Dagana 23. – 25. september var haldið Trúnaðarmannanámskeið I 3. þrep. Námskeiðið, sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt í alla staði, samanstóð af námsþáttunum „Starfsendurhæfing-hugmyndafræði, framkvæmd og árangur. Lestur launaseðla og launaútreikningar. Að standa upp og tala og síðast en ekki síst, hagfræði“. Almenn ánægja var bæði með námsefnið og kennarana og ekki síst með aðbúnaðinn á Eyjólfsstöðum í Fljótsdal, þar sem námskeiðið var haldið. Alls sóttu 18 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu námskeiðið, sem eins og áður segir tókst frábærlega í alla staði.
Laun starfsmanna ALCOA á Reyðarfirði er þiggja laun skv. samningi AFLs og RSÍ við ALCOA hækka nú 1. október um 3,5% og síðan um 4% um áramót, í stað 2% eins og kveðið er á um í samningum. 1. maí 2010 hækka síðan laun um 2,5%. 1. júní sl. hækkuðu laun starfsmanna um 4,3% í samræmi við endurskoðunarákvæði samningsins.
Rúmlega 50 manns mættu til hinnar árlegu kjaramálaráðstefnu AFLs í nýju og glæsilegu hús félagsins að Búðareyri 1 síðastliðinn föstudag. Jóna Járnbrá Jónsdóttir formaður Verkamannadeildar AFLs setti ráðstefnuna með glæsibrag. Í kjölfarið flutti Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður félagsins ávarp, þar sem hún skýrði meðal annars frá því hvernig afleiðingarnar yrðu ef gerður yrði flatur niðurskurður á skuldum heimilanna.
Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur, Háskólanum í Reykjavík, hélt athyglisverðan fyrirlestur um siðferði og hrun efnahagslífsins og menn því tengdu. Hann dró fram í dagsljósið athyglisverðar staðreyndir og minnti rækilega á hversu fljótur maður er að gleyma.
Í tilefni verkloka er opið hús og allir boðnir velkomnir til að skoða aðstöðuna og þiggja léttar veitingar, föstudaginn 18. september næstkomandi. Móttakan hefst klukkan 16:00 og verður þá afhjúpað listaverk eftir Helgu Unnarsdóttir, leirlistarkonu, sem verktakar hússins hafa gefið eigendum. Ennfremur verður sýning á vegum Listasafns Alþýðu. Eftir formlega opnun hússins verður boðið upp á léttar veitingar og húsið opið til skoðunar.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á kjaramálaráðstefnu AFLs Starfsgreinafélags sl. laugardag. Í stað umræðu um niðurfellingu skulda og rýrnandi kaupmátt - beindi ráðstefnan augum sínum að siðferði í viðskiptum og því siðrofi sem orðið hefur í samfélaginu og hvernig unnt væri að byggja upp réttlátt þjóðfélag til frambúðar. Ályktunin fer hér á eftir:
Á fimmtudaginn var opið hús að Búðareyri 1, þó nokkrir nýttu sér það tækifæri og skoðuðu okkar glæsilegar hús sem nú er iðulagea nefnt fróðleiksmolinn, í húsinu er starfræktar ein af 10 skrifstofum AFLs á Austurlandi, Starfsendurhæfing Austurlands er með skrifstofu og starfsemi í húsinu, Þekkingarnet Austurlands leigir og rekur neðri hæð hússins og Þróunarfélag Austurlands mun opna skrifstofu sína á Reyðarfirði í húsinu inna tíðar. Sjá myndir frá opnuninni