Verkamannadeild AFLs mun gangast fyrir ráðstefnu upp úr miðjum september þar sem kjaramál og endurskoðun launaliða almennra kjarasamninga nk. áramót verða til umfjöllunar auk kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga sem lausir verða í haust.
Seyðisfjarðarkaupstaður hefur svarað erindi formanns AFLs er sent var fyrr í mánuðinum. Hjördís Þóra, formaður AFLs, sendi sveitarfélögum á Austurlandi, erindi í kjölfar launakönnunar félagsins hjá vinnuskólum og unglingavinnu á Austurlandi.
Starfsgreinasamband Íslands hefur gengið frá nýjum stofnanasamningi við Vegagerðina og tekur samningurinn gildi frá 1. júlí sl. Samkvæmt samningnum geta starfsmenn hækkað um 1 - 3 launaflokka eða grunnraðast í launaflokka 9 - 14 en röðuðust áður í 7 - 10. Grunnröðun til viðbótar geta komið allt að fimm launaflokkar, eftir starfsreynslu og menntun. Sjá samninginn í heild vegagerðin_2008
Starfsgreinasambandið hefur, fyrir hönd aðildarfélagarfélaganna, gengið frá samningi við Landssamband smábátaeigenda um beitningu, uppstokkun og aðra línuvinnu svo og vinnu við netaafskurð og fellingu neta. Jafnframt eru inni í samningum ákvæði um fellingu grásleppuneta.
AFL hefur borist ábending um veitingastað á félagssvæði sem er rekinn með vinnuafli 5 erlendra stúlkna er vinni 6 - 7 klst. hver daglega, 7 daga vikunnar og þiggja fyrir það um 80.000 kr. mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. Starfsfólkið er skráð sem ferðamenn og greiða ekki skatta.
Í lauslegri könnun sem stéttarfélögin hafa verið að vinna á launakjörum í vinnuskólum víða um land kemur í ljós að launakjör 16 ára unglinga eru best á Suðurfjörðum Vestfjarða, Vesturbyggð og Tálknafirði eða 735 kr á tímann. Fast á hælana er síðan Grýtubakkahreppur við Eyjafjörð með 732 og síðan Fjarðabyggð með 705 kr og Ísafjörður og Súðavík með 702 kr. á tímann.