AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómenn athugið!

Boðað er til aðalfundar í sjómannadeild félagsins mánudaginn 28. desember kl 17:00 í  Námsverinu Búðareyri 1 Reyðarfirði.
thumb_thorirhofnDagskrá:
  1. Kjaramál
  2. Formannafundur Sjómannasambandsins
  3. Skýrsla um störf deildarinnar
  4. Kosning stjórnar deildarinnar
  5. Önnur mál

AFL Starfsgreinafélag  Sjómannadeild
Ferðir verða skipulagðar eftir því sem menn skrá sig frá hverri skrifstofu fyrir sig.

Skerðing atvinnuleysisbóta: Ekki liðið án aðgerða

AFL Starfsgreinafélag mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum félagsmálaráðuneytisins um skerðingu atvinnuleysisbóta , einkum hjá ungu fólki. Atvinnuleysisbótaréttur er áunninn réttur sem fæst með þátttöku á vinnumarkaði án tillits til aldurs, litarháttar, kyns eða búsetu. Það er fráleitt að duttlungaákvarðanir embættismanna skerði þennan rétt.


Lesa meira

Góður fundur trúnaðarmanna og starfsfólks

img_7888Slæm færð í gær hamlaði för trúnaðarmanna frá Vopnafirði og Seyðisfirði á upplýsingafund er AFL Starfsgreinafélag stóð fyrir um "Velferðarvaktina" og það sem starf sem unnið er til að fylgjast með og reyna að fyrirbyggja, skaðlegum áhrifum efnhagsástandsins á þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar Stéttarfélags, er fulltrúi ASÍ í stýrihóp Velferðarvaktarinnar og kom hún til Reyðarfjarðar og fræddi trúnaðarmenn og starfsfólk AFLs um vinnu vaktarinnar.

 

Lesa meira

Öllum málum gegn Impregilo lokið

Þeim málum sem AFL Starfsgreinafélag hefur rekið fyrir hönd félagsmanna sinna gagnvart verktakafyrirtækinu Impregilo vegna vinnuslysa og annarra mála við framkvæmdir við Kárahnjúkastíflu er lokið. Í júlí sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu máli og kaus Impregilo að áfrýja ekki og hefur náðst sátt um uppgjör í kjölfar þess dóms og síðasta málinu lauk með sátt nú fyrir skömmu.

Lesa meira

Nýir samningar úr prentun.

Samningar sjómanna frá 1. janúar hafa verið prentaðir og fást afhentir á skrifstofum félagsins.Sama gildir um samninga iðnaðarmanna frá febrúar 2008.

Fráleitar hugmyndir stjórnvalda gagnvart atvinnulausum

Framkomnar hugmyndir um breytingar á greiðslum bóta til atvinnulausra eru fráleitar að mati miðstjórnar ASÍ. Í hugmyndunum felast verulegarbreytingar á högum atvinnulausra - sérstaklega þeirra yngri. Miðstjórn ASÍ hefur hafnað þessum hugmyndum og hvatt stjórnvöld til að endurskoða forgangsröð verkefna og tryggja meira fé til vinnumarkaðshugmynda. Ennfremur árettar miðstjórn kröfu Alþýðusambandsins um að verkalýðshreyfingin axli ábyrgð á framkvæmd atvinnuleysisbótakerfisins svo og vinnumarkaðsaðgerða.

Sjá nánar á síðu ASÍ

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi