Niðurstaða umfangsmikillar viðhorfskönnunar birt í dag
1,6% félaga AFLs hafa misst húsnæði sitt af völdum bankahrunsins 2008. Þetta kemur fram í umfangsmikilli viðhorfskönnun meðal félagsmanna AFLs sem framkvæmd var nú í haust. Unnið var með 1.500 manna úrtak og sá Capacent um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar.
AFL var í samstarfi við Einingu Iðju á Akureyri og voru nákvæmlega sömu spurningar spurðar í könnunum beggja félaganna, AFL og Eining byggðu á könnun sem Flóafélögin, Efling, Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og Hlíf í Hafnarfirði, hafa látið vinna fyrir sig undanfarin ár og var verið að framkvæmda á sama tíma og könnun AFLs og Einingar.