AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Gagnrýni AFLs var kannski óþolandi - en réttmæt!

Í síðustu viku hafnaði stjórn Ábyrgðasjóðs launa erindi AFLs Starfsgreinafélags um að sjóðurinn ábyrgðist vangoldin laun fyrrum starfsmanna NCL / GT verktaka en mál þeirra vöktu mikla athygli fyrir tveimur árum síðan er AFL Starfsgreinafélag hafði afskipti af málum þeirra en þeir ásökuðu m.a. GT verktaka um að tilreiða falska launaseðla.  Sjá fyrri umfjöllun hér: eldrifrett. Sjá einnig mbl.  hér.

Lesa meira

Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila

Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss.

 

Lesa meira

Hjólbarðaverkstæði Óskars á Fáskrúðsfirði ódýrt

dekkAllt að 5.000 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á jeppa með sautján tommu álfelgum (t.d. Mitsubishi Pajero), sem er 67% verðmunur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 49 þjónustuaðilum víðsvegar á landinu í gær.

Lesa meira

Fulltrúar AFLs á SGS þingi

thumb_fulltruar_afls_2009Annað þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið á Selfossi sl. fimmtudag og föstudag. Þingfulltrúar AFLs skiluðu sér þó ekki til síns heima fyrr en á sunnudag þar sem ófært var með flugi þangað til.

Á myndinni eru fulltrúar AFLs, frá vinstri:  Ásgeir Sigmarsson, trúnaðarmaður hjá ALCOA, Sverrir Albertsson, AFL Egilsstöðum, Stefanía Stefánsdóttir, trúnaðarmaður hjá HSA Seyðisfirði,  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Steinunn Zöega, trúnaðarmaður hjá Granda Vopnafirði, Jóna Járnbrá Jónsdóttir, formaður Verkamannadeildar AFLs og trúnaðarmaður hjá Síldarvinnslunni Neskaupstað, Þorkell Kolbeins, AFLi Hornafirði, og Reynir Arnórsson, trúnaðarmaður hjá Vísi, Djúpavogi.

Sjá nánari ályktanir þingsins á vef SGS Ályktanir og umfjöllun SGS

AFL undirbýr stefnur á hendur sjóðsstjórum

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags hefur ákveðið að fela lögmönnum félagsins að stefna umsjónarmönnum peningamarkaðssjóðs Landsvaka vegna þess tjóns sem félagið varð fyrir við uppgjör sjóðsins. Tilefni stefnunnar er að félagið telur að sjóðsstjórar Landsvaka hafi blekkt félagið til fjárfestinga þegar ljóst var að áhættudreifing var óásættanleg.

Lesa meira

Talsverður verðmunur á smurþjónustu á Austurlandi

smurningMikill verðmunur er á smurþjónustu fyrir bíla að því er fram kemur í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í samvinnu við AFL, hjá 9 þjónustuaðilum víðs vegar á Austurlandi mánudaginn 12. október sl. Munur á hæsta og lægsta verði á smurþjónustu fyrir meðal stóra bíla, reyndist rúmlega 2.700 kr. eða 86% verðmunur.  Munur á hæsta og lægsta verði á þjónustu fyrir jepplinga reyndist vera 4.256 kr, sem er 155% verðmunur.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi