AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Starfsendurhæfing Austurlands

Glæsilegur stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði í dagAf fundi Starfsendurhæfingar Austurlands. Á fundinum var stofnskrá samþykkt og fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. Reiknað er með að 20 einstaklingar verði í fyrsta hóp sem nýtur starfsendurhæfingar á vegum hinnar nýstofnuðu sjálfseignarstofnunar.

Nýráðinn forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands, Erla Jónsdóttir, var kynnt fyrir fundarmönnum og fór hún yfir verkefni næstu vikna - en undirbúningur stendur nú yfir í samráði við m.a. heilbrigðisstéttir og mennta-og fræðslustofnanir.

Lesa meira

Góður dagur í dag: Starfsendurhæfing tekur til starfa

Stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands verður haldinn 14. nóvember kl. 14:00 í Safnaðarheimilinu Reyðarfirði. Meðal stofnaðila eru AFL, Verslunarmannafélag Austurlands, HSA, VMS, framhaldsskólar, ÞNA, og flest sveitarfélög á svæðinu og lífeyrissjóðsins Stapa.

Dagskrá fundarins er sem hér segir

Lesa meira

Undirbúningur kjarasamninga

Nú standa yfir undirbúningsfundir fyrir kröfugerð komandi kjarasamninga. Formaður AFLs, Hjördís Þóra, og aðrir fulltrúar félagsins í samninganefndum og undirbúningshópum munu sitja fundi í dag þar sem kröfugerðir verða undirbúnar og stendur sú vinna fram yfir næstu helgi. Starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum undirbúa kröfugerð vegna vinnustaðasamnings á sínu sviði - en samningsumboð til þeirra samninga hefur ekki verið framselt til SGS en AFL hefur boðið öðrum félögum, s.s. Vlf. Akraness og Drífanda í Vestmannaeyjum og Verkalýðsfélagi Þórshafnar - en á félagssvæði þessara félaga er langstærstur hluti bræðslna landsins.

AFL og RSÍ. Vinnustaðafundir hjá ALCOA

Fulltrúar AFLs og RSÍ hefja í dag röð vinnustaðafunda með starfsmönnum ALCOA. Fyrsti fundurinn verður í dag kl. 15:00 þar sem fundað verður með dagvinnufólki en síðan verður haldinn fundur með starfsfólki C vaktar kl. 19:00 og A vaktar kl. 20:00. Fundunum verður framhaldið eftir helgi og þá fundað með starfsmönnum B og D vaktar.

Dagskrá fundanna hefur verið auglýst og er á þessa leið:
   1. Staða mála við leiðréttingar á launum og tímaskrift vakta.
   2. Uppsagnir starfsmanna.
   3. Kosningar trúnaðarmanns iðnaðarmanna - járniðnað. 
   4. Önnur mál.

Fjölmennt á Siðfræðinámskeið

Á þriðja tug félagsmanna AFLs sóttu í dag námskeið félagsins í Siðfræði á Vinnustað. Leiðbeinandi var Björn Hafberg. Námskeiðið var á Egilsstöðum og var farið yfir ýmis atriði í samskiptum á vinnustöðum og gerðu félagsmenn AFLs góðan róm að kennslunni. Námskeiðið var haldið í gærkvöld á Höfn á Hornarfirði og var þokkalega sótt en um 40 félagsmenn hafa skráð sig til þátttöku á Vopnafirði annað kvöld og þátttaka á Norðfirði virðist einnig verða góð.

Þá var haldið trúnaðarmannanámskeið III á Hornafirði síðustu daga en var ekki fjölsótt. Vegna anna hefur verið ákveðið að fresta áður auglýstu trúnaðarmannanámskeiði I fram í janúar og trúnaðarmannanámskeið fyrir útlendinga hefur sömuleiðis verið frestað.

Góðir vinnustaðafundir

Fulltrúar AFLs og RSÍ mættu á þrjá vinnustaðafundi með starfsmönnum ALCOA Fjarðaáls í gær. Trúnaðarmenn félaganna auglýstu fundina, sem verða 5 í allt. Í gær voru fundir með dagvinnufólki, A vakt og C vakt og alls sóttu tæplega 100 starfsmenn þá. Iðnaðarmenn hjá Alcoa

Tvö meginmál voru til umfjöllunar á fundunum - þ.e. laun og erfiðleikar sem fyrirtækið hefur átt við að etja við að koma launafærslum í rétt horf og síðan uppsagnir starfsmanna að undanförnu - sem m.a. hafa orðið fréttaefni í fjölmiðlum.

Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að koma launaútreikningi í rétt horf og margir ýmist skilja ekki launaseðla og tímaskrift eða telji sig eiga inni leiðréttingar og þrátt fyrir að fyrst núna hilli undir mötuneytisaðstöðu, mátti skilja hjá fundarmönnum mikinn velvilja til fyrirtækisins og jákvætt viðhorf.

Umræddar uppsagnir hafa komið nokkurri umræðu af stað meðal starfsmanna en fyrkrtækið hefur endurskoðað verklagsreglur við uppsagnir og voru nokkur atriði þeirra kynnt á fundinum - þ.á.m. aðkomu trúnaðarmanna starfsmanna.

Fundirnir voru vel heppnaðir og urðu fjörugar umræður um ýmis atriði.