Gerð hefur verið lausleg könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá sveitafélögum. Fram kemur að umtalsverður munur virðist vera þar á og ekki virðast vera sömu viðmiðanir þegar þessi laun eru reiknuð.
Skrifstofur AFLs verða lokaðar vegna sumarorlofs starfsmanna sem hér segir:
Seyðisfjörður | frá 14. júlí | til 21. júlí |
Vopnafjörður | frá 14. júlí | til 5. ágúst |
Eskifjörður | frá 29. júlí | til 18. ágúst |
Norðfjörður | frá 8. júlí | til 23. júlí |
Sumarlokun á Vopnafirði
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður frystihúsi HB Granda á Vopnafirði lokað í 5 vikur í sumar. á vef HB Granda segir "Að Sögn Torfa Þ. Þorsteinssonar, framleiðslustjóra landvinnslunnar hjá HB Granda, hefst sumarlokun í frystihúsinu á Vopnafirði þann 4. júlí nk. en vinnsla hefst að nýju 11. ágúst".
ALCOA Ástralíu - "force majeure"
Vegna sprengingar í "Apache Energy's Varanus Island " orkuverinu í Ástralíu hefur ALCOA Ástralíu neyðst til að tilkynna viðskiptavinum um seinkun á afhendingu framleiðslu og bera við "force majeure" sem þýðir að ekki sé unnt að standa við gerða samninga af ástæðum sem enginn fær ráðið við, s.s. vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða annarra aðstæðna sem ekki verða fyrirséðar. (ALCOA fréttatilkynning)
Verkalýðsfélög sameinast yfir úthöf
Eitt stærsta verkalýðsfélag heims er að verða til þessa dagana en United Steel Workers of America og Unite the Union of Great Britain skrifuðu á miðvikudag undir samkomulag um stofnun "Workers Uniting" með sameiningu þessara félaga.
Kjarasamningur við ríki samþykktur
Atkvæðagreiðslu um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna, við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar á kjarasamningi aðila, sem skrifað var undir 26. maí s.l., lauk nú upp úr hádeginu. Samkomulagið var samþykkt.
Fleiri greinar...
- Fundað á suðurfjörðum
- Ekkert frí hjá stjórninni
- Yfirtrúnaðarmaður í ALCOA
- Morgunblaðið lokar á Austurland
- Lækkun leikskólagjalda í Fjarðabyggð
- Orlofsdagar - lenging hjá sumum
- Nýr kjarasamningur við ríkið
- Verslunarmannafélag Austurlands sameinast VR
- Orlofsuppót greiðist 1. júní
- Ungt fólk á leið á vinnumarkað