AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launahækkanir 1. janúar 2010

Þann 1. janúar hækkar kauptrygging háseta um 6.500 krónur og tímakaup og starfsaldursálag taka mið af þeirri hækkun. Aðrir liðir hækka um 2.5%. Fæðispeningar taka ekki breytingum fyrr en 1. júní.
Starfsmenn Alcoa fá 2% samningsbundna hækkun auk 2% hækkunar samkvæmt ákvörðun fyrirtækisins.
Aðrir félagsmenn eru ekki að fá samningsbundnar hækkanir fyrr en í júní.

Lesa meira

Breytingar á staðgreiðslu um áramót.

Þann 1. janúar taka gildi ný lög um tekjuskatt sem er nokkuð frábrugðin því sem við höfum búið við undanfarin ár. Áfram verðum við með staðgreiðsluskatt en hann er nú í þremum þrepum. Af tekjuskattsstofni að 2.400.000 kr.(200.000 pr. mánuði) reiknast 37,22% í staðgreiðslu. Af næstu 5.400.000 kr. (450.000 pr. mánuði) reiknast 40,12% skattur. Af því sem umfram er 7.800.000 kr. (650.000 pr. mánuði) reiknast 46,12% skattur. Innifalið í þessum prósentum er útsvarið. Launafólk er ábyrgt fyrir að reiknuð sé staðgreiðsla í samræmi við lögin, starfi það hjá fleiri en einum vinnuveitenda. Persónuaflsáttur 44.205 kr. Sjómannaafsláttur 987 kr. á dag. Frítekjumark barna fædd 1995 og síðar er 6% af tekjum umfram 100.745. Tryggingagjald 8.65%. En hvað þýðir þetta fyrir launamanninn? Sjá nánar.

Aðalfundur sjómanna 2009

thumb_sjmannafundur_2009Aðalfundur í sjómannadeild AFLs var haldinn í gær á Reyðarfirði. Undir liðnum kjaramál var eftirfarandi ályktun samþykkt um skattamál sjómanna.

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags átelur stjórnvöld fyrir lagabreytingar á skattaumhverfi sjómanna án þess að tekið sé tillit til sögu sjómannaafsláttarins. Krafa fundarins er að lögin verði afturkölluð eða að sjómenn fái í hans stað dagpeninga líkt og aðrar stéttir sem stunda vinnu fjarri heimili og skorar fundurinn á útvegsmenn að standa með sjómönnum í þessum efnum. Fundurinn minnir jafnframt á að sjómenn þurfa einir stétta að greiða fyrir eldsneyti á sínum vinnustað með þátttöku í olíukostnaði útgerðar.

Lesa meira

Fyrstu útskriftir StarfA

thumb_img_6509Á fimmtudag útskrifaði Starfsendurhæfing Austurlands fyrstu tvo hópa þáttakenda í starfsendurhæfingu. Annar hópurinn, níu þátttakendur voru útskrifaðir á Egilsstöðum en í Fjarðabyggð voru luku 12 einstaklingar endurhæfingunni. Nokkrir til viðbótar hafa verið í hópunum en hætt m.a. til að hefja störf eða nám.

Lesa meira

Birting annáls tefst!

Birting annáls AFLs fyrir 2009 tefst um nokkra daga. Skýringin er að annálshöfundur hefur legið í pest milli jóla og nýárs og lítt sinnt skrifum.

Myndasamkeppni

thumb_23_des_2009_104Verðlaun voru veitt fyrir fyrsta sæti myndasamkeppni sumarsins, þar sem þemað var, mynd af eða úr sumardvalarstað félagsins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Nettó á Hornafirði klukkan 9 í morgun á vinnustað vinningshafans. Fyrstu verðlaun hlaun Finnur Karl Vignirsson fyrir mynd tekna í Úthlíð (sjá mynd). Í fyrstu verðlaun var glæsileg myndavél. Tvenn önnur verðlaun eru veitt þar sem einungis bárust myndir af tveim sumardvarlarstöðum til viðbótar, er það fyrir Einarsstaði og Illugastaði.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi