Almennur fundur til kynningar á kjarasamningi AFLs og RSÍ við ALCOA verður að Búðareyri 1 kl. 13:00 í dag. Ennfremur verða fundir fyrir Dagvakt kl. 15:00 í dag og fyrir B vakt kl. 19:00 í mötuneyti verksmiðjunnar.
Undirritaðir voru í dag á Reyðarfirði kjarasamningar milli Alcoa Fjarðaáls annars vegar og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands hins vegar. Í aðalatriðum byggja samningarnir á sömu launabreytingum og þeir samningar sem nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins, en fela þó í sér ákveðnar nýjungar og breytingar frá fyrri samningi.
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna sleit á sjöunda tímanum í kvöld viðræðum sínum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sjómannasamband Íslands og LÍÚ gengu í morgun frá samkomulagi um 4,25% hækkun á kauptryggingu og kaupliðum sjómanna innan vébanda Sjómannasambandssins,
AFL Starfsgreinafélag, ásamt öðrum félögum innan SGS, gekk á miðvikudag frá nýjum kjarasamningi við ríkið. Samningurinn er áþekkur almennum kjarasamningi SGS að því frábrugðnu að samningstími er lengri eða til 31. mars 2014 og kemur því 38.000 króna eingreiðsla í lok samningstíma.
Vegna nokkurra fyrirspurna launagreiðenda er rétt að vekja athygli á að orlof á að greiðast af eingreiðslunni - 50.000 kr. nú um mánaðarmótin. Eingreiðslan er 50.000 kr. miðað við 100% starfshlutfall mars - maí en skerðist miðað við minna starfshlutfall. Orlof greiðist á öll laun, þ.m.t. þessa eingreiðslu. Taxtahækkanir koma til framkvæmda frá og með mánaðarmótunum og greiðast því væntanlega út hjá flestum félagsmönnum um mánaðarmótin júní - júlí.