AFL starfsgreinafélag

Ódýrt flug fyrir félagsmenn AFLs

thumb_ernirAfl Starfsgreinafélag hefur gert samkomulag við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld  fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Verð fyrir aðra leið er 8.000 krónur og  er nafn félagsmanns ritað á miðann við kaup á honum. Miðarnir verða seldir á skrifstofum AFLs á Hornafirði og Djúpavogi frá og með 25. nóvember n.k.

Lesa meira

Verðbólgan er þér að kenna!

Skv. auglýsingu sem Samtök Atvinnulífsins sýndi í gærkvöldi er verðbólga launafólki að kenna og þeirri ósvífni launafólks að krefjast hærri launa.  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands er ekki á sama máli og sá ekki ástæðu til að mæta á boðaðn samningafund í morgun. Þess í stað var stóra samninganefnd SGS boðuð til fundar í dag og ályktunin sem birtist hér neðan á síðunni samþykkt.  Ennfremur var samþykkt að leita samráðs við önnur landssambönd vegna komandi kjarasamninga.

Lesa meira

Yfirlýsing frá samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna kjaraviðræðna SGS við SA

starfsgrViðræður vegna kjarasamninga hafa nú ratað inn í auglýsingatíma sjónvarpsins með auglýsingu sem SA birti í gærkveldi. Þar er varað við hækkun launa umfram 2%. Flestir leggjast nú á eitt að koma í veg fyrir að launafólk fái launahækkanir í kjarasamningum sem eru lausir í lok mánaðarins en það er fáheyrt að samtök atvinnurekenda fari frekar í auglýsingaherferðir en að tala við samningsaðila við samningaborðið. Starfsgreinasamband Íslands lagði fram kröfur sínar um síðustu mánaðarmót og þeim var hafnað samstundis. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að setjast við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins en fátt hefur verið um svör.

Lesa meira

Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga ?

Í síðustu viku sendi AFL Starfsgreinafélag sveitarfélögum á félagssvæðinu fyrirspurn um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir.  Svör hafa borist frá tveimur sveitarfélögum - í öðru þeirra var ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hækkanir 2014 en í hinu svarinu kom fram að fyrirhugað væri að hækka helstu þjónustugjöld um 3,5%.

Lesa meira

Vinningshafar Viðhorfskönnunar

Vinningshafar í viðhorfskönnun AFLs og Einingar Iðju sem fram fór október 2013.

.  Happad. nr. Vinningur  
 EN9SU2TR4 100.000 krónur
 ENLESU4HZ 50.000 krónur
 AFVMN7RUB Vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna utan jóla- og áramótatímabils á árinu 2014
 AF832T7PM Vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna utan jóla- og áramótatímabils á árinu 2014
 ENFXEH683 Vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna utan jóla- og áramótatímabils á árinu 2014
 AF4Y5R9GK Vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna utan jóla- og áramótatímabils á árinu 2014

Þökkum öllum sem þátt tóku.

Lesa meira

Úthlutun íbúða yfir jól og áramót

thumb_klettaborg30akureyriÚthlutun íbúða fyrir jóla og áramótatímabil fór fram í gær 4. nóvember. Alls bárust 50 umsóknir. Öllum umsækjendum hefur verið sent svarbréf um hvort þeir hafi fengið úthlutað eður ei

Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál

Reykjavík 30.október 2013

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir 1. desember n.k. Öll heildarsamtök samningsaðila á almennum og opinberum vinnumarkaði hafa undanfarin misseri metið ávinninginn af því ef efnahagsleg umgjörð kjarasamninga hér á landi væri svipuð og á hinum Norðurlöndunum, þar sem traust efnahagsstjórn tryggir stöðugt gengi og lága verðbólgu. Ljóst er að við þær aðstæður er vel gerlegt að auka kaupmátt launa í öruggum skrefum án þess að raska samkeppnisstöðu eða auka atvinnuleysis. Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ telur að inn í slíkt umhverfi ættum við að stefna.

Lesa meira