AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sveitarfélagasamningur

Velja til að skoða nánar, pdf formÍ gær var skrifað undir kjarasamning milli AFLs og Launanendar sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaganna 10 á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember s.l. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í næstu viku.
Helstu atriði samningsins eru:

Lesa meira

ALCOA greiðir veglegan kaupauka

ALCOA tilkynnti í morgun að starfsmenn Fjarðaáls fá greiddan kaupauka næstkomandi mánudag. Kaupaukinn mun nema mánaðarlaunum að viðbættu 15% álagi. Þetta er kærkominn bónus á þessum erfiðu tímum en áður höfðu Ísal og Norðural greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs og RSÍ við ALCOA Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

Stjórn og starfsfólk AFLs treystir böndin

MývatnUm síðustu helgi fór stjórn AFLs og starfsfólk félagsins að Mývatni og eyddi saman helginni. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og stjórn síðustu vikurnar m.a. vegna atvinnuástands á svæðinu og yfirstandandi efnahagshremmingum og þótti því tilvalið að efla samstöðu innan hópsins um leið og farið var í hefðbundið jólahlaðborð.

Lesa meira

Rausnarleg jólagjöf Brimbergs

Um fimmtíu starfsmenn frystihússins Brimbergs á Seyðisfirði fengu glaðning í morgunkaffinu þegar Gunnlaugur Bogason, framkvæmdastjóri, færði öllum starfsmönnum gjafabréf að upphæð 40.000 kr.

Lesa meira

Kveðjur frá starfsmönnum ALCOA í Mexíkó

comiteAFLi hefur borist kveðja frá mannréttindasamtökunum Comtié Fronterizo de Obrer  Mexíkó en samtökin hafa tekið að sér hagsmunabaráttu starfsmanna tveggja ALCOA verksmiðja  í Ciudad Acuna og Piedras Negras þar sem ekki er starfandi verkalýðsfélag í verksmiðjunum

Lesa meira

Einhliða kjaraskerðingar standast ekki!

KjaraskerðingNokkuð hefur borið á því að fyrirtæki hafa ákveðið einhliða kjaraskerðingar starfsmanna sinna og jafnvel boðað fólk á fund - einn og einn starfsmann í einu - þar sem því er boðið upp á að skrifa undir samkomulag um kjaraskerðingar.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi