AFL starfsgreinafélag

Samið við ríkið!

Félagsmenn AFLs sem vinna hjá ríkisstofnunum fá launahækkun frá og með 1. maí skv. samningi sem samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu í gær.  Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á hinum almenna markaði í vor. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann fyrsta júní árið 2016 hækka laun um 5,5% að lágmarki 15.000 krónur auk breytinga á launatöflu. Ári síðar hækka laun um 4,5% og 1. júní 2018 hækka laun um 3%. Samningurinn gildir til 31. mars árið 2019 og kemur þá til sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2019 uppá 45.000 krónur fyrir starfsfólk í fullu starfi og hlutfallslega fyrir starfsfólk í hlutastarfi.  Lágmarkslaun eru hækkuð til samræmis við það sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði og verða 300.000 krónur frá 1. júní 2018 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun. Framlag í þróunar- og símenntunarsjóði verður hækkað í 0,82% auk þess sem aukið framlag verður sett í stofnanasamninga samkvæmt sérstakri bókun.

Um samninginn:

Lesa meira

Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka

Frá 1. janúar 2015 verða allir iðnmeistarar að hafa gæðastjórnunarkerfi. Þetta námskeið er ætlað iðnmeisturum sem hafa sem undirverktaka og\eða einyrkjar í bygginga-og mannvirkjagerð. Markmið þess

Hækkað verð orlofsíbúða í Reykjavík

Verð á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags hefur verið hækkað um ca 9% að meðaltali. Þrátt fyrir þessa hækkun - er leiguverð enn lægra en það var 2009 en félagið hefur ekki hækkað leigu síðan þá. Á tímabilinu voru þrif hins vegar sett inn í íbúðum í Reykjavík og eru innifalin í leiguverði. Tvö nýmæli eru einnig í verðskrá félagsins nú - í fyrsta lagi eru íbúðir verðlagðar eftir stærð - þ.e. 4ja herbergja íbúðir eru dýrari til leigu en 2ja herbergja og eins er leiguverð ekki endilega látið standa á heilu þúsundi eins og verið hefur.

Lesa meira

Nýr samningur

Nýr samningur við Landssamband smábátaeigenda um ákvæðisvinnu, við línu og net hefur verið undirritaður sjá samninginn hér

Grunnskóla- starfsmenn í AFLi!

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 11. september n.k. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði.
Dagskráin hefst kl. 10:00

10:00 –   Setning – Kristrún B. Gunnarsdóttir
10:15 –   Breytingar í orlofsmálum félagsins.
11:00 –   „Fátæk börn – að þekkja – skilja og aðstoða“.  Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi.
12:30 –    Hádegisverður 13:30 –    Kjaramál – samningur við sveitarfélögin - starfsmat. Hjördís Þóra, formaður AFLs.
14:00 –    Líkami og sál – Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari.
14:30 –    Kaffihlé.
15:00 –    Umræðuhópar
16:30 –    Hlé 17:30 –    Veitingar og dagskrárslit.

Dagskrá og nánari upplýsingar hjá félaginu. AFL sér um skipulag ferða, Skráning í  4700300 eða  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi miðvikudaginn 9. september

Kjarasamningur RSÍ/AFLs við Alcoa samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ/AFLs við Alcoa Fjarðaál lauk kl. 10 í morgun og liggur niðurstaða fyrir úr henni.

Á kjörskrá voru 393 starfsmenn Alcoa og félagsmenn í RSÍ og AFLi en alls greiddu 180 atkvæði um samninginn eða 45,8%. Féllu atkvæði þannig:
Já sögðu 162 eða 90,0%
Nei sögðu 16 eða 8,9%
Auðir seðlar voru 2 eða 1,1%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur. Sjá kjarasamning