Ákveðið hefur verið að fresta innleiðingu á nýjum orlofsvef AFLs Starfsgreinafélags fram í janúar. Ástæða seinkunarinnar er að þrátt fyrir að kerfið virki mjög vel að flestu leyti – komu ákveðnir gallar í ljós við prófanir. Ekki hefur tekist ennþá að lagfæra þessa galla - sem lýsa sér aðallega í að ákveðinn hluti bakvinnslunnar er hægvirkari en við teljum æskilegt. Við viljum taka fram að ekki er ástæða til að kenna forriturum okkar um seinkunina – þar sem þeir vöruðu við innleiðingu á sínum tíma og töldu kerfið ekki nægilega prófað. Í ljós kom að þeir höfðu rétt fyrir sér.
Við biðjum félagsmenn afsökunar á þessu bráðlæti í okkur – að kynna kerfið til notkunar áður en tímabært var. Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Verkefnisstjórn Orlofskerfis AFLs Starfsgreinafélags.
Samkvæmt könnun Capacent Gallup á viðhorfi félagsmanna AFLs til ýmissa þátta eru félagsmenn almennt sáttir við þjónustu félagsins. Athygli vekur að hópur "hvorki né" hefur minnkað en ánægðir og mjög ánægðir eru fleiri en í fyrra. Óánægðir eru svipað hlutfall og í fyrra.
Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup hefur unnið fyrir AFL Starfsgreinafélag hafa heildarlaun félagsmanna hækkað um ca 7,3% á milli ára. Dagvinnulaun hafa hækkað um 6,2% á sama tíma.
Dregið hefur verið í happadrætti viðhorfskönnunar AFLs Starfsgreinafélags og Einingar Iðju 2012. Vinninga má vitja á skrifstofum félaganna og féllu þeir á eftirfarandi númer: