Klukk?
Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS  sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi. Nánar á www.asi.is/klukk  

Hvers vegna Klukk?
Hugmyndin varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með appinu. Inn í Klukk er sérstaklega bent á gildi þess fyrir launafólk að vera í stéttarfélagi.

Apple:
https://itunes.apple.com/us/app/klukk/id1048984062?ls=1&mt=8
Google:
https://play.google.com/store/apps/details?id=is.stokkur.klukk.android

Aðalfundur sjómannadeildr AFLs Starfsgreinafélags

Verður haldinn þriðjudaginn 29. desember 2015 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar fyrir kliðið starfsár
2. Kosning stjórnar
3. Kjaramál
4. Önnur mál
Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild

Er desemberuppbótin komin?

Desemberuppbótin kemur til útgreiðslu 1.  – 15. desember, en það er mismunandi milli kjarasamninga.  Upphæðin er sem hér segir:
Verslunar og skrifstofufólk 78.000 kr.
Verkamenn (þ.m.t. hótel /veitingast.) 78.000 kr.
Iðnaðarmenn  78.000 kr.
Sveitarfélögin  95.500 kr.Ríkið  78.000 kr.
Alcoa Fjarðarál 240.000 kr.
Starfsmenn á bændabýlum  78.000 kr.
Starfsmenn við línu og net  78.000 kr.
(Sérsamningar eru fyrir ýmsa aðra hópa)