AFL starfsgreinafélag

Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda AFLs Starfsgreinafélags verða haldnir sem hér segir í samræmi við lög félagsins.

 

Lesa meira

Hiksti í samningaviðræðum!

Samningaviðræður AFLs við viðsemjendur eru að mestu í biðstöðu þessa dagana - en þó ganga viðræður félagsins við ALCOA Fjarðaál skv. áætlun og er ennþá stefnt að því að ljúka samningum við fyrirtækið í byrjun maí eins og samkomulag félagsins við ALCOA í desember sl. gerði ráð fyrir. Fundum um almenna kjarasamninga hefur verið frestað og sérkjarasamningaviðræður eru flestar í biðstöðu.

Lesa meira

Orlofshús sumarið 2011

thumb_aflorlof2011_page_01Fyrir helgina fór í póst á öll heimili á austurlandi hinn árlegi orlofsbæklingur sem hefur að geyma upplýsingum um orlofshús sem í boði eru fyrir félagsmenn á 12 stöðum víðsvegar um landið, ásamt upplýsingar um íbúð á Spáni, auk þess eru upplýsingar um aðra orlofskosti og afslætti sem í boði eru. Umsóknarfrestur orlofshúsa 2011 er til 13. apríl. Úthlutun fer fram 14. apríl á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði. Leiguverð orlofshúsanna er 20.000 kr.  á viku þar sem er heitur pottur til staðar, 18.000 kr. á Einarsstöðum, á Spáni 54.000 kr. tveggja vikna tímabil. Umsóknareyðublað.pdf

Trúnaðarmannanámskeið II 6. þrep

Trúnaðarmannanámskeið II 6. þrep, verður haldið á Eyjólfsstöðum 14. og 15. apríl n.k. ef næg þátttaka næst. Skráning fer fram í síma félagsins 4 700 300, eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Spennandi og skemmtileg dagskrá námskeiðsins er hér að neðan.

Fyrri dagur:
10:00-13:00 Vinnueftirlitið-vinnuvernd, Friðjón Axfjörð
13:00-14:00 Matur
14:00-17:00 Vinnueftirlitið-vinnuvernd, Friðjón Axfjörð

Seinni dagur:
10:00-13:00 Fyrirtækjasamningar og launaviðtöl, Guðmundur Hilmarsson
13:00-14:00 Matur
14:00-16:30 Fyrirtækjasamningar og launaviðtöl, Guðmundur Hilmarsson
16:30-17:00 Námsmat og slit

Verum virk og tökum afstöðu

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2011 var haldinn á Höfn í Hornafirði sl. föstudag og laugardag. Fundurinn tókst vel en hefur oftast verið betur sóttur en nú en alls voru um 40 trúnaðarmenn á fundinum.

Lesa meira

Ársfundur Trúnaðarmanna

Ársfundur trúnaðarmanna er haldinn á Hornafirði að þessu sinni dagana 25. og 26. mars . Af þeim sökum verða flestar skrifstofur félagsins lokaðar föstudaginn 25. mars. Við biðjumst velvirðingar á þessari truflun, en hægt er að ná sambandi við starfsmenn félagsins í farsíma þeirra ef mikið liggur við.