AFL vann í vikunni mál fyrir Félagsdómi gegn Fjarðabyggð. Málsatvik eru þau að tveir starfsmenn Fjarðabyggðar hafa meistararéttindi í iðngrein - sem þó tengist ekki núverandi starfi þeirra, töldu sig eiga kröfu á launaauka í samræmi við menntun sína. Í kafla um símenntun í kjarasamningi AFLs við Samband Sveitarfélaga er tekið fram að meistararéttindi í iðngrein sem þó tengist ekki starfi viðkomandi skulu gefa 2 persónustig eða 4% kaupauka. Þetta er sambærilegt á við þann launaauka sem stúdentspróf gefur.
Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið
Ríkisstarfsmenn í 15 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 7. október síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan var mjög afgerandi – já sögðu 81,8% en nei sögðu
Námskeiðið Frágangur rakavarnarlaga verður haldið á Egilsstöðum 30. október nk. Nú þegar hafa 5 skráð sig á námskeiðið þannig að við munum örugglega halda það. Meðfylgjandi er auglýsing til kynningar á námskeiðinu.
Rafræn kosning hefst kl. 09.00 þann 21. október og henni lýkur á miðnætti 29. október. Bæklingar með lykilorði munu berast í póst. Kosning - Vote - Głosowanie
Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsingu vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála.
Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn sambandsins tók nokkrum breytingum en í nýkjörinni stjórn sitja: Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Sigurður A. Guðmundsson (Vlf. Snæfellinga) og Ragnar Ólason (Efling stéttarfélag).
Varamenn eru: Anna Júlíusdóttir (Eining-Iðja), Þórarinn Sverrisson (Aldan stéttarfélag), Guðrún Elín Pálsdóttir (Verkalýðsfélag Suðurlands), Vilhjálmur Birgisson (Vlf. Akraness) og Linda Baldursdóttir (Vlf. Hlíf).
Félagsmenn AFLs sem vinna hjá ríkisstofnunum fá launahækkun frá og með 1. maí skv. samningi sem samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu í gær. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á hinum almenna markaði í vor. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann fyrsta júní árið 2016 hækka laun um 5,5% að lágmarki 15.000 krónur auk breytinga á launatöflu. Ári síðar hækka laun um 4,5% og 1. júní 2018 hækka laun um 3%. Samningurinn gildir til 31. mars árið 2019 og kemur þá til sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2019 uppá 45.000 krónur fyrir starfsfólk í fullu starfi og hlutfallslega fyrir starfsfólk í hlutastarfi. Lágmarkslaun eru hækkuð til samræmis við það sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði og verða 300.000 krónur frá 1. júní 2018 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun. Framlag í þróunar- og símenntunarsjóði verður hækkað í 0,82% auk þess sem aukið framlag verður sett í stofnanasamninga samkvæmt sérstakri bókun.