AFL starfsgreinafélag

Kjörfundur um ALCOA samning

Rafræn kosning um nýgerðan kjarasamning AFLs og RSÍ við ALCOA Fjarðaál stendur nú yfir. Nokkrir félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags hafa lýst óánægju sinni með fyrirkomulag kosninganna - þ.e. að þær séu rafrænar og þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu í vinnu eða á heimilum sínum hafa óskað eftir að greiða atkvæði með hefðbundnum hætti - þ.e. á kjörseðil.

Lesa meira

Kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga

AFL og RSÍ munu í vikunni kynna nýgerða kjarasamninga við ALCOA Fjarðaál. Kynningarfundirnir eru auglýstir nánar á verksmiðjulóðinni.

kynningarfundi_alcoa

 

 

 

Kynningarfundur vegna nýgerðs kjarasamnings Verslunarmannadeildar AFLs verður mánudaginn 3. mars kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Víkurbraut 4, Höfn.  Ef óskað er kynningar á samningnum víðar þarf að hafa samband við skrifstofur félagsins.

Verslunarmenn í AFli semja

Verslunarmannadeild AFLs gekk frá kjarasamningi á föstudag á sömu nótum og önnur aðildarfélög ASÍ.  Samningurinn verður kynntur næstu daga og atkvæðaseðlar verða sendir út í vikunni.

Skrifað undir. kjarasamning við Alcoa

AFL og RSÍ hafa skrifað undir kjarasamning við Alcoa Fjarðaál. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar sem gerðir  hafa verið á almenna markanðum. Kynningarfundir um samninginn verða haldnir í næstu  viku.

Lesa meira

Nærum okkur vel!

Fyrirlestur um matarkúra og næringu!
 
Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi, verður í Fróðleiksmolanum (Búðareyri 1) á Reyðarfirði og fjallar um næringu og megrunarkúra laugardaginn 22. febrúar frá kl. 13 til 15.
 
Leiðbeinandi: Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi. 
 
Aðgangur ókeypis!

Orlofsíbúð AFLs á Spáni

thumb_spannradhussundlaugUmsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante. Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante. Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót) Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 54.000,- fyrir félagsmann. 
Fyrstur kemur fyrstur fær!
1. apríl - 15. apríl, 15. apríl - 29. apríl, 29. apríl -13. maí, 13. maí - 27. maí.

Lesa meira

Páskaúthlutun páskavikuna 16. - 23. apríl. 2014

orlofshus

 

 

 

 

Páskaúthlutu og umsóknafrestur fyrir orlofshús félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og Klifabotni í Lóni, fyrir páskavikuna  16. - 23. apríl. 2014. Umsóknarfrestur er til 26. mars.  Úthlutun verður 27. mars. Hér má nálgast Umsóknareyðublað